Fimmtudagur, 14. febrúar 2013
Sérlausnir og samkvæmni
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Evrópusambandið orðið ,,hundleitt" á sérlausnum eins og EES-samningnum og tvíhliðasamningi við Sviss.
Meginröksemd sama utanríkisráðherra fyrir aðildarviðræðum Ísland við Evrópusambandið að stórglæsilegar sérlausnir séu í boði í ,,pakkanum."
Össuri er ofviða að halda þræði í Evrópu-spunanum.
ESB hundleitt á EES-samningnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleymum því ekki að Malta fékk óafturkræfanlega undanþágu frá ESB reglum: Jú þið Maltverjar þið megið róa til fiskjar á ykkar árabátum með einn eða tvo í áhöfn og fiska allt að 25 mílur frá ströndinni. Ansjósur, ekki þorska. Seljið aflan svo á stöndinni. Ársafli er áætlaður eins og afli eins íslenskas togara í EINNI veiðiferð. Þetta kallar Össur "varanlega undanþágu" og stefnir að slíku fyrir okkur ! ! Mikill metnaður í þeim "pakka " hans.
Örn Johnson, 15.2.2013 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.