Fimmtudagur, 14. febrúar 2013
Þriðja heims stjórnarskrá VG og Samfó
Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla Íslands segir stjórnarskrá Samfylkingar og VG líkjast grunnlögum þriðja heims ríkja eins og Bólivíu, Angóla og Kenía hvað viðvíkur fjölda mannréttinda sem í boði eru.
Til samanburðar eru mannréttindaákvæðin fæst í stjórnarskrám ríkja sem við að jafnaði teljum okkur standa nær en þróunarlöndum: Noregur, Austurríki og Frakkland.
Æ betur kemur á daginn að stjórnarskrá niðurrifsaflanna er ónýtasta plaggið af öllum ónýtum sem komið hafa frá ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Ekki ávísun á betri rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki best að þjóðin sameinist um að byrja á að fara eftir núverandi stjórnarskrá frekar en að koma með nýja sem erfiðara verður að fara eftir???
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 14.2.2013 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.