Þriðjudagur, 12. febrúar 2013
Feneyjarnefndin skýtur nýja stjórnarskrá í kaf
Alþjóðlega nefndin sem ríkisstjórnin fékk til að yfirfara vinnu stjórnlagaráðs gefur nýrri stjórnarskrá falleinkunn. Jafnvel stuðningsfjölmiðlar ríkisstjórnarinnar taka undir þá niðurstöðu, t.d. RÚV, Eyjan og Vísir.
Nýja stjórnarskráin er sem sagt ruslahrúga. Ætlar stjórnlagaráð að biðja þjóðina afsökunar? Ætlar ríkisstjórnin að segja af sér?
Á það kannski ekki að hafa neinar pólitískar afleiðingar að litlu munaði að stjórnskipun lýðveldisins kæmist í uppnám?
Kjarkurinn er ekki meiri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vantraust er eina leiðin til að stjórnin segi af sér
Óskar Guðmundsson, 12.2.2013 kl. 16:04
Nei við skulum leyfa henni að sitja fram að kosningum. Það vill enginn taka við þessu ófriðarbáli sem búið er að tendra nema að vera vel búin græjum.
Látum rasshárin sviðna.
Sindri Karl Sigurðsson, 12.2.2013 kl. 17:09
Ég held að réttast væri að koma stjórninni frá sem fyrst og koma á kosningum fyrir páska. Það sér það hvert mannsbarn að þjóðin öll bíður eftir aðeins einu þ.e. stjórnin fari frá fyrr mun ekkert gerast. Það munar um mánuð fólki er að blæða út.
Júlíus Guðni Antonsson, 13.2.2013 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.