Miðvikudagur, 30. janúar 2013
Þjóðþrifamálin Icesave, ESB og stjórnarskráin
Ríkisstjórnin taldi Icesave-samningana til þjóðþrifamál, ESB-umsóknina sömuleiðis og núna er það stjórnarskráin sem er orðið sérstak þjóðþrifamál Samfylkingar og VG.
Þjóðin leggur á flótta um leið og Samfylking og VG sameinast um eitthvað enda er þá voðinn vís. Icesave átti að binda kynslóðir óborinna Íslendinga á skuldaklafa, ESB-umsóknin er um gistingu í brennandi hóteli og stjórnarskráin nýja er rússnesk rúlletta með stjórnskipun landsins.
Þjóðin treystir á að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur stöðvi nýjasta þjóðþrifamál Jóhönnu Sig. og félaga.
Eins og Icesave-málið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.