Laugardagur, 26. janúar 2013
Ólafur Ragnar afhjúpar ESB-svindlið
Evrópusambandið kom sér ekki upp sameiginlegri fiskveiðistefnu fyrr en 1970 rétt áður en ríki með stóra fiskveiðilögsögu, Bretland, Írland, Danmörk og Noregur, sóttu um aðild að Evrópusambandinu.
Upphaf sjávarútvegsstefnu bandalagsins er því hrein valdapólitík þar sem meginlandsþjóðirnar sóttust eftir fiskveiðiauðlindum strandríkjanna. Bretar, Írar og Danir létu þetta yfir sig ganga en Noregur hafnaði aðild, einkum vegna fiskveiðistefnunnar.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti gerir vel að afhjúpa ömurlega ferilsskrá Evrópusambandsins í málefnum sjávarútvegsins. Þar skilur sambandið eftir sig eyðimörk.
Ólafur Ragnar: Evrópa er vandamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi kostulega færsla afhjúpar íslenska kvótasvindlið.
Ræða keisaramörgæsarinnar Ólafs 17. var sannarlega ekki ætluð til heimabrúks. Íslendingar þekkja einum of vel ósvífni LÍÚ-elítunnar, sem með dyggum stuðningi FLokksins hefur ítrekað barið niður vilja 80% þjóðarinnar.
Eina verndarstefnan sem er í gangi í íslenskum sjávarútvegi er að vernda útgerðaraðalinn sem mergsýgur þjóðarauðlindina. Hér veiddust 400.000 tonn af þorski áður en kvótalögin voru sett - núna veiðast 100.000 tonn!
Nær væri að Evrópubúar inntu mörgæsina eftir 75% hruni í þorskveiðum á Íslandi. :)
N1 blogg (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 19:56
Ég vil biðja lesendur Blog.is velvirðingar á því, að stundum nær geðveikin yfirhöndinni og ég fer alltof langt yfir strikið.
Ég reyni að taka lyfin mín á réttum tíma, en gleymi því stundum.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.1.2013 kl. 21:55
Geta lyf verið ástæða fyrir skrifum Enn eins ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.1.2013 kl. 04:19
Ég er ekki alveg að átta mig á þessum rökstuðningi N1.
Ef ég brýt þetta aðeins niður hjá honum:
1) Útgerðaraðallinn mergsýgur þjóðarauðlindina
2) Hér veiddust 400.000 tonn af þorski fyrir kvótakerfi, en nú veiðast bara 100.000.
....er þá verið að mergsjúga auðlindina ef nýtingin á henni hefur verið dregin 75% saman? Er það kvótasvindlið? Kallast þetta ekki bara "sjáfbærar veiðar", eða nákvæmlega það sem Ólafur Ragnar var að benda á?
...bara svona spyr.
Tumi (IP-tala skráð) 27.1.2013 kl. 04:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.