Evran elur á ábyrgðaleysi og refsar síðan

Írar, Grikkir, Spánverjar og Portúgalar fengu eftir upptöku evru erlent lánsfé á nær sömu vöxtum og Þjóðverjar. Lánveitendur stóðu í þeirri trú að Þýskaland yrði ábyrgt til þrautavara fyrir lánum til annarra evru-ríkja sem búa við mun veikari efnahagskerfi.

Eftir Lehman-gjaldþrotið 2008 óttuðust lánveitendur um peningana sína og vildu annað tveggja endurgreiðslu eða betri ábyrgðir. Íslendingar létu bankana fara í gjaldþrot þar sem hluthafar töpuðu öllu og lánveitendur fengu brot af sínu fé tilbaka. Írland var knúið til að veita ríkisábyrgð á sínum bönkum og glímir við efnahagslega uppdráttarsýki síðan með 15 prósent atvinnuleysi, lágan hagvöxt og dökkar framtíðarhorfur.

Írar gátu ekki farið íslensku leiðina vegna þess að þeir búa við stórskert fullveldi i fjármálum. Þeir eru lokaðir inn í kerfi sem ól á ábyrgðaleysi og kemur síðan og refsar grimmilega.

 

 


mbl.is „Ísland vann engan sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi ummæli Noonans eru tekin úr samhengi þar sem hann ranghvolfir staðreyndum um málsatvik með þeim hætti að það getur eingöngu verið áróður til heimabrúks hjá honum.

Eða þá að þekking hans á staðreyndunum sé bara svona léleg ?

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2013 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband