Þriðjudagur, 15. janúar 2013
VG vill ekki tala um ESB-umsóknina
Álfheiður Ingadóttir var líkt og aðrir þingmenn VG kosin til alþingis vorið 2009 á grundvelli þeirrar stefnu flokksins að Íslandi væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.
Álfheiður og meirihluti þingflokks VG sveik yfirlýsta stefnu flokksins, og þar með kjósendur, með því að samþykkja 16. júlí 2009 þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu.
Núna vill Álfheiður ekki tala um ESB-umsóknina, vegna þess það þvælist fyrir öðrum pólitískum málum. Því miður, Álfheiður, það verður talað um umsóknina þangað til að hún verður afturkölluð. Og þér er engin vorkunn: með einfaldri þingsályktun má afturkalla ESB-umsóknina.
VG spáði aldrei hraðferð í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Amen.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2013 kl. 12:23
Þá er bara ekki hægt að ræða um neitt við VG. Því ekki eru þau viðræðuhæf um efnahagsmál, heilbrigðismál, atvinnuuppbyggingu eða virkjannagerð og enn síður ólíuvinnslu.
Sólbjörg, 15.1.2013 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.