Útifundur stjórnlagaráðs: 37 og einn hundur

Alls mættu 37 manns á útifund stjórnlagaráðs á Austurvelli og einn hafði hund með sér. Illugi Jökulsson var aðalræðumaður og kjörorð fundarins var að þingið ætti að fara eftir þjóðarvilja.

RÚV, sem ávallt er á bandi niðurrifsaflanna, sagði ,,nokkrir tugir" væru á fundinum. Þegar fréttamenn á opinberri launaskrá geta ekki lengur talið hlýtur að vera spurning hvort þeir þurfi nokkuð að vera skrifandi.

37 hræður á Austurvelli með hund í bandi eiga ekki að ráða ferðinni í stjórnarskrármálum Íslendinga. Á næsta þingfundi á að sópa ónýtu plaggi stjórnlagaráðs út af borðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Stjórnlagaráð taldi 25 manns sem áreiðanlega hafa allir mætt  og 12 stuðningsmenn að auki.  Óneitanlega vekur afstaða hundsins eina athygli...

Er óhætt að telja þessa mætingu - beggja (dýra)tegunda, sem stuðning við stjórnarskrárbreytingarnar?

Kolbrún Hilmars, 19.1.2013 kl. 16:34

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Væri ekki ráð að þessar tillögur svokallaðs stjórnlagaráðs færu bara í hundana.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.1.2013 kl. 16:39

3 identicon

Þessi bjánagangur er dæmdur til að fara í hundana

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 16:51

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Í slagveðurs rigningu mættu tæplega 400 en ekki 37.

Hrunflokksplebbum lætur flest annað betur en að vera fyndnir, en lygina má þó alltaf treysta á...

hilmar jónsson, 19.1.2013 kl. 16:57

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það hafa örugglega 400 sem stóðu þarna gjammandi.Stjórnlagaráðið kann örugglega ekki að telja.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.1.2013 kl. 17:10

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ætlaðir þú ekki að segja 4000, Hilmar? Það hefði Göbbels gert.

Páll Vilhjálmsson, 19.1.2013 kl. 17:11

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Eins og ég segi: Hrunflokksplebbar og fyndni....

hilmar jónsson, 19.1.2013 kl. 17:14

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Málamiðlun: Mættir voru tæplega 400 manns að hundum meðtöldum... ?

Kolbrún Hilmars, 19.1.2013 kl. 17:30

9 Smámynd: N1 blogg

Það er ekkert nýtt að þeir sem stunda að LÍÚ-a í boði LÍÚ á Móafréttum séu ófærir um að segja sannleikann. A.m.k. 120 manns eru sannarlega sjáanlegir (og teljanlegir) á þessari ágætu mynd, sem er reyndar birt á mbl.is: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/01/19/vilja_ad_stjornarskrarmalid_se_klarad/

Ert þú nokkuð búinn að klára grunnskólann Palli minn?

N1 blogg, 19.1.2013 kl. 17:31

10 identicon

Líklega engu ráði hefur verið eins úthúðað og stjórnlagaráðinu. Einhver versti plebbagangur sem átt hefur sér stað á klakanum.

“Outlaws”, dýrategund, bjánagangur, fúsk, eru upphrópanir sem heyrast. Og fyrir honum stóðu auðvitað sjallarnir og hækjan, hvað annað, en einnig forseta bjálfinn. Það er ekki aðeins hryggilegt, heldur mjög alvarlegt.

Hinsvegar, stjórnlagaráðið samanstóð af 25 hæfum persónum, sem vönduðu sig og skiluðu tillögum, sem tóku mið af sjónarmiðum sem komu fram á stjórnlagaþinginu (þjóðfundi). Einng komu sérfróðir menn að verkefninu.

Erlendis hefur þetta vakið athygli og þykir til fyrirmyndar, sem skiptir þó kannksi ekki miklu máli og það eitt að minnast á það, gæti æst upp þjóðrembu og afdalamennsku innbyggjara.

Þjóðin sýndi hinsvegar tillögum ráðsins ótrúlega mikinn áhuga í október og nú gildir að framhaldið verði þjóðinni í hag, en ekki hagsmunaklíkum og afturhaldinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 17:57

11 identicon

Hundurinn var smalahundur Jóhönnu. Hefur það hlutverk að smala köttum.

Kallaður Hrannar.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 17:57

12 identicon

37 eða 400 skiptir engu máli.

Þetta segir allt um stöðu stjórnarskrármálsins.

Fólkið telur niður dagana þar til það losnar við það hryllilega fólk sem stjórnað hefur þessi landi í 4 ár.

Almenningur er að hugsa um hvernig hann fær lifað af.

Fólk í þeirri stöðu hugsar ekki um stjórnarskrár.

Rósa (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 18:54

13 Smámynd: Steinarr Kr.

Það er greinilegt að endanleg tala er einhversstaðar á milli 37 og 400. Með góðum vilja má telja 120 út úr myndinni sem Hilmar Þór Hafsteinsson bendir á og er það og það sem sást í sjónvarpsfréttum mjög líkleg niðurstaða.

Gaman að sjá hvað Hilmar Jónsson og Haukur Kristinsson eru fúlir og byrja strax á Samfylkingartaktíkinni að kalla menn nöfnum og halda að það hjálpi þeirra málstað.

Steinarr Kr. , 19.1.2013 kl. 19:16

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það sem Hilmari er kærast,er tungunni tamast; "en lygina má þó alltaf treysta á".

Vertu ekkert að afsaka fámennið með slagveðurs rigningu!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2013 kl. 19:33

15 Smámynd: N1 blogg

Ykkur ferst, FLokkssleikjurnar, Steinarr Kr.  og Helga Kristjánsdóttir, að væna aðra um eigin lesti.

Ég var einfaldlega að reka enn eina FLokkslygina þráðbeint upp í kokið á mófuglinum Páli Vilhjálmssyni. Ég sé ekki betur en að sannleikurinn hafi gert Palla kjaftstopp.

N1 blogg, 19.1.2013 kl. 19:38

16 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Auðvitað hefði RÚVIÐ átt að taka viðtal við hundinn.Það hefði verið í samræmi við fréttaflutningin,þótt maður hefði ekki skilið hvutta, þá hefði maður ekki botnað minna í honum en fundarboðendum og RÚVINU.

Sigurgeir Jónsson, 19.1.2013 kl. 20:38

17 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Er svona að velta fyrir mér hvort að það sé ekki allt í lagi með fólk hér. Skv. þessari mynd eru nú gott fleiri en menn bulla um hér.  Ekkert svakalega margir en þó á annað hundrað sem þarna voru. 

Enda sé ég ekki hvað menn græða á að gera lítið úr fólki sem vill nýja stjórnarskrá. Nema náttúrulega að við förum að fabúlera t.d. að Heimssýn var styrkt af útgerðarmönnum. Og þeir vilja síður óskilyrt ákvæði í stjórnarskrá um eign þjóðarinnar á auðlindum. 653456

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.1.2013 kl. 20:52

18 Smámynd: Rauða Ljónið

Það komu svo fáir að erfitt var þekkja mótmælendur frá rónum bæjarins.

Rauða Ljónið, 19.1.2013 kl. 21:00

19 identicon

Hjá Páli sem og hans flestum viðhlæjendum er aumingja hundurinn kominn í aðalhlutverkið!

En eigum við ekki að láta umræðuna ná út fyrir hunda-horizon Páls?  

Var rétt áðan að hlusta (3sat) á fiðlukonsert í d-Moll eftir Jean Sibelius, WDR Sinfonieorchester Köln, stjórnandi Jukka-Pekka Saraste, einleikari Rússinn Nikolaj Znaider.

Frábært, frábært. Minn uppáhalds fiðlukosert, stórkostlegt verk eftir „tröllið“ Sibelius.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 21:00

20 Smámynd: hilmar  jónsson

Komment nokkura hér sýna og sanna að ákveðin hluti þjóðarinnar er hvorki göfugur né góður og sumir þar í raun hreinræktuð skítseiði.

hilmar jónsson, 19.1.2013 kl. 21:15

21 Smámynd: hilmar  jónsson

Talandi um viðhlæjendur Páls, hér ætti að vera eitthvað til að kæta þursana:

http://blogg.smugan.is/kjarval/2013/01/19/pall-vilhjalmsson-i-ruglinu/

hilmar jónsson, 19.1.2013 kl. 21:17

22 Smámynd: Steinarr Kr.

Áttu ekki einhver fleiri meira krassandi uppnefni en þetta Hilmar?

Steinarr Kr. , 19.1.2013 kl. 21:21

23 Smámynd: hilmar  jónsson

Jú Steinarr, bloggið þitt rúlar, enda fjölsótt....

hilmar jónsson, 19.1.2013 kl. 21:24

24 identicon

Hilmar Jónsson.

Það er sorglegt hvað andleg líðan þín er slæm eftir fjögurra ára kratastjórn.

Það er víst ekki alltaf sem illt rekur út illt.

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 21:34

25 identicon

Hvað þarf Páll Vilhjálmsson að vera gamall til að skilja eitthvað ?

Í fyrsta lagi er allt í lagi að fara sjálfur á staðinn og sjá sjálfur eitthvað, gerir það ekki alvöru blaðamaður ?

Það er vegna svona persóna sem íslenskt þjóðfélag  virkar eins og það gerir !

Hér vaða uppi klíkur sem notfæra sér svona persónur !

JR (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 22:19

26 identicon

Já JR. Og það hefur versnað síðustu 4 ár. Mikið..

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 22:57

27 Smámynd: N1 blogg

Íslenska FLokkshyskið er dæmt til að lifa í FLokkslyginni - og neita svo að kannast við það.

N1 blogg, 20.1.2013 kl. 00:13

28 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

HVAÐ ER AÐ NÚVERNDI STJÓRNARSKRÁ?? GETUR EINHVER SAGT MÉR ÞAÐ???

Eyjólfur G Svavarsson, 20.1.2013 kl. 01:26

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er illt í efni þegar vélað er um stjórnarskrármál landsins á þann hátt að halda kosningar með ólögmætum hætti, óvirða síðan úrskurð Hæstaréttar um það og bera síðan fé á þá 25, sem ekki fengu löglega kosningu, þ.e.a.s. í því forminu að bjóða þeim að sitja 3-4 mánuði í stað tveggja.

Þetta var einmitt á þeim tíma þegar svo vafasamt þótti að breyta þessu í stjórnlagaráð, að margir hinna 25 tóku sér sem lengstan tíma til að ákveða sig, hvort þeir tækju boðinu um að fá sæti í nefndu ráði -- en svo var mútufé nánast boðið fram samtímis til að hjálpa þeim með ákvörðunina. Að því stóðu 30 alþingismenn, og frá þeim einum hefur þessu ógæfulegi hópur allt sitt "umboð" (en hvorki frá þjóðinni né frá þjóðfundi 2010, enda vildi sá fundur, að fullveldi landsins yrði varið í stjírnarskrá, þvert gegn vilja hinna mörgu ESB-snata í "ráðinu"). Fjóra mánuði fengu þeir til að klambra saman sinni stórgölluðu smíð, sem sé tvöfalt meiri alþingismannalaun heldur en til stóð að stjórnlagaþingsmenn skyldu fá. Tveir mánuðir þeirra áttu alveg að duga til að gera nokkrar stjórnarskrárbreytingar, en það hefur sennilega verið strategía olnbogafrekustu "ráðsmanna" að breyta helzt allri stjórnarskránni, til að minna bæri á nokkrum svívirðilegum breytingum þar, einkum með hinni nýju 111. grein með sinni fullveldisframsals-heimild.

Tilboðið til hinna 25 kom á þeim tíma, þegar Í GILDI voru lög um stjórnlagaþing, sem vísuðu til almennra kosningalaga og þeirrar reglu þar, að ef kosning ógildist, þá skuli fara fram UPPKOSNING. Um það svikust hinir 30 þingmenn á Alþingi.

Og annað í þessu "ferli" er svo allt í sama lágkúrustíl, nú síðast, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem lýst hefur eftir álitum þingnefnda og Feneyjanefndarinnar, ætlar sér (þ.e. meirihlutinn þar) að senda nefndarálit sitt til Alþingi, þótt álit nefndanna og Feneyjanefndarinnar berist ekki fyrr en seinna!

Er ekki hægt að setja Valgerði Bjarnadóttur í eitthvert annað starf á kostnað skattborgara? -- það væri vel þess virði, þótt kaup hennar yrði tvöfaldað.

Jón Valur Jensson, 20.1.2013 kl. 04:18

30 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Biddu fyrir þér jón Valur,hún mundi gera þetta kauplaust.

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2013 kl. 05:00

31 identicon

Sjá má að prelátinn Jón Valur hefur lagt bíblíuna til hliðar um miðja nótt og skrifað einhvern mesta óhroða sem ég hef lesið í langan tíma.

“Ólögmæti stjórnlagaráðs”, “ógæfuhópurinn sem lét bera í sig mútir”, “klambrað var saman svívirðilegum breytingum”.

Þessi aumkunarverði Jón Valur er áhrifamaður í Heimssýn og einn að háværustu stuðningsmönnum forseta ræfilsins.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 09:13

32 Smámynd: N1 blogg

Himinskautahálfvitinn Páll Vilhjálmsson:

N1 blogg, 20.1.2013 kl. 09:49

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er nú ekki mikið að marka mann eins og þig, Haukur Kristinsson, sem kannt hvorki að vitna orðrétt í ummæli manna (þótt þú setjir þín orð í gæsalappir) né fara rétt með mín áhrif í félögum, og sízt af öllu kanntu þig í tali um forseta Íslands. Ég hef aldrei verið "áhrifamaður í Heimssýn", hef aldrei setið þar í stjórn og ekki skrifað eitt aukatekið orð í pistlum á vefsíðum þess ágæta félags. Og allt er það satt og rétt sem ég benti þarna á um þessi stjórnlagaráðs- og stjórnarskrármál, en þú hins vegar svo blankur málefnalega, að þú hefur engin svör við því önnur en aðkasts-orð og upphrópana.

PS. Svo er ég ekki "preláti" -- prelátar eru háttsettir, vígðir kirkjunnar menn, en ég hef aldrei tekið prestsvígslu. Þetta er nú bara í stíl við aðra ónákvæmni þína, og lélegur ertu, ef þú þykist geta leiðbeint öðrum hér um.

Jón Valur Jensson, 20.1.2013 kl. 13:46

34 identicon

@Jón Valur. Gleymdi að setja prelátann í gæsalappir, sorry.

Sagði ekki að þú sætir í stjórn samtakanna Heimssýn, aldrei. Lestu það sem ég skrifa, og engar eigin interpretasjónir, það getur þú dundað við í þínum bíblíulestri.

Skora á þig að biðjast afsökunnar vegna ummæla þinna um stjórnlagaráðið. Ef þú gerir það ekki, ertu aumingi.

Og hvað forsetann varðar, ber ég ekki snefil af virðingu fyrir þeim tilgerðarlega og tækifærissinnaða garmi. Ekki snefil.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.1.2013 kl. 15:42

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fáir hér virðast bera mikla virðingu fyrir þínum skrifum, Haukur, ef þú þá heitir því nafni. Forseti Íslands nýtur hins vegar þvílíks trausts þjóðarinnar að hafa einn allra Íslendinga verið kosinn fimm sinnum til þess starfs. Svo mikið er að marka þín orð um hann!

Enn sem fyrr geturðu engu svarað efnislega um réttmæta gagnrýni mína á hið illa til fundna stjórnlagaráð sem Jóhanna & Co. stofnuðu til með lögbroti gegn stjórnlagaþingslögunum og raunar með stjórnarskrárbroti í þokkabót.

Og hvernig getur sá maður verið "áhrifamaður í Heimssýn" sem hefur aldrei setið þar í stjórn né gegnt þar öðrum trúnaðarstöðum og mætt á fundi þar ca. þrisvar, fjórum sinnum á ævinni?

En til hvers er ég svo sem að svara svona ómerkingkrifum?

Jón Valur Jensson, 20.1.2013 kl. 17:28

36 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég færi varlega í að kalla skrif annarra ómerk í sporum Jóns Vals.

hilmar jónsson, 20.1.2013 kl. 17:42

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Segir hver?!

PS. Leiðr.: ... ómerkingsskrifum ...

Jón Valur Jensson, 20.1.2013 kl. 19:53

38 identicon

Enn og aftur þegar ég les þessar athugasemdir sannfærist ég að íslenska þjóðin mun aldrei standa upprétt með höfuðið hátt.  Hún hefur enn ekki öðlast nægilegan þroska.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 21.1.2013 kl. 16:53

39 identicon

Sammála, H.T. Bjarnason...

Skúli (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband