Mánudagur, 11. febrúar 2013
Herfræði
Ef City hefði unnið á laugardag og minnkað forskot United í sex stig ætlaði Ferguson að senda veikt lið á móti Everton daginn eftir og e.t.v. sætta sig við jafntefli. Hugmynd Skotans var tvíþætt. Í fyrsta lagi að tefla fram sterku liði á miðvikudag til að auka líkur á góðum úrslitum gegn Real. Í öðru lagi að láta burðarása endast út tímabilið þar sem líkur væru á að deildarkeppnin yrði tvísýn fram í maí.
En City tapaði á laugardag og Ferguson kastaði varkárni fyrir róða og keyrði fram sínu sterkasta liði, að Carrick undanskildum, og landaði sigri með mörkum Giggs og van Persie Sama lið mun mæta Real á miðvikudag, með Carrick innanborðs og e.t.v. Rio/Smalling í stað Evans/Vidic. Þá verður Giggs á bekknum og Nani líklegur í hans stað. Engu að síður verður sterkasta liðið örþreytt næstu helgi og þarf hvíld. Ólíklegt er að Rooney og van Persie spili eftir viku.
Veðmálið er að með 12 stiga forystu ætlar Ferguson sér að vinna Englandsmeistaratitilinn í mars/apríl. Lykilmenn gætu nánast farið í sumarfrí um páskana hvað deildina áhrærir. Meistaradeildin er meira lotterí. United sættir sig við tap gegn Real en komist liðið í gegn um þá hindrun má alltaf gera sér vonir um að mæta ekki Barcelona fyrr en í úrslitaleiknum.
Herfræðin heppnast ef annað tveggja gerist, Citiy missi móðinn í keppninni um titilinn og haldi áfram að tapa stigum og/eða að veikt United-lið spili afslappað með tólf stiga forskot og klári nauðsynlega leiki.
Herfræði Ferguson er oftar en ekki rétt.
Ferguson hætti við breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Líkt og Íslendingar eru Skotar einstök þjóð, því vildu Búrókratar þynna út einkenni hverrar og blandan yrði ,,Evrópuþjóð,, Sæi þá samþykkja skozkan kommisar í pilsi. Annars liðið mitt Manchester United er á fullri siglingu núna og Skotinn gamli/síungi við stýrið. Hlúir að græðlingum og nýtir það gamla í botn.
Helga Kristjánsdóttir, 11.2.2013 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.