Valdarán i skjóli mótmælanna 2008/2009

Bylting er það þegar samfélagskerfinu er snúið á haus, líkt og gerðist í frönsku byltingunni 1789 og þeirri rússnesku 1917. Búsáhaldabyltingin í Reykjavík 2008/2009 var ekkert viðlíka; meira í ætt við útbreidd pólitísk mótmæli.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins gerðu hávaða með pottum og pönnum vegna þess að útrásarblekkingin hrundi. Sú blekking hafði aðeins staðið í fimm til sjö ár - tók flugið eftir aldamót. Innviðir samfélagsins urðu ekki feysknir þótt heil hrúga af stjórnendum fyrirtækja á aldrinum 30 til 50 ára missti fótana í græðgisvæðingu í nokkur ár. 

Kosningasigur Samfylkingar og VG vorið 2009 var ekki sigur búsáhaldafólksins. Hreyfingin var flokkur þess hóps og hún skilaði á alþingi fimm prinsipplausum þingmönnum sem keppast við að halda starfinu en leggja ekki til neina pólitík.

Samfylking og VG fengu kosningu til að lagfæra pólitíska vankanta og endurreisa efnahagskerfið á forsendum félagslegs markaðsbúskapar.

Í stað þess að vinna eftir umboði frá kjósendum reyndu vinstriflokkarnir að stokka upp samfélagið með ESB-umsókn og nýrri stjórnarskrá. Það heitir valdarán. Í apríl næstkomandi verður valdaránið brotið á bak aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: N1 blogg

Dæmdi ritsóðinn og mannorðsníðingurinn Páll Vilhjálmsson þykist geta sett sig í sagnfræðilegar stellingar! Rannsóknarefni Rannís tekur hér enn einn FLokksspunann um Hrunið 2008.

Eins og vera ber hjá mófuglunum er hér öllum staðreyndum snúið á hvolf og efnið límt saman á lyginni - í besta falli Nokkrir góðir dagar án Davíðs.

Sögufrægar kosningar 2009 þar sem FLokkurinn var rassskelltur heitir "valdarán" hjá dæmda ekki-blaðamanninum og Héraðsdómurinn kemur ekki í veg fyrir að Páll ruglist á hugtökum.

Bylting er nefnilega réttlætanleg þegar hún heppnast!

N1 blogg, 22.1.2013 kl. 21:52

2 identicon

Hugsið ykkur að þessi eineltissjúki mannstauli skuli kenna börnunum okkar.

Hvað verður langt í að mbl.is eða síðuhafar loki á hann? Það er hreinlega ekki orðið þverfótandi fyrir honum.

Ólafur J. (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 21:58

3 identicon

Já Ólafur, ég var að hugsa það sama. Ég fletti honum upp, og hann kennir víst í grunnskóla Eyrarbakka/Stokkseyrar, sem leggur víst upp úr stefnu kennda við Olweus, sem er stefna gegn einelti.

Þar sem þetta eru fámenn sveitarfélög, er ekki ólíklegt að börnin þar verði uppfrædd um sjúklega eineltistilburði kennara síns, og börnin læra sem fyrir þeim er haft.

Reikna má með að skólinn sjálfur sé gegnsýrður af svona hegðun, enda þekkt að í fámenninu verði svona "rednekkar" allsráðandi, enda virðist ekkert gert í málum þessa sjúklings, sem hefur herjað á umræðuna nokkuð lengi.

Skólinn ætti í það minnsta að taka þetta með eineltisáætlunina út af síðunni, verður náttúrulega bara brosleg í ljósi aðstæðna.

Hilmar (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 22:10

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

xD geta svo sannarlega verið stolt af sínum formanni ef þau nenna að skoða þessa frétt?

http://www.ruv.is/frett/ekkert-fekkst-upp-i-milljardakrofur-i-bnt

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.1.2013 kl. 22:24

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Svei mér ef Björn Bjarnason fer ekki að verða léttur gleðipinni á blogginu við hlið síðuhafa.

hilmar jónsson, 22.1.2013 kl. 22:34

6 Smámynd: Elle_

Ekki skal búast við að eineltismaðurinn geri nokkurn mun á börnum og fullorðnum.  Enda ræðst hann á fólk út um allt Moggablogg og heila ætt undir einum pistlinum.  Það ætti að láta vita af honum.

Elle_, 22.1.2013 kl. 23:04

7 Smámynd: N1 blogg

Það stendur ekki á FLokkshyskinu að veitast að stjórnarskrárvörðum rétti einstaklinga!

N1 blogg, 22.1.2013 kl. 23:11

8 identicon

Komið þið sæl; Páll - sem og aðrir góðir gestir, þínir !

Ólafur J. - Hilmar; og Elle fornvinkona !

Hví; amist þið svo mjög, við stórfrænda mínum, Hilmari Þór Hafsteinssyni (N1 blogg), gott fólk ?

Viljið þið kannski; fylgja forræðishyggju drullusokka - eins og KLÁM Ögmundar Jónassonar, svo og Björns Bjarnasonar, úr Engey ?

Fjarri fer því; að við Hilmar frændi, séum alla jafna sammála, en hann hefir nákvæmlega sama réttinn til pársins, hér; á vef - sem annarrs staðar, eins og ég og þið, gott fólk.

Nógu mörgum síðum; eru Hádegis móa menn (Mbl. menn) búnir að loka samt, á umliðnum árum, að allsendis ástæðulausu, þó þeir færu ekki að elta ólar, við þínu áliti, Elle mín.

Ertu nokkuð; búin að gleyma bardögum okkar, við Jón Val forðum, Elle mín ? 

Sé fólk; eitthvað viðkvæmt, fyrir skrifum þessa - eða hins, ætti það ekkert að vera að lesa skrif, viðkomandi.

Og annað; Hilmar Þór Hafsteinsson, er margfalt kurteisari í öllu orðavali, en sá frænda hans, sem hér hripar niður línur - Ólafur - Hilmar, og Elle, svo fram komi, eða;; hvað sýnist ykkur, sjálfum ?

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 23:56

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afhverju ertu með þessa mynd,sem greinilega er af formanni Sjálfstæðisflokksins Hilmar? Mér finnst þú ekkert þurfa að hressa upp á útlit þitt. En auðvitað, þótt mér finnist það ekkert stinga eða minnka formannin,er þín meining að hitta einhversstaðar,en hvar? Samfylkingin sem hafði engin efni á taumlausum áróðri um hrunverja, Sj.fl. berandi mesta ábyrgð á bankamálum, með forsæti í viðskiptaráðuneiti,auk Jóns Sigurðssonar í fjármálaeftrirlitinu. Hvaða hreinleiki er svona tær hjá núverandi stjórnvöldum,?,,Svo tær að ,sjallinn, er feiminn!! Styrkirnir frá óteljandi kennitölum,sem stunduðu útrás og stuld úr bönkum,sem flokkurinn jafnaði út eða hvað? Vill breyta nafni sínu í Jafnaðarmannaflokk, passar eru í því að jafna um andstæðinga sína.

Helga Kristjánsdóttir, 23.1.2013 kl. 01:28

10 Smámynd: N1 blogg

N1 blogg

Þetta eru bara svo dæmalaust skemmtileg skilaboð Helga mín, ég man bara ekki alveg hvaða dag ég stofanaði til þessa viðskiptagjörnings...

N1 blogg, 23.1.2013 kl. 07:14

11 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Af hverju er fólk að lesa og svara N1 og Ásmundi (ESB sinna) sem stingur upp hausnum yfirleit þegar ESB og IceSave eru rædd?

Ég er löngu hættur að lesa og svar bulli eins og hjá þessum tveim.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 23.1.2013 kl. 10:03

12 identicon

Gættu þess vel Jóhann að fara ekkert undir föt hjá konum þarna í Saudi-Arabíu. Slíkt endar oft með opinberlegri  “decapitation” um hábjartan daginn. Víkingasveitin yrði of langt í burtu til að bjarga þér.

