Handboltalandslið Stöðvar 2

Auðmannasjónvarpið Stöð 2 keypti sýningarréttinn að heimsmeistarakeppninni í handbolta þar sem landslið Íslands spilar. Handboltalandsliðið er fjármagnað með opinberu fé og öll handboltafélög landsins eru rekin með framlögum skattgreiðenda.

Skattgreiðendur halda einnig uppi ríkissjónvarpsstöð, RÚV, sem til skamms tíma sýndi öll stórmót þar sem landslið Íslands keppti.

Við getum þakkað það ríkisstjórn Samfylkingar og VG að Stöð 2 Jóns Ásgeirs einokar HM í handbolta í læstri dagskrá.

Í fyrsta lagi var það gefið út í upphafi ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. að Stöð 2 væri í náðinni - þar af leiddi fékk Jón Ásgeir lánafyrirgreiðslu hjá Arion og Landsbankanum og hélt eignarhaldi sínu á stöðinni. Í öðru lagi sveikst ríkisstjórnin um að setja lög sem skylda að stærri íþróttaviðburðir skuli sýndir í opinni dagskrá.


mbl.is Ekkert HM í handbolta á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú eru íslenskar kvikmyndir einnig styrktar með almannafé. Ættu skattgreiðendur þá einnig að borga fyrir frumsýningu RÚV á Djúpinu? Er ekki eðlilegra að þeir borgi sem á vilja horfa?

Karl (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 16:02

2 Smámynd: Hilmar Sigurðsson

Sammála !

Oft er hægt að horfa á netinu hér:  http://www.hahasport.com/v-4/10/74/v-507432.html  merkið virðist komið, en oft er það svo að sendingar nást ekki til þeirra landa, sem eigast við :(

e.t.v þessi líka:  http://www.streamhunter.eu/handball-liv ... video.html

Hilmar Sigurðsson, 12.1.2013 kl. 16:06

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já, það er vandfundið það sem þessi ríkisstjórn ber ekki ábyrgð á, hérlendis eða erlendis. Auðvitað ber ríkisstjórnin ábyrgð á öllu sem fer í skapið á síðuhafa, hverjum öðrum er svo sem til að dreifa? 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.1.2013 kl. 16:44

4 identicon

Nú er ég með stöð 2 sport, en það er ekki til þess í minum huga að horfa á handbolta, heldur til að horfa á fótbolta meistaradeildinna, FA Bikarinn enska og enska deildar bikarinn. Hvað lansliðið í handbolta varðar þá hef ég ekki mikin áhuga á handboltanum. Engu að síður þá er þetta skandall ekki að handboltinn sé í læstri heldur skildu áskriftinn að RUV, það sem þarf að gerast er að hún fari úr skildu áskrift og fréttir séu einungis í opini dagskrá. Held að það sé fullt af fólki sem hefur horft á fréttir stöð 2 í gegnum tíðinn en aldrei greitt fyrir restinna af stöðinni. 

Kristján (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 16:46

5 identicon

Já það er ansi slæmt að sjálft landslið Íslands er læst á Stöð 2. 7000 kr. takk.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 17:25

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Afhverju að sleppa því að minnast á ábyrgð ESB þessu viðvíkjandi?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2013 kl. 17:53

7 identicon

Ég kýs að fara á pöbbinn frekar en að hanga heima í stofunni, ef ég kemst ekki á leikinn. Mun skemmtilegra að vera innan um fjölda fólks.

Guðjón Ólafs (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 18:01

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þetta fyrirkomulag með ríkisútvarp og sjónvarp er komið svolítið til ára sinna.Á þessum nýjustu tímum gildir að vera með frjálsar útvarps-og sjónvarpsstöðvar en ekki með skylduáskrift.Ef þessi skylduáskrift væri ekki gæti fólk þessvagna eytt peningunum í að kaupa sér áskrift hjá þessari"auðmannastöð" eða kannski yrði pláss fyrir einhverja aðra stöð.En sýningarrétturinn í HM í handbolta er seldur hæstbjóðenda og kannski ekki rétt að RÚV sé að nota peninga almennings til þess.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.1.2013 kl. 18:58

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Mér er nokk sama þótt Stöð2 syni keppnina, enda dauðleið a röskun frettatima vegna einhverra íþróttaatburða. En þeir sem vilja geta komið ser ut ur husi og séð leikina a stóru tjaldi i Norrænahusinu.

Astæðulaust að væla yfir þessu, þvi þetta myndir aðeins auka hallann a RUV sem við þyrftum að borga aukalega. Hvort sem við horfðum a eða ekki.

Ragnhildur Kolka, 12.1.2013 kl. 20:45

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þá er komið að þeim sem hafa minnstu möguleika til að skreppa á pöb eða Norrænahúsið,að æmta. Einu sinni var það ævintýri að hlusta á beinar lýsingar frá útlöndum,ágætt að taka þann sið upp aftur,bakka út úr þægindunum.

Helga Kristjánsdóttir, 12.1.2013 kl. 21:58

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áttu íþróttir ekki að vera holl hreyfing og heilbrigði?

Hvert erum við komin?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.1.2013 kl. 22:30

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Nákvæmlega Anna, hvað varð um heilbrigða sál í hraustum líkama, drenglyndið og ungmennafélagsandann ? Er það orðið pólitík LÍKA ?

hilmar jónsson, 12.1.2013 kl. 22:54

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hilmar minn. Þessi ómetanlegu auðæfi sem þú telur hér upp, eru því miður orðin að rotinni pólitík LÍKA!

Það er ekki mögulegt að horfa fram hjá þeirri sorglegu staðreynd.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.1.2013 kl. 23:26

14 Smámynd: Rafn Guðmundsson

væri nú ekki frekar að gagnrýna:

Handboltalandsliðið er fjármagnað með opinberu fé og öll handboltafélög landsins eru rekin með framlögum skattgreiðenda.

Rafn Guðmundsson, 13.1.2013 kl. 00:43

15 identicon

Ragnhildur Kolka skrifaði "Mér er nokk sama þótt Stöð2 syni keppnina, enda dauðleið a röskun frettatima vegna einhverra íþróttaatburða. En þeir sem vilja geta komið ser ut ur husi og séð leikina a stóru tjaldi i Norrænahusinu. "

Takk fyrir það að álíta að allir byggju í 101 Reykjavík. Hvað með okkur út á landi sem að borgum téðann nefskatt en höfum ekki aðgang að Stöð Tvö né getum við farið eins og ekkert sé í NorðrænaHúsið Það eru nefnilega ansi margir sem að hafa ekki aðgang að Jón Ásgeirs stöðinni vegna búsetu en borga samt fyrir landsliðið og ykkur í Höfuðborginni en fá eingöngu svona kjaftæði í staðinn. Ekki framleiðir þú mikinn gjaldeyri fyrir land og þjóð er það?

Keli (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 02:22

16 identicon

Stöð 2 sport yfirbauð ekki RÚV til að tryggja sér útsendingarréttinn. RÚV hafði ekki áhuga þannig að ef ekki væri fyrir Stöð 2 sport þá væri ekki verið að senda frá neinum leikjum á HM. Og ég býst líka við því að væri RÚV að senda frá leikjunum þá væri örugglega jafn stór og hávær hópur að mótmæla eilífum útsendingum frá boltakeppnum. Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis og verum bara ánægð með, þ.e.a.s. við sem höfum áhuga á handbolta, að það sé möguleiki að sjá leikina. Flestir hljóta að þekkja einhvern með áskrift, líka úti á landi og geta fengið að horfa.

Ragga (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 09:47

17 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Allir Aronarnir eru að tapa stórt, og grunar mig að það sé vegna þess að þeir eru ekki sýndir á RÚV.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.1.2013 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband