Tvöfeldni Árna Páls

Árni Páll Árnason er sannfærður ESB-sinni og ber fram í tíma og ótíma málstaðinn um að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið. Þingmaðurinn og formannsefni Samfylkingar segir á hinn bóginn að andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafi ekki nægar upplýsingar í höndunum til að vera á móti aðild vegna þess að aðilarsamningur liggi ekki fyrir.

Árni Páll hélt þeirri afstöðu fram í Kastljósi að sannfærðir ESB-sinnar þyrftu ekki aðildarsamning fyrir afstöðu sinni en andstæðingar aðildar væru ómarktækir þar sem ekki lægi fyrir aðildarsamningur. Miklir menn erum við Hrólfur minn.

Til að bíta höfuðið af skömminni sagði Árni Páll meirihluta þjóðarinnar, sem er staðfastur á móti aðild, vera ,,skyni skroppinn".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allir eru læsir og geta lesið upplýsingar,; Evrópusamtaka,Evrópufræðaseturs,sendinefnd ESB á Ísl.,með 5 starfsmenn,auk aragrúa bóka sem skrifuð eru um ESB.” Skyni skroppin” !! Fengjust viðlíka upplýsingar um menn,þ.e. hvern þeir hafa að geyma,væri vandalaust að kjósa.

Helga Kristjánsdóttir, 22.1.2013 kl. 07:36

2 Smámynd: N1 blogg

Er meint tvöfeldni Árna Páls ekki skömminni skárri en margfeldni Móa-Páls?

N1 blogg, 22.1.2013 kl. 09:39

3 identicon

Helga Kristjánsdóttir er greinilega að apa eftir ruglinu í Akureyrar klerki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband