Sunnudagur, 3. febrúar 2013
Framsóknarflokkurinn trúverðugastur, tvenn stjórnarmynstur líkleg
Þrjár skoðanakannanir síðustu daga sýna Framsóknarflokkinn í stórsókn, Sjálfstæðisflokkinn halda sjó, Bjarta framtíð með um 15 prósent og stórtap Samfylkingar og VG, sem samanlagt ná varla kjörfylgi VG við síðustu kosningar, rúm 20 prósent.
Framsóknarflokkurinn komst best frá Icesave-málin enda sá eini sem var með heilsteypta stefnu. Forysta Sjálfstæðisflokksins glímir við trúverðugleikavanda sem margfaldast með kjöri Árna Páls þar sem ESB-sinnuð samstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks liggur í loftinu.
Sterk staða Framsóknarflokksins dregur úr líkum á ESB-stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Sóknarfæri Framsóknarflokksins liggja bæði til vinstri, þar sem VG er í útrýmingarhættu, og til hægri þar sem íhaldssamir kjósendur Sjálfstæðisflokksins gjalda varhug við frjálshyggjuhneigð flokksins annars vegar og hins vegar hættu á svikum í ESB-málinu.
Vinstri-grænir með 5,7% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll; jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !
Páll !
Er þér tekið; að förlazt ?
Þessi flokks ómynd; verandi með Samvinnutrygginga þjófana, bak sinna tjalda - er ekki trúverðugri, en vindurinn.
S.D. Gunnlaugsson; og hirð hans, eru eins og hverjar aðrar strengjabrúður, í höndum Halldórs Ásgrímssonar klíkunnar.
Á meðan; Halldór - Finnur - Valgerður, auk annarra ýmissa, eru ekki rekin OPINBERLEGA; úr flokki þessum, er vart þeirra lágmarks endurbóta að sjá staðar, sem sumir hafa vænst,, þar, um slóðir.
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 14:12
Til upplýsinga Óskar Helgi Helgason, þá eru hvorki Halldór, Finnur eða Valgerður lengur í þingflokki Framsóknar.
Jón Á Grétarsson, 3.2.2013 kl. 14:19
Komið þið sælir; á ný !
Jón Á Grétarsson !
Vitaskuld; vissi ég það, ágæti drengur. En; tilraun þín, til einhvers konar hvítþvotta, missir gjörsamlega marks; öngvu, að síður.
Það er ekki allt, sem sýnist - eins og Galdra Imba (á 17. - 18, öldum) kvað forðum, Jón minn.
Með beztu kveðjum; sem fyrr /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 14:25
Þú mátt ekki gleyma Óskar Helgi Helgason, að Jónas frá Hriflu var líka umdeildur :P
Jón Á Grétarsson, 3.2.2013 kl. 14:27
Sælir; á ný !
Jón Á Grétarsson !
Jú; jú, - Jónas var umdeildur, en hann var hugsjónamaður og frumkvöðull ýmissa þjóðþrifaverka, sbr. Héraðsskólanna, auk annarrs.
Gróðahyggja; sem undirferli Hermanns Jónassonar, og eftirmanna hans, gagnvart Jónasi og flokknum, voru fyrstu vísar, að undanhaldi, áður þekkilegrar hreyfingar, tiltölulega.
Ekki síðri kveðjur; þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.2.2013 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.