Miðvikudagur, 13. febrúar 2013
Gamalmenni í 101 vilja í ESB; aðrir ekki
Unga fólkið hafnar aðild að Evrópusambandinu og þeir sem búa utan miðborgarinnar eru líklegri til að vera á móti aðild. Aðeins 23,2% segjast vilja að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.
Kjósendur allra flokka eru afgerandi á móti aðild, nema kjósendur Samfylkingar. Jafnvel þeir fáu kjósendur sem enn styðja VG eru afgerandi á móti aðild.
Krafan er að ESB-umsóknin verði afturkölluð. Ekki seinna en strax.
63,3% andvíg inngöngu í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.skynsemi.is/
Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2013 kl. 13:51
Ég legg til að þú lagfærir aðeins þessa fyrirsögn. Bætir "Sum" fyrir framan hana. Það væri til mikilla bóta.
Ragnhildur Kolka, 13.2.2013 kl. 14:03
Leiðinda fyrirsögn. Óvirðingarbragur yfir henni. Og eru skoðanir gamal fólks ekki laveg jafn gildar og þeirra sem yngri eru?
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.2.2013 kl. 14:06
Tek undir með Ragnhildi.
Á fyrirsögninni mætti halda að meirhluti kjósenda í 101 Reykjavík aðhylltist ESB aðild.
Svo er alls ekki þvi að þar er líka eins og alls staðar annars staðar yfirgnæfandi meirhluti andvígur ESB.
Réttara er að þeir sárafáu sem styðja ESB aðild í 101 Reykjavík eru ekki alveg eins sárafáir þar og annarsstaðar á landinu.
En samt aðeins lítill minnihluti þar sem annarsstaðar !
Gunnlaugur I., 13.2.2013 kl. 14:09
Þessi fyrirsögn særir skiljanlega suma.
Einhverju sinni var sagt, "svo ergist hver sem hann eldist". Hugtakið ergist vísar til þess að kjarkurinn minnkar. Stundum er talað um gamlar kerlingar, þegar tjá á hugleysi einhvers. Þetta er að sjálfsögðu vanvirðing, en málhefð eigi að síður.
ESB aðildarsinnar þora ekki sem þjóð að standa á eigin fótum.
Segja má því, að stuðningsmennn ESB aðildar séu einkum gamlar kerlingar á öllum aldri og af báðum kynjum.
Kristján Þorgeir Magnússon, 13.2.2013 kl. 14:29
Ó guð en það puð að að koma mér í óstuð! Ég skil ekki afhverju eg finn aldrei fyrir þessum vanmætti út af aldri,nema þegar ég sjálf get ekki,hlaupið á svelli. Maður er svo oft búin að vera á hálum,en er að reyna að halda hausnum við hér,oft kemur það mér til að hlægja,þegar ég man ekki einföld orð eins og ,,aftur-köllum,,.... umsóknina um ESB.
Helga Kristjánsdóttir, 13.2.2013 kl. 15:06
Athyglisverðast er að aðeins 15,6% ungs fólks á aldrinum 18-29 ára aðhyllist ESB aðild.
Auk þess mun "sumum" aðildarsinnum fækka þar sem flesta er að finna - af náttúrulegum ástæðum.
Ekki bendir þetta til þess að ESB sinnum fjölgi mikið á næsta áratug...
Kolbrún Hilmars, 13.2.2013 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.