Stjórnarskrármálið er hrein valdapólitík

Fyrir réttu ári birtist á Eyjunni skoðanakönnun sem mældi 1,9 prósent áhuga meðal þjóðarinnar á nýrri stjórnarskrá. Skoðanakönnunin staðfesti lélega kjörsókn í ólögmætum kosningum til stjórnlagaþings, en um þriðjungur kjósenda tók þátt.

Stjórnarskrármálið er rekið áfram með hreina valdapólitíska hagsmuni í huga. Vinstrihópar í samfélaginu, Samfylking, VG og aukalið á þeirra vegum, vill stjórnarskrá lýðveldisins fyrir kattarnef. Ný stjórnarskrá er liður í áróðrinum að Ísland sé ónýtt og þurfi nýja valdaelítu til að véla um málefni lands og þjóðar.

Stjórnarandstaðan á alþingi, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, á ekki að gefa tommu eftir í málin. Stjórnarskrá lýðveldisins virkar og henni á ekki að breyta. Punktur.


mbl.is Segir fræðimenn skorta heiðarleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Pistillinn lýsir þessu einkamáli Jóhönnu og Þorvaldar og co. vel.  Þjóðin nefnilega bað aldrei um nýja stjórnarskrá, aldrei, þó alltof margir haldi þessu ítrekað ranglega fram og styðji þar með þessa lygi og stjórnarskráreyðileggingu.

Elle_, 12.1.2013 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband