Laugardagur, 9. febrúar 2013
Valdaránstilraun og grunngildi samfélagsins
Vinstriflokkarnir Samfylking og VG fóru langt út fyrir sitt umboð þegar þeir settu sér það markmið að stokka upp stjórnskipun lýðveldisins og flytja fullveldið til Brussel. Ný stjórnarskrá og ESB-umsóknin er merki um pólitískan ofmetnað sem hluta að enda illa.
Hrunið 2008 var fyrst og fremst efnahagslegt en einnig pólitískt og siðferðilegt. Mistök Samfylkingar og VG var að halda að hrunið veitti þeim umboð til að bylta íslensku samfélagi. Flokkarnir fengu ekkert slíkt umboð, - þjóðin fékk flokkunum völd til að endurreisa og lagfæra, ekki brjóta og bylta.
Herfræði ríkisstjórnarinnar var að láta þjóðina standa frammi fyrir orðnum hlut. Með leifturstríði átti að gera samninga við Evrópusambandið á 18 til 24 mánuðum og samhliða breyta stjórnarskránni til að greiða fyrir fullveldisframsali.
Herfræði Samfylkingar og VG var vanhugsuð og illa framkvæmd. Þegar þjóðin rankaði við sér eftir taugaáfall hrunsins snerist hún gegn ríkisstjórninni, eins og glöggt kom fram í Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslunum.
Eftir Icesave voru Samfylking og VG afhjúpaðir sem valdránsflokkar sem frekjuðust áfram með pólitíska dagskrá sem naut einskins stuðnings.
Það er komið að leikslokum ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. Við hæfi er að valdaránstilraunin broti á stjórnarskrá lýðveldisins. Stjórnarskrá er gerð til að verja grunngildi samfélagsins. Ef stjórnarandstaðan er með ,,fulde fem" gefur hún ekki færi á að breyta einni einustu kommu í stjórnarskrá lýðveldisins.
Ekki ný stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt!
Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2013 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.