Hótanir, valdafrekja og útbrunnið fólk

Æ betur vitnast það alþjóð að stjórnsýsla vinstristjórnarinnar, þeirri fyrstu hreinu, er ættuð úr skáldsagnaheimi Kafka og eftir því fjarskyld lýðræðishugsjónum. Lygi og óheilindi einkenna strax fyrstu spor ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. þegar þingflokkur VG sveik nýgefin kosningaloforð um að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins.

Þegar Icesave-málið komst í hámæli var þegar markaður farvegur fyrir úrlausn stærri viðfangsefna, sem var að hóta öllu illu: stjórnarslit, Kúba norðursins, efnahagsleg ísöld og fleira í þeim dúr.

Liðið sem helst stóð fyrir þessari ógeðfelldu pólitík, Jóhanna, Steingrímur J. og liðþjálfar hans, Árni Þór og Björn Valur, er útbrunnið fólk sem ekkert hefur fram að færa annað en hugsjónalausa valdafrekju.


mbl.is Þrýstingur réð för - ekki tilviljun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er fólkið sem kallaði helstu varðmenn Íslands öfgasinna.

Steingrímur sagði í Kastljósi að ekki væri hægt að biðjast afsökunar fyrr en skilgreint hefði verið hverjir ættu að gera það og fyrir hvað.

Ég skal byrja: hann og snati hans Björn Valur mega byrja á því að biðjast afsökunar á persónulegum árásum og ærumeiðingum sínum í garð tiltekinna einstaklinga eftir nafni eða undir mynd sem eru skjalfest nógu víða til að jafnvel Ögmundur gæti ekki afmáð þau af netinu þó hann fengi aukafjárveitingu.

P.S. Veit einhver um góðan meiðyrðalögfræðing sem vinnur pro bono ?

Guðmundur Ásgeirsson, 31.1.2013 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband