Dauða ríkisstjórnin kostar okkur stórt

Hópuppsagnir hjúkrunarfræðinga hófust þegar ráðherra Samfylkingar, Guðbjartur Hannesson, ákvað að umbuna Birni Zöega forstjóra Landsspítalans með hálfri milljón eða svo á mánuði. Engir aðrir áttu að fá umbun fyrir að halda spítalanum á floti.

Jafnaðarstefna vinstristjórnarinnar í Landsspítalamálinu er í ætt við önnur afrek; Iceave, ESB-umsókn og stjórnarskrármálið.

Ríkisstjórnin nýtur einskins trausts vegna þess að hún klúðrar flestum málum sem henni er treyst fyrir. Það eru innviðir samfélagsins og þó einkum þegnskapur launafólks sem sættir sig við meiri vinnu á lægri launum sem haldið hafa hlutunum gangandi allt kjörtímabilið.

Ríkisstjórnin tapaði trausti þjóðarinnar í Icesave-kosningunum 2011. Í framhaldi átti Jóhanna Sig. að segja af sér og boða til kosninga. Við sætum þá ekki uppi með dauða ríkisstjórn í heil tvö ár.

Í samfélaginu er ólga vegna þess að ríkisstjórnin veitir enga leiðsögn í stærri málum þjóðarinnar. Og þar sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG býður upp á stefnu, með ESB-umsókninni og stjórnarskrármálinu, er stefnan þvert á vilja afgerandi meirihluta þjóðarinnar.


mbl.is Úrslitastundin á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef ríkisstjórnin er dauð,er rétt að taka af henni súrefnið og bjarga með því heilbrigðisstéttunum og skjólstæðingum þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2013 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband