Miðvikudagur, 16. janúar 2013
Samfylking: undanþága frá atvinnuleysi ESB
Viðræðusinnar, bæði í Samfylkingu og Litlu samfylkingu, tíunda einatt lægri vexti og lægra matvöruverð við myndum njóta með inngöngu í Evrópusambandið. Aldrei heyrist múkk frá þessum laumu ESB-sinnum um atvinnuleysið í Evrópu.
En vitanlega er skýring á því.
Í aðildarviðræðunum, sem núna eru á hægferð, verður vitanlega samið um undaþágu frá ESB-atvinnuleysi, sem liggur nálægt 12 prósentum, til að við fáum haldið hinu séríslenska atvinnuleysi sem er helmingi minna.
Eða verður það ekki ábyggilega samningsafstaða Íslands?
Lágt atvinnuleysi í alþjóðlegum samanburði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ESB aðild er atvinnuskapandi fyrir sérfræðinga en íþyngjandi fyrir almenning.
Sigurður Þórðarson, 16.1.2013 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.