Þriðjudagur, 12. febrúar 2013
Ný stjórnarskrá með nýjum meirihluta
Sértrúarpólitíkin sem ræður ríkjum á alþingi þessa dagana viðurkennir upp í opið geðið á þjóðinni að ný stjórnarskrá sé nauðsynleg til að réttlæta stjórnmálakenjar á hverjum tíma. Hér er talsmaður Jóhönnustjórnarinnar:
Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sagði að ýmsu væri hrósað og einhverjar athugasemdir gerðar við annað. Á endanum væri það síðan pólitísk ákvörðun á Alþingi hvernig stjórnarskráin ætti að vera.
,,Pólitísk ákvörðun á alþingi," er annað orðalag yfir hentistefnu. Ef stjórnarskráin á að lúta tækifærispólitík hvers tíma er hætt við að stjórnskipun landsins leiki á reiðiskjálfi við hverjar kosningar.
Æ betur kemur á daginn að stjórnarskrá lýðveldisins verður að verja með öllum tiltækum ráðum fyrir undirróðursöflunum sem freista þess að skapa sér pólitísk sóknarfæri með því að setja stjórnskipunina í uppnám.
Stjórnarandstaðan má ekki undir neinum kringumstæðum gefa niðurrifsöflunum færi á að hreyfa við kjölfestu lýðveldisins.
Mismunandi túlkun á Feneyjaáliti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aðferð Egypta í þessum málum nú um stundir gengur út á það að hinir sanntrúuðu og rétttrúuðu þvinga sinni stjórnarskrá upp á almenning með naumum þingmeirihluta. Munurinn þar og hér er að hinir sanntrúuðu og rétttrúuðu hafa hér ekki möguleika á að ná meirihluta í næstu þingkosningum, en halda honum líklega þar.
Skúli Víkingsson, 12.2.2013 kl. 09:18
Það væri hægt að samþykkja tillögu Péturs Blöndal um þá stjórnarskrárbreytingu að þjóðaratkvæðagreiðslu þyrfti til en ekki tvö þing svo breytingar nái fram að ganga ástjórnarskránni. Aðrar breytingar biðu þá nýs þingheims og þá væri hægt að breyta öðrum þáttum hvenær sem er án þess að þingmenn væru undir pressu af væntanlegum kosningum eða þingrofi.
Júlíus Guðni Antonsson, 13.2.2013 kl. 01:06
Ekki galið. Ég skil það þá þannig að breyting á stjórnarskrá sem samþykkt yrði af þinginu, færi í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þingið sæti eftir sem áður. Breytingin, ef hún fær samþykki, tæki svo gildi þegar nýtt þing eftir næstu kosningar, hvenær svo sem þær yrðu, hefði samþykkt þær. Þinginu væri þá í lófa lagið að flýta gildistökunni með þingrofi, en væri ekki þvingað til þess.
Skúli Víkingsson, 13.2.2013 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.