Ríkisstjórnin tapar mest á stjórnarskrármálinu

Ríkisstjórnin kemur verst út úr umsátrinu um stjórnarskrána. Engin eftirspurn er eftir nýrri stjórnarskrá meðal almennings. Engin öfl í samfélaginu knýja á um nýja stjórnarskrá, aðeins sundurleitir smáhópar eins og stjórnlagaráð sem þó er ekki heilt í sinni afstöðu.

Bakland ríkisstjórnarinnar er klofið þar sem áberandi samfylkingarfólk s.s. Kristrún Heimisdóttir, Bryndís Hlöðversdóttir og fræðimenn með samfylkingarívafi, Gunnar Helgi Kristinsson, eru alfarið á móti plagginu í því formi sem það liggur fyrri.

Á meðan stjórnarskrármálið er ófrágengið víkja önnur mál - nema ESB-umsóknin sem trompar öll stjórnmál á Íslandi.

Það er útilokað fyrir Samfylkingu og VG að brjótast úr herkvínni með lifandi stjórnarskrárfrumvarp. Mögulega eru ríkisstjórnarflokkarnir svo illa staddir málefnalega að þeir sjá helst þann kost að láta stjórnarskrármálið taka höggin sem þeir annars fengju vegna annarra málefna. Ef það reynist rétt standa vinstriflokkarnir frammi fyrir afhroði í apríl.


mbl.is Fresta afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: N1 blogg

Dæmdi ritsóðinn og mannorðsníðingurinn Páll Vilhjálmsson er á harðahlaupum frá eigin bloggfærslum. Nú hamast hann, með buxurnar á hælunum, við það að breiða yfir eigin skít með því að stofna nýjar bullfærslur.

Mögulega er Páll Vilhjálmsson svo illa staddur málefnalega að hann sjái helst þann kost að hamast á stjórnarskrármálinu vegna annarra óþægilegra mála. Ef það reynist rétt standa FLokksdónar frammi fyrir afhroði í apríl.

N1 blogg, 22.1.2013 kl. 16:09

2 identicon

Kæri N1, (a.k.a. Hilmar Þór?).  Gerðu nú sjálfum þér greiða og leitaðu þér geðrænnar aðstoðar

Kristján Þorgeir Magnússson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 16:41

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fáum stjórnarskránna nýju í gegn. Eins og þjóðin vildi í atkvæðagreiðslu.

kv

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 22.1.2013 kl. 16:55

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ósköp er hann að verða þreytandi þessi "eineltari" sem auglýsir formann sjálfstæðisflokksins í hverri athugasemd. 

Kolbrún Hilmars, 22.1.2013 kl. 17:03

5 Smámynd: N1 blogg

Kæri Kristján Þorgeir Magnússon. Á ég e.t.v. að leita til þín félagi? Eða ert þú ekki:

"Flugstjóri með siglingadellu, BA gráðu í sálarfræði, framhaldsmenntun í mannauðsstjórnun og viðskiptafræði og hef starfað töluvert sem kennari undanfarin ár. Aðhyllist frjálshyggju, enda sjálfstæðismaður. Ber virðingu fyrir íslenzkri náttúru og nýt þess að ferðast um hálendi sem láglendi landsins. Uppáhalds tilvitnanir: "Cogito, ergo sum" og "Sapere aude".

dulce bellum inexpertis  Kiddi minn.

N1 blogg, 22.1.2013 kl. 17:09

6 identicon

Nafni, það er nú ekki ráðlegt að spyrja fólk á blogginu hvort það getur hjálpað þér.

Hilmar (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 17:29

7 identicon

Takk fyrir svarið kæri N1 (a.k.a. Hilmar Þór).  Þú virðist hafa unnið heimavinnuna og fundi mig, enda þarf ég ekki að fela mig.  Ég kann vel að meta kokhreysti þína og þú ert greinlega málhress vel.  Hinsvegar fyrirlít ég hugleysingja sem ekki þora að koma fram undir eigin nafni. 

Kristján Þorgeir Magnússon (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 17:57

8 identicon

Jafnvel þó að íslenska þjóðin vilji ekki nýja stjórnarskrá í heild sinni, þá ætti að vera forgangsmál að tryggja það að arður af auðlindum gangi til Íslendinga, hvernig sem það svo er útfært. Að öðrum kosti munum við horfa upp á áframhaldandi sérhagsmunaklíkur eltast við auðinn án þess að þjóðin njóti þess sem hún á með réttu. Orðað með öðrum hætti; Ísland mun halda áfram að líkjast Afríkuríki í þessum efnum.

Flowell (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 19:22

9 Smámynd: N1 blogg

Sömuleiðis hugheilar þakkir fyrir að kannast við að vera sá sem þú væntanlega ert. Kristján Þorgeir Magnússon.

Má ég, í fullri vinsemd, benda þér á þá staðreynd að þú varst sannarlega að fela þig á bak við krækjulaust nafn. N1 blogg er hins vega með krækju á heimasíðu þar sem allir sæmilega óbrjálaðir menn geta fundið nafn mitt á augabragði.

Þú situr því sjálfur að hugleysingjanafnbótinni karlinn minn, enda þekkja Íslendingar ágætlega hugleysi frjálshyggjugúrúsins Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, sem á erfitt með að kannast við duldar hvatir til fátækra drengja í Thailandi og Brasilíu. En þú getur auðvitað flogið með kappann þangað.

Hannes á horninu - frjálshyggjugúrúinn dáði og drenglyndi.

N1 blogg, 22.1.2013 kl. 19:23

10 identicon

Kæri Hilmar Þór (N1).  Skrifin þín segja meira um þig en mig.  Ég sé ekki ástæðu til að svara þér frekar.  Hvíldu í friði

Kristján Þorgeir Mafnússon (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband