Össur uppgötvar fullveldisframsal; bankarnir undir Brussel

Kjarninn í Evrópusambandinu, evru-ríkin 17, rær lífróður til að bjarga sameiginlegum gjaldmiðli. Til að setja undir margvíslegan leka á samstarfinu er reynt að auka samruna með tilheyrandi fullveldisframsali þjóðríkja.

Í orðaskiptum á alþingi við Bjarna Benediktsson viðurkenndi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra að fullveldisframsal væri nokkru meira en ráðgert var í upphafi. Það er síst ofmælt.

Samkvæmt fyrirætlunum ESB færu allir íslensku bankarnir undir bankaeftirlit Evrópska seðlabankans, jafnvel þótt mun stærri bankar, t.d. í Þýskalandi, slyppu við eftirlitið. Ástæðan er sú að reglurnar um hvaða bankar falla undir eftirlitið taka mið af stöðu þeirra í heimalandinu. Þrír stærstu bankar sérhvers þjóðríkis skulu undir eftirlitið.

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, útskýrir reglurnar í nýlegum pistli

Die EZB wird Finanzinstitute beaufsichtigen, die für das europäische Finanzsystem von systemischer Bedeutung sind. Dies sind diejenigen, die entweder eine Bilanzsumme von mehr als 30 Milliarden Euro haben oder deren Bilanzsumme ein Fünftel der Wirtschaftsleistung ihres Heimatlandes erreicht oder die drei größten Institute eines jeden Landes sind.

Þýskir bankamenn frábáðu sér afskipti ESB að rekstri héraðsbanka þar í landi og því voru reglunar sniðar til að taka á ,,kerfisáhættu". Íslensku smábankarnir yrðu settir undir sömu reglur og stærstu bankar Evrópu. 

Íslensku bankarnir stæðu aldrei undir regluveldi sem sniðið verður fyrir stærstu banka álfunnar. Hér yrðu aðeins rekin útibú frá erlendum stórbönkum, ásamt Sparisjóði Svarfdæla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Íslensku bankarnir stæðu aldrei undir regluveldi sem sniðið verður fyrir stærstu banka álfunnar. Hér yrðu aðeins rekin útibú frá erlendum stórbönkum, ásamt Sparisjóði Svarfdæla. "

Hm, ertu farinn að gylla ESB aðild? Það væri margt verra en slík niðurstaða!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband