Krónuleiðin inn í ESB er útilokuð

ESB-sinnar útmála sí og æ að krónan sé ónýt. Tilgangurinn er undirbyggja kröfuna um að Ísland gangi í Evrópusambandið til að fá nýja mynt. Ráðherrar Samfylkingar, Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra þar á meðal, klappa þennan stein í von um að bifa bjargfastri andstöðu þjóðarinnar við ESB-aðild.

Líkt og önnur rök ESB-sinna eru gjaldmiðlarökin fyrir inngöngu haldlaus. Fyrir það fyrsta sýnir reynslan að einn gjaldmiðill, evran, fyrir mörg ólík efnahagskerfi virkar ekki. Öll Suður-Evrópa þarf á gengislækkun að halda en fær ekki - af því leiðir fjöldaatvinnuleysi og niðurskurð inn að beini í ríkisfjármálum.

Í öðru lagi eru gjaldmiðlar í útlöndum ekki gulls ígildi, svona almennt séð, þótt ESB-sinnar geri því skóna. Á tveim mánuðum féll japanska jenið um tíu prósent gagnvart Bandaríkjadal og um heilan fimmtung gagnvart evru. Það er með öðrum orðum gjaldmiðlastríð í heiminum þar sem seðlabankar og ríkisstjórnir keppast við að veikja sína gjaldmiðla. Enginn veit hvernig stríðinu lýkur, nema að því leyti að það endar illa. Við þessar kringumstæður er Íslendingum hollast að stýra eigin gjaldmiðli en vera ekki upp á aðra komnir.

Í þriðja lagi mun íslensku krónunni aldrei verða skipt út, hvort fyrir evru né annan gjaldmiðil, nema gjaldeyrishöftin séu aflögð og krónan komin á frjálsan markað. Forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta er traust fjármálastjórn ríkisvaldsins. Og slíkt traust fæst ekki með fjármálaráðherra sem trúir ekki á gjaldmiðil þjóðarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Þú nefnir þetta gjaldmiðlastríð, Ef krónan er í frjálsum viðskiptum þá sogast hún inni þetta stríð. Því held ég að það sé betra að hafa íslenskan efnahag varin á bakvið einhvern annan gjaldmiðil. Krónan þolir hvorki góðæri né hallæri. Séu ekki gjaldeyrishöft þá leika spekulantar sér með gengi krónunnar, hvort sem það séu jöklabréf eða annar ósómi sem hefur þann eina tilgang að leika sér að gengi krónunnar til ávinnings fyrir sjálfan sig.

Þú gleymir því líka að krónan er alltaf dýrari gjaldmiðill en annar gjaldmiðill. Fyrir það blæðir fólkið í landinu sem greiða hærri húsnæðisvexti (vextir + verðtrygging) og endist ekki ævin að greiða upp sín húslán á meðan fólk í NOregi, EB, Bretlandi og Bandaríkjunum er yfirleitt 20-30 ár að greiða lánin. Þar eru vextir almennt lægri en á Íslandi og enginn verðtrygging.

Krónan hefur verið með verðtryggingu frá 1979. Fyrir þann tíma brunnu upp innistæður fólks í bönkum og þeir græddu mest sem skulduðu mest en þeir töpuðu mestu sem áttu bankainnistæður. Í dag er þessu öfugt farið. Hvorugt ástandið er heilbrigt. Ástæðan fyrir þessu óheilbrigða ástandi er ónýtur gjaldmiðill, sem þarf bæði verðtryggingu og gjaldeyrishöft til að geta þrifist.

Umræðan um framtíðargjaldmiðil er þörf og ég held að íslenska krónan verði ALDREI okkar framtíðar gjaldmiðill.

Gísli Gíslason, 31.1.2013 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband