Föstudagur, 8. febrúar 2013
Versti kostur er verðbólgusamningar
Þjóðin verður enn að þreyja þorra og góu. Við erum ekki búin að bíta úr nálinni með hrunið, þótt bráðum fimm ár séu liðin. Alveg sama hvaða ríkisstjórn situr stjórnarráðið þá er versti kostur að efna til verðbólgubáls með innistæðulausum kjarasamningum.
Næsta ríkisstjórn fær það verkefni að leggja grunn að hægfara breytingum til batnaðar. Yfirboð á kosningatorgi stjórnmálanna um stórfelldar kjarabætur í formi skattalækkana eða hagvaxtarstökks eru ekki trúverðugar.
Fastatök á ríkisfjármálum eru forsenda fullveldisins. Það sýndi hrunið og pólitískur eftirmáli þess.
Stjórnvöld geta ekki boðið meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.