Þriggja flokka maður talar um valdabrölt

Guðmundur Steingrímsson var í Samfylkingunni þangað til honum bauðst þingsæti hjá Framsóknarflokknum, sem hann þáði. Þegar Guðmundi varð ljóst að hann átti ekki fylgi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi söðlaði hann um og stofnaði Litlu samfylkinga, sem formlega heitir Björt framtíð.

Þriggja flokka maðurinn talar um valdabrölt á alþingi. Ferill Guðmundar er varðaður valdabrölti þar sem þrír stjórnmálaflokkar koma við sögu á fáum árum.

Í takt við annað lýsir Guðmundur sjálfum sér ekki sem fylgjanda aðildar Íslands að Evrópusambandinu heldur er hann ,,viðræðusinni" sem vill ,,klára málið." Þrátt fyrir að margbúið sé að reka ofan í hann þvæluna um að hægt sé að ,,kíkja í pakkann" rembist Guðmundur við að telja þjóðinni trú um að óskuldbindandi samningur sé í boði.

Ásamt valdabröltinu stundar Guðmundur skefjalausar blekkingar.


mbl.is „Er þetta flókið?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Páll þú verður að fyrirgefa Guðmundi Steingrímssyni það að hann er óttalegur kjáni í Pólitík..

Vilhjálmur Stefánsson, 16.1.2013 kl. 17:00

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

ESB-hernaðarbandalagið snýst ekki um að friða býflugur, (eins og ætla mætti af fréttaflutningi íslenskra "fjölmiðla", heldur snýst það um að hertaka með skriðdrekum og ófriði, allt sem er verðmætt utan vestræna valdakjarnans.

Og þetta ESB-USA-AGS-bankaræningja-hernaðarelítuveldi kalla sumir friðarbandalag?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.1.2013 kl. 17:06

3 identicon

Guðmundur Steingrímsson er alltaf í Morfís leik.

Svoleiðis fólk á bara alls ekki að vera í Alþingishúsinu.  Alls ekki.

jonasgeir (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 17:19

4 identicon

Þessi tilraun Guðmundar til að komast til valda í íslenskri pólitík er í besta falli aumkunarverð.

Ómar Jónsson (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 17:49

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og það er ekki hægt að segja að hann hafi ekki fengið brautargengi, margir framámenn í Samfylkingunni skrifa um Bjarta framtíð, sem sé ekki bóla og sem væntanlegan stuðningsmann Samfylkingar í næstu ríkisstjórn. 

Hann fékk til og með að vera með í Kryddsíld stöðvar tvö sem ég ekki alveg, því af hverju ekki öll nýju framboðin þá? af hverju ekki Dögun, Samstaða, Hægri grænir, Kristilegir Humanistar og hvað þessi framboð nú heita.  Ef einn flokkur fær að vera með af hverju ekki allir?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2013 kl. 18:18

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það væri reyndar gaman að fá skýringu stöðvar tvo á því af hverju Björt framtíð ein flokka fékk að vera með.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2013 kl. 18:18

7 Smámynd: Sólbjörg

Augljóst af hveru Bjarta flokksóvitabarnið sem Samfylkingin fæddi fékk að vera með í Kryddsíldinni ríkisstjórnarfjölmiðilinn sá til þess að "fjölskyldan" væri saman í þættinum.

Sólbjörg, 17.1.2013 kl. 13:06

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já sennilega.  Ef fólk sér ekki í gegnum þetta brölt þá er það blint á báðum augum og heyrnarlaust að auki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2013 kl. 13:12

9 identicon

Það eru meðmæli með stjórnmálamanni að vera ekki hlekkjaður við "flokkinn sinn". Óskandi væri að fleiri væru svo kjarkaðir að stíga úr flokksjötunum.

Páll (IP-tala skráð) 17.1.2013 kl. 21:23

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En ef flokkaflakkið er nú runnið undan þeim rifjum að flakkarinn vil í æðstu metorð og fær því ekki framgengt?  Er það líka rosalega kjarkað?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2013 kl. 21:25

11 identicon

Það er þín kenning um þessa gjörninga og byggir á þínu hugarþeli. Þetta virðast vera viðhorfum um að menn hafi illt í huga.

Það er allt eins líklegt, og í raun líklegra, að maðurinn hafi ekki illt í huga og sé einungis að reyna að finna fjöl sína í steingeldu stjórnmálaumhverfi Íslands.

Maður þarf nú ekki að horfa lengi yfir pólitískt landslag hérna til að sjá að flokkarnir eru í járngreipum gömlu pólitísku þrasaflanna.

Páll (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 22:59

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Páll viltu þá segja okkur af hverju Björt framtíð fékk sinn fulltrúa inn á borð stjórnmálanna í kriddsildinni, en ekki aðrir nýjir flokkar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2013 kl. 01:55

13 identicon

Ekki veit ég hvernig þér dettur í hug að ég, sótsvartur almúgi í þessu landi, á að geta svarað því. Hefurðu prófað að senda e-mail á Stöð 2 og spurt þá?

Hins vegar var BF ekki einn nýrra flokka í Kryddsíld, þar voru fulltrúar Dögunnar líka.

Páll (IP-tala skráð) 19.1.2013 kl. 13:22

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei reyndar ekki.  Þór Saari var fulltrúi Hreyfingarinnar eins og í fyrra og þar áður. Það hafði í raun ekkert með Dögun að gera. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2013 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband