Brynjar spyr Þorvald og Vilhjálm

Þorvaldur Gylfason stjórnlagaráðsmaður sagði það siðferðilega skyldu Íslendinga að borga skuldir fallins einkabanka sem hét Icesave í Bretlandi og Hollandi en Landsbankinn hér heima. Félagi hans í stjórnlagaráði, Vilhjálmur Þorsteinsson gjaldkeri Samfylkingar, talaði í sömu tóntegund og Þorvaldur og boðaði til fundar um málið, daginn fyrir dómsuppkvaðningu í Iceave-deilunni.

Vilhjálmur hætti við fundinn þegar í ljós kom að engin lagaleg skylda hvíldi á Íslendingum að borga Icesave. Vilhjálmur og Samfylkingin báru við húsnæðisleysi og framsóknarmenn sjá aumur á vegvilltum krötum og bjóða flokkshúsnæði sitt undir aflýsta fundinn.

Brynjar Nielsson, lögmaður og þingmannsefni Sjálfstæðisflokksins, spyr í Pressupistli þá Þorvald og Vilhjálm að eftirfarandi spurningum

  • Í fyrsta lagi hvort barátta þeirra fyrir því að Íslendingar greiði Bretum og Hollendingum Icesave skuldbindingar Landsbankans muni ekki örugglega halda áfram, þrátt fyrir niðurstöðu EFTA dómstólsins um að lagaskylda til þess sé ekki fyrir hendi?
  • Í öðru lagi hvort að í tillögum þeirra að stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem byggi á sömu eða svipuðum siðferðisviðmiðum og fram komu í skrifum þeirra um Icesave málið?
  • Í þriðja lagi hvort þeir telji að íslenska ríkið eigi jafn auðvelt með að efna þær skyldur sem lagt er á það í tillögum stjórnlagaráðs og að greiða Bretum og Hollendingum 1000 milljarða í erlendum gjaldeyri vegna Icesave?

Fróðlegt verður að heyra svör félaganna úr stjórnlagaráði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Einhvernvegin gengur það ekki upp í mínum huga, að einstaklingur með háskólapróf geti verið bjáni.  Ég á þó ekkert annað hugtak um Þorvald Gylfason

Kristján Þorgeir Magnússon, 31.1.2013 kl. 18:10

2 Smámynd: Sólbjörg

Kristján veldur mörgum furðu hvernig þetta fer saman Háskólapróf og það að vera ultra bjáni. Sem segir að þó einhver sé fær að meðtaka staðreyndir, formúlur og hafa gott minni, getur viðkomandi skort getu til skilnings á raunveruleikanum og rúin allri hæfni til að finna lausnir sem leiða til framfara, og hamingju fyrir ekki aðeins þá sjálfa heldur alla aðra líka.

Sólbjörg, 31.1.2013 kl. 21:25

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Vísa  um - t.d. "bjánapróf":

  • Lítið í þér vitið vex,
  • þó verði limir stórir.
  • Þegar það dragast þrír frá sex,
  • þá eru eftir fjórir

Kristinn Pétursson, 31.1.2013 kl. 22:52

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg veit ekkert um hvað einhverjir sögðu og skal ekkert fullyrða um þeirra afstöðu - en það er ekkert ljótt að hafa siðferðiskennd. þvert á móti er það talinn æskilegur eiginleiki mannskepnunnar - þó það komi hægri mönnum etv. á óvart að heyra slíkt.

Nú, varðandi umræddan efnisþátt, Skuldarmálið, að þá, að mínu mati, standur það 100% ennþá að siðferðileg skilda landsins sem fullvalda vestræns ríkis, var að semja um skuldina. Sérstaklega með það í huga hve málið var ljótt af hálfu Ísland.

það var þetta, siðferðilega hliðin, sem gerði það að verkum að Ísland hefur orðið fyrir skaða af þessu þvargi og orðhengilshætti kringum sjálfsagða siðferðilega skildu.

Nánast allir nema orðhenglafræðingar töldu ennfremur lagalega skildu augljósa í efninu.

það furðulega gerist svo að EFTA Dómsstóll tekur upp alveg nýja línu í túlkun og framkvæmd Evrópulaga og regluverks á margan hátt. Sem dæmi sópar hann réttindum neytenda varðandi lágmarkstryggingu léttilega útaf borðinu og vill meina að innstæðulögin séu bara plat. það er náttúrulega þó nokkur tíðindi að dómsstóll láti svona frá sér og jafn illa og afkáranlega rökstutt.

Enda er enginn sem tekur mark á þessum dómi eða telur hann nokkurs virði nema einhverjum 2-3 hérna uppi. En það skiptir litlu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2013 kl. 00:28

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Eg er aldeilis undrandi a þessari færslu Omars Bjarka. Hann getur ekki a heilum sér tekið vegna niðurstöðu EFTA dómsins. Telur að beita hefði átt siðferðilegum rökum frekar en lagalegum við úrlausn málsins.

Nu vill svo til að siðferðileg rök geta verið a ýmsan veg en eitt er vist að land byr ekki yfir siðvitund. Þjóð byr ekki yfir einsleitri siðvitund eins og Omar Bjarki er dæmi um. Siðferðisvitund er ekki eitthvað sem hægt er að kenna i skólum. Þar er aðeins hægt að vonast til að koma megi einföldum kristnum gildum, eins og "ger ei öðrum það sem þú vilt ekki að aðrir geri þér", inn i höfuðið a börnum. Það tekst þó misvel.

En EFTA dómstóllinn kvað upp dóm samkvæmt lögum. Til þess eru dómstólar og aðeins i gegnum lagabokstafinn er hægt að halda reglu a hlutunum. Það sem kom hins vegar a óvart var að dómurinn beygði sig ekki undir pólitískan vilja ESB heldur dæmdi samkvæmt lögunum. Þessi niðurstaða vekur Omari Bjarka miklum vonbrigðum enda hafði hann treyst a að hægt væri að koma Icesave skuldaklafanum a íslenska þjóð.

Það dapra við þennan dóm er að efasemdir um heiðarleika dómstólsins skuli hafa vaknað. Hann hefur ju, alltaf tekið tillit til vilja ESB. Sem fær mann til að velta þvi fyrir ser hvort ESB hafi ekki i raun viljað tapa þessu máli. Dómur gegn málstað Islands hefði sett stórríkið ESB i mikinn vanda.

Dómurinn sýndi að það var engin grundvöllur fyrir þvi að gera íslenskum almenningi að greiða skuldir oreiðumanna.

Ragnhildur Kolka, 1.2.2013 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband