Eirar-mál í Reykjanesbæ

Aldraðir íbúar í Reykjanesbæ sem keyptu búseturétt í húsnæði hjá Nesvöllum standa frammi fyrir því að tapa milljónum króna vegna þess að Nesvellir standa á barmi gjaldþrots. Mál Nesvalla minnir á Eirar-málið í Reykjavík þar sem aldraðir standa frammi fyrir stórtapi vegna ,,frjálslegra fjármála" rekstraraðila.

Í desember síðast liðinn var haldinn krísufundur með íbúum og þeim tilkynnt að Nesvellir hafi ekki greitt af lánum til Íbúðarsjóðs í heilt ár. 

Algengt er að búseturéttur hafi kostað aldraða um átta til tólf milljónir króna. Aldraðir fengu ekki fyrsta veðrétt að eigninni heldur héldu Nesvellir fyrsta veðrétti og hafa yfirveðsett íbúðirnar. Þar af leiðir munu aldraðir íbúar tapa öllu sínu fari Nesvellir í gjaldþrot.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Mig grunar að þarna sé einhver misskilningur hjá þér. Ef íbúar á Nesvöllum búa við svipuð kjör og aðstæður og íbúar Eirar er ekki líklegt að þeir tapi neinu. Nema jú ef þeir vilja flytja á brott, þá tapa þeir fénu sem þair hafa lagt í búseturéttinn.

Á móti þessu fé hafa þeir fengið búseturétt, sem er jafngildi leigusamnings og því jafngóð eða jafnvel betri trygging en veðréttur. Þeir eiga semsagt fullan rétt á að búa áfram í íbúðum sínum hvort sem félagið verður gjaldþrota eða ekki, rétt eins og hverjir aðrir leigjendur með gildan leigusamning.

Því er líklegast að íbúarnir haldi sínum búseturétti óskertum og geti búið áfram í íbúðum sínum á meðan ævin endist þeim. Hitt kann að vera að við andlát íbúa missi erfingjar einhvern hluta arfsins vegna fjárhagsstöðu félagsins, en það er ekki það sama og að gamla fólkið, íbúarnir, séu að tapa einhverju.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 27.1.2013 kl. 12:55

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Köttur í kringum heitan graut.......

Eyjólfur Jónsson, 27.1.2013 kl. 16:16

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þekki þetta ekki mikið en það er ákveðið óréttlæti ef fólk tapi öllu ef þau vilja flytja.

Að vera á hálfgerðu fangelsi á Nesvöllum er ekkert heillandi.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2013 kl. 17:52

4 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Hver veit hvort þau tapa öllu ef þau vilja flytja? Ekki veit ég. Væntanlega verður þá íbúðin boðin föl, búseturétturinn til sölu. Veit einhver fyrir víst hver fengi það fé? Kannski sá sem er að selja sinn búseturétt?

Þórhallur Birgir Jósepsson, 27.1.2013 kl. 20:22

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þórhallur

Þú segir orðrétt hér að ofan

"Nema jú ef þeir vilja flytja á brott, þá tapa þeir fénu sem þair hafa lagt í búseturéttinn."

Ertu semsagt að draga þetta til baka?

Sleggjan og Hvellurinn, 27.1.2013 kl. 21:25

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

,,Bankar á dyr,, stofnaðar verða fjágeymslur,einskonar Sparisjóðir og með umsjón fer fjárgæsla ríkisins. Draumalandið Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 28.1.2013 kl. 04:51

7 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Bara einfaldlega að benda á að of mikið er sagt með að fullyrða án nokkurs fyrirvara að íbúarnir tapi öllu.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 28.1.2013 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband