Föstudagur, 8. febrúar 2013
Framsókn og fullveldissveiflan
Icesave-málið og ESB-umsóknin eru fullveldismál. Framsóknarflokkurinn var sverð og skjöldur í þessum málum báðum og fær núna réttmætan sóma frá þjóðinni: 19,5 prósent fylgi sem á eftir að aukast fram að kosningum.
Eftir útrás auðmanna og hrunadans vinstriflokkanna er kominn tími á traustan miðjuflokk sem tekur ríkisfjármálin fastatökum og boðar öfgaleysi í atvinnumálum.
Mest um vert er þó þetta: Framsóknarflokkurinn hefur öðrum flokkum betur staðið fullveldisvaktina og nýtur þess vegna meðbyrs meðal þjóðarinnar.
Framsókn fengi 19,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sannarlega sammála ...
Ragnhild H. Jóhannesdóttir, 8.2.2013 kl. 20:59
Sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !
Páll og Ragnhild !
Viljið þið ekki einnig; þakka þessu liði, undankomu SAMVINNUTRYGGINGA FJáRINS - sem S.D. Gunnlaugssyni - Vigdísi Hauksdóttur, auk annarra nýliða, ætti að vera vel kunnugt, um ?
Sparið ykkur; lofsyrða rullur allar, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi, öngvu að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 21:20
Óskar, ósköp ertualltaf illgjarn. Gleymdir þú pillunum þínum í dag?
Örn Johnson, 9.2.2013 kl. 00:04
Það tók mig langan tíma að átta mig á þér Óskar Helgi. Satt að segja fannst mér þú stöku sinnum vera samherji í mótmælunum gegn Icesave og síðan umsókn SF. og VG. í Evrópusambandið. Það væri laglegt að hefta framgang efnilegra upprennandi stjórnmálamanna, (tandur hreinna af hvers konar glöpum),vegna meintra gjörða (oft lönguliðinna) fyrirrennara þeirra í sama flokki. Varla geturðu ætlast til að ungmennin hafi verið virk þegar þessi meinta undankoma átti sér stað. Ég get vel skilið beiskju þína,en er orðin leið á skömmum frá þér í hvert sinn er ég hæli þessum frábæru ungmennum,sem stóðu í miðri orrahríðinni og voru skotspónn háðsgengja sjórnarliða. Ísland sviku þau ekki þrátt fyrir það,frekar en höfðinginn á Bessastöðum. Ég var reyndar ekki á mælendalista hér á undan,en langar að óskaplega að vita hvaða flokk þú styður,sem eru þá liklega glænýir. Með friðsemd.
Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2013 kl. 00:53
Komið þið sæl; á ný !
Örn Johnson !
Alveg er ljóst; af þínum viðbrögðum, að ferill fólks - flokka, eða fortíð, skiptir þig öngvu máli. Þú skalt; hvað sem tautar og raular, verja glæpahyskið, út í eitt.
Hann er ekki hár; siðferðisþrepskjöldur þinn, Örn Johnson, svo mikið er þó víst.
Nafna mín; Kristjánsdóttir !
Reyndu ekki; einn ganginn enn, að snúa út úr minni málafylgju - ráðlegg þér, að lesa betur mína síðu, hér; á vef, velkist þú eitthvað í vafa, um sjónarmið mín, fyrr - sem síðar.
Og; þér að segja, talandi um vanþekkingu þína, á viðhorfum mínum, sem helgast af takmörkun lestrar þíns, á minni síðu, styð ég engan flokka, síðan ég fylgdi fyrrum félögum mínum, í Frjálslynda flokknum, þann 25. Apríl, 2009.
Þarf ég nokkuð; að hafa þetta skýrara ?
Ég er; allsendis andvígur áframhaldi alþingis fyrirkomulagsins - og hallast fremur, að styrkri stjórn fólks, fámennri, úr framleiðzlu greinunum, héðan í frá, nafna.
Væri sá kostur mögulegur; yfirleitt.
Með sömu kveðjum; sem fyrri - öngvum samt, til Arnar frjálshyggju Postula Johnson /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 02:24
Takk Óskar, það er alveg laukrétt,ég hef ekki farið inn á síðu þína lengi. Skýrara,? Nei elsku góði,en að umbylta stjórnkerfinu er ekki gerlegt nema þjóðarviljinn þrýsti á. Eitt höfum við frjálsir menn fundið, hve þjóðarsálin er öflug í samstöðu sinni og nýtir afl sitt gríðarlega skynsamlega,þarfnast ekki hávaða né bumbuslags. Liggur við að maður tími ekki að sjá eftir nokkrum inn í musteri löggjafans,því mjög margir umbreytast eins og þjóðsagan segir,við að ganga í “björg”. Hafðu það sem best ljúflingur.
Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2013 kl. 09:55
Komið þið sæl; sem áður !
Nafna mín; Kristjánsdóttir !
Þakka þér fyrir; skrumlaus og drengileg andsvör þín, sem oftar.
Jú nafna mín; það þarf einmitt, stórskotahríð - og annað, þaðan af meira, til þess, að losna við mestu meinvætti okkar samfélags, sýnist mér, að óbreyttu.
Hafðu það sjálf; sem allrabezt líka, nafna mín góð.
Með; þeim sömu kveðjum - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.