Föstudagur, 11. janúar 2013
20 staðreyndir um eymd evru-svæðisins
Eitt af hverjum fimm heimilum á Írlandi hýsir einn eða fleiri atvinnulausa. Frakkland og Þýskaland, efnahagsmótor evru-svæðisins sýna samdrátt í framleiðslu síðustu tíu mánuði og atvinnuleysi hefur aldrei mælst hærra í álfunni.
Um fimmtungur lána í bókum grískra banka verður aldrei endurgreiddur, atvinnuleysi í Grikklandi er 26 prósent.
Um tvær milljónir íbúða eru til sölu á Spáni þar sem fasteignaverð hefur fallið um 70 prósent. Atvinnuleysi á Spáni er slíkt að aðeins annar hver yngri en 25 ára fær vinnu.
Þessar staðreyndir og fleiri um eymdina á evru-svæðinu má lesa hér.
Athugasemdir
Meei. það er ekki mikið atvinnuleysi í Álfunni sögulega séð. það eru nokkrir þættir sem skýra örlítið hærri tölu núna en ætla mætti sem of langt mál er fara ofaní í smáatriðum hér.
Jafnframt eru örfá lönd, ss. Grikkl og Spán, sem hífa upp meðaltöl og fleira slíkt.
þessvegna þegar reynt að er að mála eitthvað ,,hrun" og ,,upplausn" í sambandi við ESB Sambandið - þá verður sú mynd aldrei trúverðug. Staðreyndin er að allt gengur mestanpart sinn gang í Europe. Allt í gúddý bara mestanpart.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2013 kl. 15:15
Það er líka bara allt í gúddý og í meira lagi fallegt í kirkjugörðum landsins Ómar.
Aumingja Ómar. Þú hlýtur að gráta daglega yfir hörmungum Evrópu. Það breytist því miður lítið þó þú segir; nei, það er víst fínt, nei, nei, nei...
Evrópa er efnahagslega búin. Þökk sé krötum og bírókrötum í fínum veislum, góðum fríum, fríðindum og súper kaffimaskínum á skrifstofunum.
jonasgeir (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 15:38
Fasteigna verð á Spáni hefur lækkað um ca 50 % en fólk er enþá að greiða sömu upphæð af sínum lánum en ekki tvöfalda upphæð eins og á íslandi. Ég hefði frekar viljað fá að greiða sömu upphæð. Ferðamannaiðnaðurinn blæðir á Spáni skiljanlega þar sem það er heimskreppa og sólarlandaferðir eru það fyrsta sem fólk neitar sér um þegar kreppir að. Desember mánuður var sá besti á Spáni síðan 1996 en um 60 þúsund mans fengu þá vinnu á Spáni. Er orðin lang þreyttur a´því að horfa upp á ESb andstæðinga koma með rangar tölur og smkiða einhverja vitleysu. Kreppan í heiminum er ekki Evrunni að kenna heldur misvitrum stjórnmála og bankamönnum.
http://news.kyero.com/2013/01/04/registered-unemployment-down-59094-in-december/
Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 15:43
Jamm Ómar, það skiptir ekki máli hversu slæmt ástandið verður í stærstum hluta ESB, það undirstrikar bara hversu gott ESB, ef ástandið er ennþá bærilegt í Þýskalandi.
Sumsé, það skiptir ekki nokkru máli þó Íslendingar fari kolflatt á því að ganga í ESB, hversu mikið lífskjörin okkar rýrni, bara að ástandið verði áfram þolanlegt í Þýskalandi.
Mikið er nú gaman að fá að skyggnast inn í takmarkaða heilastarfsemi innlimunarsinna. Maður er sáttari við sjálfan sig á eftir.
Hilmar (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 17:00
það sem þið gerið er að fara langt yfir strikið. þið missið ykkur gjörsamlega í própagandanu.
Hvernig haldið þið að það sé hægt að telja fólki trú um, núna 2013 á upplýsingaöld, að allt ,,sé að hrynja" í Evrópu og þá aðallega útaf Evrunni!?
þetta er bara kjánalegt própaganda. þetta tekur engin fyrir gilt nema útaf einhverju ritjúali eða trúarlegum forsendum.
Raunveruleikinn er sá er eg lýsi hér ofar í kommenti. þar er raunveruleikinn og staðreyndirnar. þá geta menn undireins séð hve far away þið eruð.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2013 kl. 17:08
Ekki veit ég hvaða sögu þú miðar við Ómar Bjarki, þegar þú segir að atvinnuleysi í álfunni sé ekki mikið sögulega séð.
Meðaltalsatvinnuleysi er 11,8%, sögulegt hámark.
26% atvinnuleysi í Grikklandi, var 18,9% fyrir ári síðan.
26,6% atvinnuleysi á Spáni.
37,1% atvinnuleysi meðal fólks undir 25 ára aldri á Ítalíu. Sögulegt hámark.
56,5% atvinnuleysi meða fólks undir 25 ára aldri á Spáni. Sögulegt hámark.
57,6% atvinnuleysi meðal fólks undir 25 ára aldri í Grikklandi. Sögulegt hámark.
Allar þesar tölur hafa hækkað við hver mánaðamót undanfarið og engin merki þess að sú þróun snúi til baka í bráð.
Sú staðreynd að bílaframleiðsla Frakka hefur dregist saman um 2 milljónir bíla er ekki farin að hafa áhrif á atvinnuleysi í því landi, en mun koma af fullum þunga á næstu mánuðum. Þar munu verða sett söguleg hámörk í atvinnuleysi innan skamms.
Þegar svo er komið innan þjóðar að atvinnuleysi er komið í 26,6% og meir en helmingur ungs fólks er án vinnu, er ástandið ekki lengur alvarlegt, það er skelfilegt.
Að ætla að halda því fram að ekkert sé að marka tölur um meðaltalsatvinnuleysi í ESB upp á 11,8%, af þeirri ástæðu að einhver lönd togi upp meðaltalið, er auðvitað heimskulegt. Meðan þessi lönd eru innan sambandsins telja þau, eins og þau hafa gert hingað til.
Þá er ljóst að atvinnuleysið eykst í flestum löndum ESB, mismikið en aukning samt. Þeim fjölgar hratt sem eiga við mikið atvinnuleysi að stríða.
Gunnar Heiðarsson, 11.1.2013 kl. 17:12
Eins og Ómar segir, þá er best að halda sig við staðreyndir. Og staðreyndin er nú sú að þjóðverjar eru farnir að flýja versnadi kjör og útlit og flytja hingað til noregs.
Það er alveg sama hvernig er reynt að vísa til meðaltala og draumóra, þetta er staðreynd. Hér fjölgar þjóðverum, hvað sem men reyna að telja sér trú um annað. Nokkrum þeirra hef ég kynnst og heyrt hvað þeir segja um ástandið heima fyrir. þótt allt eigi að vera svo gott í esb og sérstaklega í þýskalandi, þá sá sér þetta fólk framtíð sinni betur borgið í noregi, utan esb
Anton Þór Harðarson, 11.1.2013 kl. 17:23
Staðreyndir eru, og raunsæ nálgun, að nánast ekkert er merkilegt við meðaltal atvinnueysi í Álfunni.
þið teljið í fyrsta lagi að atvinnuleysi sé eitthvað óskaplegt vandamál í Álfunni og í annan stað teljið þið að um sé að kenna vonsku Evrunnar.
Hvorutveggja alveg barasta far át og ekki í tengslum við raunveruleika.
þetta með Grikkland og Spán og hátt atvinnuleysi þar orsakast af vadamálim innanlands á þeim svæðum. Sögulega er mikil hefð fyrir miklu atvinnuleysi á umræddum svæðum. Veðurfar þar er mjög ólíkt veðurfari norðar í álfunni.
En það sem er alveg klárt með umrædd löd að staða þeirra innan ESB og handhafa Evru er að hjálpa lönundum mikið við að kljást við efnahagsörðugleikanna. það er óumdeilt í raun.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2013 kl. 17:44
Ég sé ykkur vantar tölur, svo hér:
http://epp.eurostat.ec.europa.eu/statistics_explained/index.php?title=File:Unemployment_rate,_2000-2011_(%25).png&filetimestamp=20120502100338
Frá eurostat.
Ásgrímur Hartmannsson, 11.1.2013 kl. 18:48
Jæja Sigurður. Af hverju er þá verið að henda fólki í massavís úr íbuðum sínum a Spáni? Kanski af því margir missa vinnuna.
Þú Ómar ert auðvitað fárveikur af kratapest. Allt víst bara góða veðrinu að kenna.
Góða nótt!
jonasgeir (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 19:52
Það er erfiðara með hverjum deginum sem líður fyrir ESB aðdáendur að finna allt þetta jákvæða sem er að gerast í ESB.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2013 kl. 19:52
Bara svona af því ég var að skoða það um daginn þá er rétt að benda á að atvinnuleysi á Spáni var nú um 25% áður en þeir tóku upp evru. Það hrapaði svo niður í 8% 2007 þegar að byggingarbólan var sem mest. Það voru byggðir flugvellir sem aldrei hafa verið notaðir, Hús sem aldrei var flutt í og íbúðir í milljónatali sem átti að bjóða útlendingum. Og miðað við að verðhrunið er makalaust að þær seljis ekki. Bankar og Spánverjar fóru mjög óvarlega í fjárfestingar. Grikkir kom í ljós að hafa um áratugaskeið falsað tölur hjá sér. Lifðu á ódýrum lánum í áratug sem hrundi svo í andlitið á þeim. En er þetta eitthvað örðuvísi en hér. Voru ekki um 8000 milljarðar hér sem verða aldrei borgaðir. Finnst stundum að Páll sé ekki alveg að átta sig á að það að ganga í ESB leysir þjóðir ekki undan allri ábyrgð á sjálfri sér. En það kannski auðveldar okkur að verða aðilar að stærra markaðs og efnahagsvæði sem skapar hér heilbrigðari samkeppni og við fáum mögulega í framhaldi af því aðgang að mynnt sem sveiflast ekki eins og korktappi. Og gætum í framhaldiinu alétt hér verðtryggingu. En Páll sem einu sinni var jafnaðarmaður heldur fast í að fyrst og fremst eigi hér að huga að hag LÍÚ og Bænda á kostnað okkar hinna. Það þarf að vera hægt að fella krónuna reglulega til að láta okkur almenning borga verri markaðsskilyðir fyrir Sjávarútvegin.
Magnús Helgi Björgvinsson, 11.1.2013 kl. 20:18
Hvernig var fréttin sem kom fram í sjónvarpi nú í vikunni og snéri að ummönnun aldraða í fyrirmyndaríkinu GERMANY? Það er eins og mig minni að um væri rætt að aðstandendur aldraða hefðu ekki ráð á vistun fyrir aldraða ættingja og fluttu þá eins og eitt þúsund kílómetra í austur þar sem ástandið er betra og hægt að vista blessaða gamlingjana þar. Er þetta satt?
hey (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 20:55
Alltaf mættur, Ómar, þegar 1 neikvætt orð heyrist um dýrðarveldið þitt? Það getur líka verið að í sæluveldinu vilji menn skrifa orðin 'álfa' og 'evra' með stórum staf og 'jörð' líka eins og þú gerir. En allavega á Íslandi hefjast setningar á stórum staf, líka Þ, þó það komið yður kannski ekki við.
Elle_, 11.1.2013 kl. 21:19
Sko, þegar talað er um ,,atvinnuleysi hefur aldrei mælst hærra í álfunni". frasann, að þá er bráðnauðsynlegt að átta sig á að sú setning per se hefur enga merkingu.
Meðaltalatvinnuleysi er aðeins örlítið yfir meðaltalatvinnuleysi um 2002. Eitthvað eitt prósentustigi hærra. þetta er bara stabílt. Jafnvægi.
Innan svæða er samanstanda af EU er svo mjög mismunandi hve atinnuleysisstigið er.
Við vitum alveg að 2-4 lönd eiga í atvinnuleysisvanda vegna efnahagssamdráttar og það bara viðbúið og er meir að segja atvinnuleysisstig á þessum svæðum ekki óþekkt áður sögulega.
Ennfremur koma fleiri þættir inní varðandi skráningu atvinnuleysis sem of langt mál er að rekja hér en getur hugsanlega haft smá áhrif.
þ.e.a.s. að við erum að tala um meðaltal. Að þetta er engin breyting sem orð er á gerandi.
Hitt er annað, að ákv. trend hefur verið til aukningar atvinnuleysis ungmenna á vissum svæðum. það er langtímaþróun sem margar samfélagslegar þróunarorsakir geta staðið á bakvið. ESB er með langtímaplan til að auka atvinnuþáttöku ungmenna innan ESB. Hugsanlega gætu íslendingar lært af því. því allt sem er í Evrópu kemur fyrr eða síðar hingað. það er bara þannig.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2013 kl. 00:32
Endilega prófaðu einu sinni að leggja klígjulega dýrkunina á Brussel alveg til hliðar í 2 sekúndur. Líka að skrifa stórt Þ í upphafi setninga einu sinni.
Elle_, 12.1.2013 kl. 00:40
það er þannig, varðandi atvinnuleysi í Álfunni sögulega, að í stuttu máli þá varð uppbyggingin 50-70 í Álfunni sem kunnugt er en eftir 1970 fara tölurnar smám saman hækkandi. þegar um 1980 er atvinnuleysi sirka 9% í Álfunni að meðaltali.
Ástæða þess að það hækkar þarna eru margar en það sést að í dag er þetta bara stabílt.
Varðandi atvinnuleysi undmenna, þá er líka það trend hér sem vonlegt er Ísland í Evrópu. það er miklu mun hærra atvinnuleysi meðal ungmenna á íslandi en eldra fólks. það fór uppí 16% barasta 2009 en hefur lækkað eitthvað síðan þá vegna þrekvirkis þeirra Jóhönnu og SJS við björgunarstörf eftir rútalagningu þeirra Sjlla. En ísland þyrfti að hafa langtímaplan eins og EU þessu viðvíkjandi. það kemur með aðild.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2013 kl. 01:23
Mikið er eg fegin að vera bara kvefaður, en ekki með svona hroðalega kratapest eins og þú Ómar.
Hún er ólæknandi.
5 ára plönin vantar ekki i Brussel. Heldur þú að plönin hafi ekki litið fínt út fyrir nú tómu flugvellina á Spáni? Ójú.
jonasgeir (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 07:49
Hér er ágæt síða: http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&init=1&plugin=1&language=en&pcode=tec00114
Þar sést greinilega að EU er að draga á bæði USA og Japan í GDP per capita in PPS. Einnig sést að hvergi hafa lífskjör vestnað eins mikið og á Íslandi.
Hér sést að atvinnuþáttaka Spánverja hefur aukist um 20% á síðustu 20 árum. http://epp.eurostat.ec.europa.eu/tgm/table.do?tab=table&language=en&pcode=tsdec420&tableSelection=3&footnotes=yes&labeling=labels&plugin=1
Jónas Kr (IP-tala skráð) 12.1.2013 kl. 09:02
Nákvæmlega.
þetta er soldið mikið áberandi við Andstæðinga ESB svokallaða. þeir búa til svo óraunsæja mynd og myndir. þetta er svo ofsafengið og öfgakennt.
þeir treysta sér eigi til að ræða mál á vitrænum umræðugrundvelli. þeir treysta sér bara að búa til upphróunarkenndar fullyrðingar sem standast enga skoðun og eru í raun fráleitar.
Sem dæmi, búa til þá mynd að all ,,sé að hrynja" í Álfunni og Evran hrynji fyrst enda svo að skylja að Evran sé rót alls ill í heiminum.
Eg efast um að í öðrum löndum þekkist annar eins málflutningur á síðari tímum.
Svo er áberandi við þá Andsinna blessaða, hve þeir eru snakkillir. það er bara hent einhverjum skætingi og illyrðum um leið og einhver bendir á einfaldar staðreyndir.
það er alveg óskaplegt fyrir Ísland að Andsinnar skuli eigi geta boðið uppá annað en þetta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2013 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.