Mánudagur, 21. janúar 2013
Árni Páll grefur undan Samfylkingunni
Árni Páll Árnason vill verða formaður Samfylkingar. Hann lagði sig fram í Kastljósþætti að lýsa landflótta frá núverandi stjórnvöldum og að stemma yrði stigu við allsherjarhruni efnahagslífsins.
Samfylkingin reynir að potast áfram með þá stefnu að hér stefni allt í rétta átt og birtir sérstakar yfirlýsingar um það, eins og Heimssýnarbloggið vísar til.
Á meðan Árni Páll fer hamförum gegn ríkisstjórn Samfylkingar og VG er kannski óþarfi fyrir aðra að eyða púðri í að gagnrýna vinstristjórnina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.