Miðvikudagur, 13. febrúar 2013
Viðskiptaráð, útsæði og malbikaður akur
Viðskiptaráð var bakrödd útrásarauðmanna sem bæði át útsæðið í og malbikaði yfir akrana á meðan tími auðræðis stóð, eða frá aldamótum og fram að hruni 2008.
Til að endurtaka ekki mistök fortíðar þarf að viðurkenna þau og læra af þeim.
Viðskiptaráð líkt og systursamtökin, Samtök atvinnulífsins, stungu hausnum ofan í sandinn eftir hrun.
Ekki borða útsæði í kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Finnar hækkuð laun kennara svo rækilega í kreppunni að mikill eftirsókn varð eftir kennarastöðum sem leiddi til að æ hæfara fólk sóttist eftir kennslustörfum og hægt var að velja og ráða afbragðshæfa kennara. Námsárangur finnskra nemenda tók stökk og er því með því besta í heiminum í dag. Ávinningurinn af þessari stefnu er meðal annars það að vera kennari í Finnlandi þykir mikið virðingaverð staða.
Sólbjörg, 14.2.2013 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.