Laugardagur, 12. janúar 2013
Hringurinn þrengist um Steingrím J.
Steingrímur J. formaður VG samdi við Evrópusambandið um að fresta erfiðustu köflunum í aðlögunarviðræðunum gagngert til að halda umsóknarferlinu lifandi fram yfir kosningar. Björn Bjarnason hefur tímasett samninga Steingríms J. við ESB í janúar 2012.
Steingrímur J. er svikull stjórnmálamaður, en hann er enginn bjáni. Svikin þjóna markmiði. Frá miðju ári 2011 og fram eftir ári 2012 vonaðist Steingrímur J. eftir því að ferli sameiningar hæfist á milli Samfylkingar og VG.
Hann og Jóhanna Sig. formaður Samfylkingar áttu með sér samskipti þar sem gagnkvæmt traust þeirra á milli var staðfest með því að Jóhanna fórnaði ráðherra sem Steingrímur J. hafði óbeit á, Árna Páli, og í staðinn fékk Jóhanna á fati pólitískt höfuð Jóns Bjarna. Þetta var fastmælum bundið sumarið og haustið 2011 og hrint í framkvæmd um áramót.
Jóhanna Sig. gaf tóninn um mitt sumar 2011 þegar hún flutti ræðu á fundi Samfylkingar og bauðst til að leggja niður flokkinn ef það mætti verða til þess að stækka hann. Jóhanna sagði
Samfylkingin á að standa öllum þessum hópum opin og við eigum að vera reiðubúin að ganga til móts við þá sem vilja stíga skrefið til fulls og leggja þessum mikilvægu málefnum lið í samstarfi við okkur. Breytt skipulag, nýtt nafn, ný forysta eða annað á ekki að standa í vegi fyrir því að þessi mikilvægu málefni fái kröftugan framgang og jafnaðarmenn í öllum flokkum geti sameinast á öflugum flokksvettvangi. Í þessum efnum má ekki standa á okkur í Samfylkingunni
Sterk samstaða formannanna, þar sem Steingrímur J. vissi að Jóhanna ætlaði brátt að víkja, og opið tilboð um að leggja Samfylkinguna niður með samruna við VG var næg ástæða fyrir Steingrím J. til að fórna ESB-andstöðunni.
Steingrímur J. gerði út Katrínu Jakobsdóttur varaformann að boða sameiginlegt framboð Samfylkingar og VG. En það tókst ekki að kveikja áhuga á sameiningu Samfylkingar og VG. Þegar leið á árið 2012 fór plan þeirra Steingríms J. og Jóhönnu Sig. í vaskinn.
En þá var Steingrímur J. búinn að semja við Brussel um að halda lífi í ESB-umsókninni fram yfir þingkosningarnar 2013.
Össur hlýtur að hlægja sig máttlausan yfir hégómleika Steingríms J. sem trúði í eitt ár að hann yrði formaður í sameinuðum flokki vinstrimanna en sér núna fram á gjöreyðingu VG.
Athugasemdir
Það hefur lengi verið von þeirra sem afneituðu kommunisma og róttækri vinstri stefnu, áttu jafnvel sitt pólitíska athvarf til hægri við miðjuna, en gátu samt ekki hugsað sér að taka þátt í spillingar- og klíku-plebba-pólitík sjallabjálfanna, að upp risi “genuine” Jafnaðarmannaflokkur eða Social Democratic flokkur með 30-40% fylgi. Slíkir flokkar hafa verið fánaberar sterkustu lýðræðis- og menningarþjóða Evrópu.
En Ísland áttu aldrei því láni að fagna, krata greyin hafa alltaf átt í miklu basli og barningi, um það hafa verið skrifaðar heilar bækur.
Því voru hugmyndir Jóhönnu og Steingríms um einn sterkan vinstri flokk, ef slíkar hugmyndir voru á annað borð til, ekkert vítarverðar né einhver “nonsense”.
Mín vegna mega “grumpy old men” gera lítið úr slíku og smíða samsæriskenningar, “so what”?
En algjör óþarfi af Páli Vilhjálmssyni, gömlum jafnaðarmanni að taka undir slíkt og vekja athygli á bullinu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 15:07
Það sem er umhugsunarvert er hve sterkur sósíalisminn er í íslendingum, og þó. Vinstrimenn hafa áratugum saman haldið uppi árásum á hægrimenn og frelsisþenkjandi fólk með skítkasti og uppnefningum eins og sést hér á athugasemd Hauks;
"spillingar- og klíku-plebba-pólitík sjallabjálfanna", " “grumpy old men”, "smíða samsæriskenningar" bla bla bla. Jóhanna sjálf sem á að vera leiðtogi þjóðarinnar öskrar "íhaldið", "róttæk frjálshyggja" etc. Það má vera að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í eina tíð tekið þátt í spillingunni sem viðgékkst í þeim bullandi ríkisrekstri sem var hér á íslandi. En þeir mega þó eiga það að hafa oftast staðið vörð um einkaframtakið. Það sem er gott við Sjálfstæðisflokkinn er að á síðustu áratugum hefur hann þróast meir í átt að hreinni frelsishyggjuflokk með lækkun skatta og auknu athafnafrelsi fyrir alla, líka vinstrimanna, sem öfundast útí allan atvinnurekstur og þá sem ná árangri sem erfiði og dugnaði. Allra best væri að sjá Vg hverfa af sjónarsviði stjórnmála á íslandi og öfgafólkið sem á þar skálkaskjól. Eina von vinstrimanna á Íslandi er nú sem oft áður að fara í felulitina, breyta um nafn, stofna nýja flokka, sameinast undir nýjum merkjum og halda áfram blekkingum og tala um jöfnuð með skattpíningu en kalla skattahækkun skattalækkun. En eins og við vitum er vel mögulegt að þeim takist nákvæmlega það og komist aftur til valda í næstu kosningum, með áframhaldandi hægum sósíalískum dauða fyrir Ísland, skattpíning, flótti fyrirtækja, fólksflótti, lækkandi fæðingartíðni,..., fullkomið Sovíet-Ísland. Já, fáránleikinn er fullkominn í vinstrimennskunni.
Ásgeir Ægisson (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 18:51
"Frjálst framtak, frelsi einstaklingsins, einkavæðing, athafnafrelsi, lægri skattar"; innantómir frasar sjallabjálfanna og ósjaldan euphemism á einokun, samráð og á skerðingu og niðurrif velferðarkerfisins.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 20:24
Þá held ég að sé fokið í flest skjól. Það er sem sagt enginn hægriflokkur til á Íslandi!?
Ásgeir Ægisson (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 21:25
Ásgeir, algerlega sammála þér. Lýsing þín er afar raunsönn.
Mín útskýring á muninum á hægristefnu í framkvæmd og vinstrsinnuðum er einföld en byggð á áratuga reynslu.
Hægri menn vilja athafna sig frjálst, efnast og hjálpa fjölskyldu og vinum til þess sama.
Vinstri menn vilja efnast á kostnað ríkisins en vilja ekki hjálpa neinum öðrum, hvorki fjölskyldu eða vinum. Flóknari er munurinn ekki í einföldun sinni.
Sólbjörg, 13.1.2013 kl. 20:33
"Hægri menn vilja athafna sig frjálst, efnast og hjálpa fjölskyldu og vinum til þess sama".
Sólbjörg er þarna með nokkuð góða skilgreiningu á nepotism.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 22:05
Haukur, vandi stjórnmála er meðal annars spilling og frændsemi. En hvað finnst þér um skilgreininguna á vinstri mönnum, þar sem þú tjáir þig ekkert um þann hluta? Hvernig líst þér á að kenna hana við Svartholisma.?
Sólbjörg, 14.1.2013 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.