Laugardagur, 16. febrúar 2013
Er Bjarni Ben. að gefa Samfylkingu undir fótinn?
Í opnuviðtali Péturs Blöndal við Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins er ekki stakt orð um ESB-umsókn Samfylkingar - og átti þó að heita að formaðurinn færi yfir stjórnmálaástandið.
Annað hvort er formaður Sjálfstæðisflokksins tornæmur á meginstrauma í stjórnmálum, og fattar ekki mikilvægi Evrópumálanna, eða hann er beinlínis að gefa Samfylkingunni undir fótinn með að Sjálfstæðisflokkurinn muni styðja ESB-umsókn Samfylkingar að loknum kosningum.
Margir kjósendur munu láta Evrópumálin ráða atkvæði sínu á kjördag. Það er ekki nóg að vísa annað slagið í flokkssamþykktir heldur þarf að tala af sannfæringu um andstöðuna við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Annars verður Sjálfstæðisflokkurinn grunaður um vaffgé-undirferli.
Nauðsyn að lækka skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við erum margir Sjálfstæðismenn sem vantreystum Bjarna Ben og lítum þess í stað til Framsóknar.......
Vilhjálmur Stefánsson, 16.2.2013 kl. 13:08
Það er von að fólk treysti Bj.Ben mjög illa í ESB málinu. Eftir allan þann vindhana gang sem hann hefur sýnt í því máli. Það er bara vonandi að þeir hinir fjölmörgu gallhörðu og gegnheilu ESB andstæðingar sem eru í Sjálfsstæðisflokknum sýni formanninum og forystu flokksins enga linkennd og í tvo heimana í þeim málum eins og full ástæða er til, samanber loðmullháttin í þessu viðtali við formanninn.
Eftir alger svik forystu VG í málinu, sem kostað hefur flokkinn fylgið og æruna, þá virðist Framsókn ætla að vera eini stjórnmálaflokkurinn sem við aðildarandstæðingar getum nú treyst.
Gunnlaugur I., 16.2.2013 kl. 14:05
Þér yfirsest þriðja tilgátan Páll, að ESB málið se svo steindautt i huga Bjarna að hann meti það ekki sem neitt serstakt vandamal.t Það þarf þá ekki að eyða orðum i það.
Ragnhildur Kolka, 16.2.2013 kl. 14:44
Óskandi Ragnhildur að ESB málið væri steindautt en það er það ekki. Viljandi nefnir Bjarni umsóknina ekki á nafn, hugsanelga ætlar hann að halda þeim möguleika opnum að fara í stjórn með Samfylkingunni, ef svo færi að Framsókn fá ekki nógu gott fylgi í kosningunum í vor
Að nefna ekki ESB umsóknina í stóru viðtali er flóttalegt og telst því mótsagnakenndur málfluttningur formannsins, það gengur ekki og Bjarni verður að átta sig á því strax.
Sólbjörg, 16.2.2013 kl. 18:14
Þjóðin þarfnast hundtryggra stjórnmálamanna Íslandi til góða. kom upp í hugann eftir áhorf á yndislegri mynd á Ruv. um hunda sem voru skildir eftir á suðurpólnum (eða norður),afbragðs mynd.
Helga Kristjánsdóttir, 16.2.2013 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.