Sunnudagur, 13. janúar 2013
ESB-svik liggja í loftinu
Báðir formannsframbjóðendur Samfylkingar veðja á að Sjálfstæðisflokkurinn muni svíkja yfirlýsta stefnu sína um að ESB-umsóknin verði afturkölluð og viðræður ekki hafnar að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samkvæmt frétt RÚV segist Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ekki ætla að svíkja yfirlýsta stefnu um viðræðuslit. Bjarni er á hinn bóginn ekki sá rásfastasti í pólitíkinni.
Í Sjálfstæðisflokknum starfa ESB-sinnar, samfylkingardeildin svokölluð, sem mun vinna í þágu Samfylkingar og grafa undan yfirlýstri stefnu flokksins.
Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu eiga traustari bandamann í Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokki.
Athugasemdir
100% það liggur í loftinu
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 10:55
Frammarar eru skotheldir!
Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2013 kl. 10:58
Bjarni sagði á fundinum þegar hann var spurður hvort hann gæti lofað því að ekki yrði haldið áfram viðræðum við ESB nema að kosið yrði um það áður,hann sagði já en svo er spurning hvort hann standi við það.....
Marteinn Unnar Heiðarsson, 13.1.2013 kl. 11:54
X B ekki ESB
þór (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 12:04
Þarf Sjálfstæðisflokkurinn að lána Framsókn nokkur atkvæði til að bæta vígstöðuna? Burt með allt þetta lið.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 12:08
Camoron, eins og margir flokksfélagar hans í íhaldsflokknum kalla hann, rær víst öllum árum að því að fara ekki eftir flokksvilja.
Það hefur verið mín tilfinning að hann og Bjarni Ben séu alls ekki ólíkir, lærðir pólitíkusar sem tala óljóst og almennt, til að forðast að vera negldir seinna á afdráttarlausum svikum.
Lærðir pólitíkusar verða aldrei leiðtogar, þeir eru ástríðulausir framamenn sem eyða mestu púðrinu í að styrkja sjálfa sig í sessi, hægt en örugglega.
Ef Bjanri Ben kýs að halda áfram viðræðum við ESB, þá finnur hann eitthvað úrræði, einhverja orðaleppa sem eiga að sefa mótþróa og andstöðu. Það er nefnilega þannig, að fyrir framapólitíkusa, er ESB fyrirheitna landið. Einu sinn inn í elítuna, og þér er borgið fyrir lífstíð.
Þarna er vandi Sjálfstæðisflokksins, hans framtíð er ekki endilega framtíð Bjarna. Það eru sennilega fleiri kjósendur en ég, sem hugsa sem svo, að atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum, sé atkvæði greitt framtíð Bjarna.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 13:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.