Þriðjudagur, 15. janúar 2013
Þjóðin sótti ekki um, Ögmundur
Þjóðin sótti ekki um aðild að Evrópusambandinu, heldur meirihluti alþingis þar sem svikulir þingmenn VG riðu baggamuninn. Ögmundur Jónason er einn þeirra þingmanna sem sögðu já við þingsályktunartillögu Össurar Skarphéðinssonar þann 16. júlí 2009.
Ögmundur var með nýfengið umboð frá kjósendum til að halda Íslandi utan Evrópusambandsins þegar hann sveik lit.
Núna talar Ögmundur um að það þurfi að leita til þjóðarinnar vegna 16.-júlí svika þingmanna VG. Nei, alls ekki, alþingi þarf að endurspegla vilja þjóðarinnar og afturkalla ESB-umsóknina.
Ögmundur reynir að bera kápuna á báðum öxlum og hefur gert það allt kjörtímabilið. Eftir hundrað daga ætla kjósendur að finna hann og aðra svikula þingmenn VG í fjöru.
Þarf að leita til þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loddari og ofstækismaður.
Karl (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 18:49
Vissulega á bara að stoppa það sem við vorum aldrei spurð um og vildum aldrei að farið væri í í fyrstunni. Það er órökrétt og ótrúverðugt og algjör óþarfi að tala um að spyrja þjóðina núna.
Elle_, 15.1.2013 kl. 19:08
Auðvitað á þetta vesæla þing að samþykkja nú þegar að vísa málinu til þjóðaratkvæðugreiðslu þar sem spurt væri:
Vilt þú að Ísland gangi í ESB? Já eða Nei.
En hver er hin raunverulega afstaða Ögmundar og D-13 Icesve III pútna Sjálfstæðisflokksins til þess? Þarf ég virkilega að rekja þetta enn einu sinni fyrirþig Páll, sem ert nú loðinn sem maddaman og vilt halda öllu opnu líkt og ávani hennar hefur verið? Ég skal endurtaka söguna hér:
Það voru 4 konur sem allar höfðu gefið vilyrði sitt í tölvupóstum til mín um að vinna þver-pólitískt að því að koma þessu máli á dagskrá þingsins. Það voru Lilja Mósesdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Jafnframt höfðu Gunnar Bragi Sveinsson, sem formaður þingflokks Framsóknar, Jón Bjarnason og Atli Gíslason heitið því.
En málið strandaði að lokum á því að Ögmundur vildi ekki styðja málið og þá flýði Guðfríður Lilja heim, væntanlega að skipun Ögmundar Jónassonar.
Það var sem sagt Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja sem guggnuðu, þau hugsa bara um að halda skítlegasta lyga- og svikaflokknum VG saman.
Það hefði verið hægur vandi fyrir Ögmund að bjóða Bjarna Ben. að sprengja stjórnina, gegn því að þingflokkur "Sjálfstæðis"flokksins samþykkti að virkja lyðræðið og vísa málinu strax í kjölfarið til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Illuga Gunnarssyni, sem þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, sendi ég því einnig tölvupóst um að þingflokkur hans og Bjarna Ben. kæmi að málinu. Svar barst aldrei frá þeim leiða ESB dindli. Hafa skal það sem sannast er.
Skömmin er puntudúkkanna 12 sem samþykktu Icesave III, aðgöngumiðann að ESB og Illuga Gunnarssonar, sem var þá óþinghæfur sem sá 13. vegna sjóðs 9.
Aum verða pólitísk eftirmæli puntudúkkanna D-13 og Ömma og Guðfríðar.
Lilja Mósesdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Jón og Atli.
Það er tími til kominn að Ögmundur girði brækurnar upp um sig og afhjúpi þá um leið Icesave III D-13 flokkinn.
En kannski hann sé of mikil opin-ber kerfislæg gunga til þess að afhjúpa Bjarna Ben. og restina af D-13
Allur þingflokkur 4-flokksins er meira og minna gegnumrotinn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 19:32
Það þjónar rotnum þingflokkum 4-flokksins kannski best að hafa málið "opið",
bara hægja á, bara að stöðva og bíða sem hooker á götuhorni.
Það er háttur þingflokka 4-flokksins þegar hunsa skal lýðræðislegan vilja þjóðarinnar.
Nei, nú er mál er að linni.
Það mun aldrei ríkja hér sátt um eitt né neitt nema þjóðin,
sem fórnarlambið í þessu fáránlega aðlögunarferli,
fái sjálf, eigi síðar en samhliða þingkosningum, að segja sitt dúndrandi NEI.
4-flokknum er ekki treystandi til þess að víla og díla um málið innan morkinnar og gegnumrotinnar sjórnsýslunnar og stofnana ríkisvaldsins.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 19:44
“Þjóðarvilji” er orð sem þjóðrembingar og populistar nota mikið. Það er hinsvegar ekki hægt að tala um “vilja” þjóðarinnar í eins stóru og afdrifaríku mála og það að gerast aðili að ESB, fyrr en hún, þjóðin, hefur gert upp hug sinn eftir að hafa verið upplýst eins vel og hægt er um hvað málið snýst. En sá þáttur er eftir, er ekki einu sinni hafinn.
Alþingi bar að ákveða hvort sækja skyldi um og síðan verður þjóðin látin kjósa, eftir að hafa verið upplýst um pro og contra.
Nú má vera þeirrar skoðunar að Alþingi hefði aldrei átt að samþykkja aðildar- eða aðlögunarviðræður við Brüssel, en það er annað issue. Og auðvitað verður síðasta orðið að vera hjá þjóðinni, hvað annað.
Við viljum ekki endurtaka frekjugang afglapanna Dabba og Dóra, er þeir settu okkur á lista hinna viljugu þjóða og skáluðu fyrir því.
En fólk verður líka að hafa í huga að afstaða margra þeirra sem á móti eru, einkennist af þjónustu við hagsmunaklíkur, til að nefna LÍÚ, heildsala og bændasamtökin, versta afturhaldshóp innbyggjara. Afkomendur þeirra sem lásu ekki Halldór Laxness og mótmæltu símanum á sínum tíma.
Líklega eitt glannalegasta dæmið um afdalamennsku og íhaldssemi í okkar annálum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 20:21
Sæll Páll; sem aðrir gestir, þínir !
Ögmundur Jónasson; hefir verið undirferlis pjakkur, ALLA TÍÐ.
Tiltölulega nothæfur þó; sem fréttamaður Ríkisútvarpsins, fyrrum, svo fram komi, að nokkru.
Þegar ég gekk á hans fund; Sumarið 2009 - í ráðuneytið, til þess að æskja liðsinnis hans, við undirbúning nýrrar Áburðarverksmiðju norður við Hrútafjörð, sem ég vildi styðja frændur mína Húnvetninga með - sem og nágranna þeirra; Strandamenn og aðra, kom hans sér jafnan undan, að hitta mig, og bar öllum fjandanum við, Helvízkur Hrappurinn.
Svo; aldrei hitti ég gripinn, og er það kannski skaðlaust, þessum Andskotans Kommúnistum, er ekki treystandi fyrir nokkurt húshorn, fremur en Kapítalistunum, svo sem.
Þetta lið; er gjörsamlega á skjön, við okkur Falangistana - okkur; yst úti á Hægri brúninni, og þorir helzt ekki, að mæta einurð okkar, sem kappsemi, í málfylgju hverri, sem þessi Áburðarverksmiðja var / og er reyndar enn, í mínu hugskoti, fyrir hönd Norðanmanna - sem annarra landsmanna.
Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 20:28
þetta er rangt. VG var með heimild flokks stofnanna og kjósenda að opna umræður um ESB og tryggja það að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um Aðildarsamning Íslands að ESB.
það gekk svo og eftir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2013 kl. 21:40
Ps. líka rétt ábending hjá Hauki, að óskaplega þreytandi útflöggun sífellt á einhverjum ,,þjóðarvilja" útí bæ.
Við vitum alveg að afstaða til ESB hefur verið rokkandi í ýmsum könnunum á ákv. tímabili og engst af flestir fylgjandi aðild.
Viðræður og Aðildarsamningur Íslands að ESB uppá borð hefur verið langtíma ferli.
þetta mál verður að útkljá allavega tímaundið. það verður ekki gert nema þjóðin taki upplýsta ákvörðun. Upplýst ákvörðun verður aðeins tekin þegar Aðildarsamningur Íslands að ESB verður kominn uppá borð og kynning á samningi hefur farið fram. þannig virkar lýðræðið.
Hitt, þetta með að kjósa um hvort kjósa skuli um Aðildarsamning - það er eins og hver annar djókur og ber að meðhöndla þannig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2013 kl. 22:32
Mér þykir það vægast sagt undarlegt ef Haukur Kristinsson vill, líkt og Páll Vilhjálmsson, afneita því að þjóðin fái að kjósa um þetta mál.
Í þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi í ljós hver vilji meirihluta landsmanna væri.
Ætlar Haukur Kristánsson að afneita því?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 22:49
Ætla Haukur Kristinsson að afneita þjóðaratkvæðagreiðslu?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.1.2013 kl. 22:50
Nokkuð lunkin spurning.
Eg svara henni fyrir minn hatt; Já - nema að lýðræðislegt upplýsingaferli um nefnt Samband eigi sér stað og þá þarf Aðildarsamning sem kemur á eftir Aðildarviðræðum og samhliða og/eða á eftir þarf að fara fram ítarleg upplýsingagjöf um ESB og má sú upplýsingagjöf eigi vera minni í fermetrum talið en skipulegur áróður Andstæðinga ESB og þar er ðallega við að eiga sérhagsmunaklíkur ímiskonar.
þá, og þá aðeins, getur farið fram þjóðaratkvæði um málið.
Að kjósa um hvort skuli kjósa - er eins og hver önnur þvæla og í raun djókur barasta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.1.2013 kl. 23:13
Ómar Bjarki; fyrir það fyrsta þá hafði flokkurinn (VG) ekki umboð til að sækja um aðild og spyrja svo hvort við vildum inn. Það átti að spyrja fyrst og sækja svo um ef þjóðin óskaði.
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson
Stjórnarmaður VG Grundarfirði
Og þar hefur þú það hvar í flokki ég er (var ef Jón hverfur líka á braut).
Ólafur Björn Ólafsson, 16.1.2013 kl. 00:16
Já, þið eruð ekkert vinstimenn. þið eruð aðallega átthagasinnaðir framsóknarmenn sem skortir alla heildarsýn og markmið sem nútíminn krefst.
þar fyrir utan var það þannig að ákveð var að Alþingi, kosið af þjóðinni - þjóðarvilji, fram fram fylking og allir þeir bræðir kusu sem fulltrúa sína. þjóðaratkvæðagreiðsla.
Allir flokkar samþykktu Aðildarumsókn. Dæmið var sett í lýðræðislegt ferli og er það vel og bara hið besta mál.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.1.2013 kl. 00:35
Er þá Eiríkur Bergmann átthagasinnaður framsóknarmaður Ómar Bjarki?
Hann talar nú fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu,
enda hafi til þessa ferlis verið stofnað til meira af kappi, en forsjá.
Innan Samfylkingar þinnar Ómar Bjarki er nú hver armurinn upp á móti öðrum.
Má ég því spyrja þig Ómar Bjarki, í hvaða armi Samfó ert þú? Kannski hægri armi Árna Páls?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.1.2013 kl. 02:59
Það á að stoppa þetta. Við þurfum ekki að kjósa um það sem við báðum aldrei um og vorum ekki spurð um, nema kannski að skrifa eigi undir sáttmála líka, án þess að við verðum spurð, en þá förum við til forsetans, eins og í ICESAVE.
Elle_, 16.1.2013 kl. 18:17
Ómar lætur eins og hann geti ekki hugsað. Lestu aftur hvað Ólafur sagði við þig að ofan: - - fyrir það fyrsta þá hafði flokkurinn (VG) ekki umboð til að sækja um aðild og spyrja svo hvort við vildum inn. Það átti að spyrja fyrst og sækja svo um ef þjóðin óskaði.
Og svo ef þeir væru ekki vinstrimenn? Væri enginn skaði.
Elle_, 16.1.2013 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.