Laugardagur, 16. febrúar 2013
Krónískir eyðslusjúklingar og þjóðin
Síðast þegar að var gáð var hlutfall þeirra sem stóðu í skilum um 80 prósent. Um fimmtungur þjóðarinnar stóð ekki í skilum með sín fjármál. Í útrás og þenslu var hlutfallið um tíu prósent.
Tekið saman þá eru um tíu prósent þjóðarinnar með réttmæta kröfu um að fá opinbera aðstoð til að gera upp húsnæðislán fyrir eignum sem lækkuðu í verði vegna hruns og lánum sem hækkuðu af sömu ástæðu.
Í fjármálum er öðrum tíu prósentum þjóðarinnar ekki viðbjargandi, það eru eyðslusjúklingar sem eru alltaf með sín mál í ólestri hvernig sem árar.
Augljóst er að við förum ekki að taka efnahagslegar kollsteypur aðeins til þess að leiðrétta stöðuna hjá fámennum hópi sem varð illa úti í hruninu. Þeim tíu prósentum sem eiga réttmæta kröfu á leiðréttingu eiga að njóta sértækra úrræða.
Stjórnmálamenn sem dekra við eyðslusjúklingana gera ekki annað en að fjölga þeim.
Hætta á að greiðsluviljinn hverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll nú get ég ekki verið samála þar sem allit með vertryggð lán eru að moka fé út um gluggana hjá sér vegna skékkju á innkomu og útgjöldum vegna stökk breyttra lána! Flestir sem voru svo heppnir að taka erlend lán eru í skýunum vegna leiðréttinga þeirra.
Sigurður Haraldsson, 16.2.2013 kl. 11:16
Ef til vill er ég einn afþessun eyðslusjúklingum sem hef þó reynt að greiða af 4.6 milljóna húsnæðisláni og þegar upp er staðið eftir nokkur ár verð ég búinn að greiða 25 milljónir fyrir það. Þetta kalla ég eyðslu. 20 milljónir hafa þá farið til græðgissjúklinganna sem sem lánuðu Bretum og Hollendingum þær á lágum vöxtum.
Stefán Þ Ingólfsson, 16.2.2013 kl. 11:19
Ég get heldur ekki verið því sammála að stærsti hluti þess fólks sem er í erfileikum með lánin sín séu krónískir eyðsluseggir. Ég er heldur ekki sammála því að þeir sem tóku gengistryggð lán séu allir svo voðalega heppnir.Sonur minn er einn þeirra sem lentu í því alveg rétt fyrir hrun að vera að skipta um bíl og hafði verið áður með ísl-jafngreiðslulán þegar umboðið bauð honum gengislán,og þar sem hann er fatlaður þurfti ég að sjá um þessi mál fyrir hann,ég fór í bankann og leitaði ráða þar sem ég var ekki alveg að treysta umboðinu, þeir í bankanum ráðlögðu mér að taka lánstilboðinu frá umboðinu sem var og gert, tveimur vikum seinna var allt hrunið.Og ykkur að segja er hann ekki búin að fá leiðréttingu eftir síðustu niðurstöðu Hæstaréttar.Og enginn hefur gengið á bankana um að flýta því ferli. HEPPNI EÐA HVAÐ? Páll mundir þú segja að þessi drengur væri krómískur eyðsluseggur?
Sandy, 16.2.2013 kl. 12:15
Páll þetta er ekki rétt hjá þér. Fjöldi í vanskilum segir ekkert til um velferð þjóðarbrots okkar. Ef 10% geta ekki, þá mundi ég giska að 40% leyfir sér ekkert aukalega.
Kristján Erlingsson, 16.2.2013 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.