Eina vonin yrði því ný “Höfuðlausn”.

 

Kveðja frá Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 10:34

13 identicon

Hilmar hefur verið kennari í Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri og m.a. fræddi hann börnin þar um Búsáhaldarbyltinguna en hann vann þar að skipulagningu við hlið Harðar Torfasonar. Við munum öll eftir Herði sem taldi okkur trú um að Búsáhaldarbyltingin væri sjálfsprottin, eins fyndið og það nú var:). Mikil mengun stafar frá Herði því miður og er hann út um alla netheima í ýmiskonar felulitum. Ráðlegg Herði að vera bara sáttur við sig eins og hann er, koma heiðarlega fram og reyna að sýna kurteisi. Þetta höfðu börnin í mínum skóla að segja um kurteisi: Það er gott að sýna kurteisi því líkar öllum betur við mann. Það er best að sýna kurteisi gagnvart öllu í kringum sig.

Ef maður mundi ekki sýna kurteisi þá væri maður ekki góð persón svo mörg voru þau orð frá börnunum. Það að vera kennari barna, í þeirri stöðu sem Hörður Þór Hafsteinsson er í, boðar ekki gott.

Nina Lang (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 14:12

14 Smámynd: Elle_

Einelti er ekki stjórnarskrárvarinn réttur neins. 

Óskar Helgi, ég var ekki endilega að meina blog.is að ofan og svo ætla ég ekkert að rökræða það frekar, ef þú ekki sérð hvað er rangt við að maðurinn elti fólk um Moggabloggið.  Og ráðist á fjölskyldur og ættir.  Gagnrýnið stjórnmálamenn, ekki ættmenni þeirra.

Elle_, 23.1.2013 kl. 14:48

15 identicon

Komið þið sæl; sem oftar !

Elle; fornvinkona mæt !

blog.is; er orðinn fremur þreyttur vefur, enda finnst mér sem síðuhafa, fremur móðgandi fyrir gesti okkar - að þurfa að skrolla upp og niður Andskotans forsíðuna, til þess að leita að glugga okkar.

Engeyjar ættin; á ekkert annað skilið, en skítkast og snuprur - eins og hún hefir mergsogið landsmenn, í gegnum tíðina - sem og nokkrar aðrar úrhraka ættir einnig, svo sem.

Nína Lang !

Rétt mun það vera; að Búsáhalda bylting, svokölluð, var eitt sjónarspil, vinstra hyskisins, sannarlega.

Ekki lakari kveðjur - öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 20:54

16 Smámynd: N1 blogg

Stórfrændi elds og ísa, Árnesmögur og ásakneyfir - Óskar Helgi Helgason!

Síst á Engeyjarættin skilið skítkast og snuprur. Þar er upp til hópa ættarblómi mikill, ljóngáfað fólk og landsómastúlkur og drengir.

Hins vegar hafa allar ættir, íslenskar, gott af því að vera tuktaðar föðurlega til - ef þær bregða út af hinum þrönga vegi dyggðarinnar.

Hvað varðar orðsendingu þína, frændi, til Nínu Langþreyttu þá er hún til mikils vansa fyrir orðspor ættar vorrar. Svokölluð Búsáhaldabylting var andsvar alþýðu Íslendinga við gerræði fjórFLokksins.

Yfir 80% landsmanna studdu Búsáhaldabyltinguna, 1% FLokksdóna styður hins vegar rangfærslur þínar frændi.

Í fullri vissu um að þú sjáir ljósið og skírist í sannleikans nafni frændi sæll.

N1 blogg, 23.1.2013 kl. 22:14

17 identicon

Sæl; á ný !

Hilmar Þór (N1 blogg) !

Búsáhalda bylting svokölluð; var aðeins vatn á myllu hræætanna Jóhönnu og Steingríms - þau höfðu aðeins hlutverkaskipti, við Geir og Ingibjörgu.

Aumleg útkoma; það.

Sömu kveðjur; sem seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband