Fimmtudagur, 14. febrúar 2013
Vinstralýðveldið, Ögmundur og FBI
Vinstralýðveldi Samfylking og VG byggir á samsuðuhugmyndafræði sem er ESB-sinnuð og eftir því and-bandarísk. Stjórnmálamenn sem kunna inn á táknfræði vinstralýðveldisins geta bjargað sér fyrir horn með því að flagga pólitískri rétthugsun. En vei þeim sem blandar geði við óvininn í vestri.
Ögmundur Jónasson varðist atlögu hreintrúaðra í VG þegar hann stóð á stampi við bandaríska sendiráðið og talaði fyrir málstað Palestínumanna. Hreintrúarmenn ætluð að fella Ögmund í prófkjöri VG en göturæðan barg ráðherranum.
Aftur er sótt að Ögmundi og nú vegna þess að bandarískir alríkislögreglumenn heimsóttu Ísland vegna rannsóknar á meintum tölvuafbrotum.
Hreintrúnaðarstefna vinstralýðveldisins gerir ekki ráð fyrir nokkru samneyti við Bandaríkin. Eina redding Ömma er að Palestínufélagið á Íslandi efni til nýrra mótmæla við bandaríska sendiráðið.
Óskýrt hverjir áttu að fylgjast með FBI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem aðvantar enn uppl um er hvar yfirheyrslurnar fóru fram.
Aðilinn gaf sig fram við sendiráð USA og ef að yfirheyrslurnar hafa farið fram þar er um utanríkismál að ræða hjá USA en ekki innanríkismál Íslands enda sendiráð USA amerísk grund.
Ef að málið hefur svo farið í áttina að Wikileaks og verið stoppuð af Ömma án þess að taka rannsóknina yfir væri um afskaplega undarlegan gjörning að ræða.
Óskar Guðmundsson, 14.2.2013 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.