Þriðjudagur, 15. janúar 2013
Samfylkingin hætt í pólitík
ESB-umsóknin er stærsta pólitíska deilumál Íslands í seinni tíma stjórnmálasögu þjóðarinnar. ESB-umsóknin er málefni Samfylkingarinnar númer eitt, tvö og þrjú. Þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra tilkynnir að ESB-umsóknin sé tekin úr umferð fram að kosningum til að hún verði ekki pólitískt ,,bitbein" þá jafngildir það yfirlýsingu um að Samfylkingin sé hætt í pólitík.
Fréttablaðið segir frá stórpólitískri yfirlýsingu utanríkisráðherra
Utanríkisráðherra segist vonast til þess að það að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB verði til þess að forða því að ferlið verði að bitbeini fyrir komandi þingkosningar.
Samfylkingin tapaði umræðunni um ESB-umsóknina um það leyti sem hún var lögð fram, fyrir bráðum fjórum árum. Orð Össurar undirstrika hversu tapið er algert; hann þorir ekki að gera eina mál Samfylkingarinnar að kosningamáli.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.