Árni Páll trúir á töfra

Nýr formaður Samfylkingar, Árni Páll Árnason, kynnti strax eftir hrun töfralaus á efnahagsvanda Íslendinga. Í Viðskiptablaðinu 5. október 2008 segir Árni Páll

Það hefur sýnt sig að yfirlýsing um að stefnt sé að Evrópusambandsaðild er töfralausn við fjármálalegum óstöðugleika og aðstæðum á borð við þær sem Íslendingar standa nú frammi fyrir.

Rúmum  fjórum árum síðar trúir  Árni Páll enn á töfra, gott ef ekki líka tannálfinn . Núna heitir það að um leið og,,við segjum já í þjóðaratkvæðagreiðslu" flæddi fjármagn inn í landið og gjaldeyrishöftum yrði aflétt von bráðar, eins og Hjörtur Guðmundsson bloggar um.

Eru engir fullorðnir eftir í Samfylkingunni?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Sumir þurfa ekki nema hugmyndafræðilega standpínu til að blindast.

Eggert Sigurbergsson, 12.2.2013 kl. 21:48

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Árni Páll er þó trúlega heiðarlegur, og ekki geta allir státað af slíkum mannkostum?

Hann vill líklega vel, þótt það sé auðvitað endalaust hægt að grýta "óvini" í pólitíkinni, eins og mjög margir stunda í akkorðsvinnu á öllum mögulegum vattvöngum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.2.2013 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband