Laugardagur, 19. janúar 2013
Atlaga að lýðveldinu og herstjórn stjórnarandstöðu
Niðurrifsöflin í samfélaginu, með Samfylkingu og VG í fararbroddi, standa fyrir tveim atlögum að lýðveldinu. Í fyrsta lagi er reynt að grafa undan stjórnskipuninni með því að herja á stjórnarskrána. Niðurrifsliðið stefnir að samfélaglegri upplausn og ætlar sér sóknarfæri í þeirri ringulreið.
Í öðru lagi stefna niðurrifsöflin að fullveldisafsali til Brussel með aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Andstæðingar hvors máls um sig, stjórnarskrárbreytinga og ESB-umsóknar, eiga að berjast undir sama gunnfána og ekki gefa eftir í hvorugu málinu.
Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin nær ekki í gegn með jákvæðar fréttir af efnahagsmálum og aukinni bjartsýni í samfélaginu er sú að upplausnarástandið vegna stjórnarskrárinnar og ESB-umsóknar yfirgnæfir alla aðra umræðu. Ef það tekst að láta þessa umræðu verða ráðandi í kosningabaráttunni verða ríkisstjórnarflokkarnir í herkví og auðvelt skotmark.
Sterkasti leikur stjórnarandstöðunnar er að ganga ekki til samninga við ríkisstjórnina um stjórnarskrármálið. Ríkisstjórnin stendur þá fyrir tveim kostum; að lúffa með málið og valda upplausn í stuðningsliði sínu eða að rembast áfram og auglýsa sig á bandi niðurrifsaflanna. Í báðum tilvikum stendur stjórnarandstaðan með pálmann í höndunum.
Kjörorð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á að vera ,,Verjum lýðveldið fyrir niðurrifsöflunum."
Búast við málþófi um stjórnarskrána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, er það ekki. Kjörorð Hrunflokkanna, Íhaldsins og hækjunnar; ,,Verjum lýðveldið fyrir niðurrifsöflunum."
Þegar þeir hrökluðust frá völdum eftir Davíðshrun, var niðurrifið slíkt að fela þurfti IMF stjórn peningamála landsins.
Varla væri hægt að sýna þjóðinni meiri lítilsvirðingu, en með slíkum fuckings dónaskap.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 14:10
Samfylkingin er hrunflokkur númer eitt, aðalmeinið í íslenzkri pólitík, sem fór með málefni hinna hrundu banka og hins liðónýta bankaeftirlits, auk heldur reglugerðarvald og stefnumótun á sviði bankamála, að ógleymdu því að vera árum saman helzta málpípa verstu þrotafyrirtækjanna. Þegar þar við bætist, að hráþýddar tilskipanir frá Brussel áttu mestan hlut í útrás bankanna, og þær eru til komnar út af óviðunandi samningum Jóns Baldvins, geta allir upplýstir menn séð, að hrunið var, hvað stjórnmál varðar, alfarið í boði Samfylkingarinnar, sem fitnaði líka á því eins og púkinn í fjósinu.
Tillaga Páls er góð. Allt er til vinnandi, svo að brjóta megi Samfylkinguna endanlega á bak aftur!
Sigurður (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 14:57
Já, merkilegt með þessa sífelldu og þvældu endurtekningu, eins og sé ekki nógu oft búið að sýna fram á hvað þessi niðurrifsflokkur Jóhönnu stendur fyrir. Gott hjá Sigurði.
Elle_, 19.1.2013 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.