Föstudagur, 11. janúar 2013
Hume, Hegel og evran
Breskir raunhyggjumenn, þeir sem líta til reynslu sem helstu uppsprettu þekkingar, vilja helst losna úr Evrópusambandinu og taka andköf þegar imprað er á aðild Breta að evru. Heglistar á meginlandinu eru aftur sannfærðir um mátt hugmyndanna.
Evran er hugmynd sem má ekki mistakast og því skal öllu fórnað til, þ.m.t. efnahagskerfum jaðarríkja.
Pólitískur stjórnmálaskýrandi Telegraph, Peter Oborne, fer á kostum að útskýra evru-þráhyggju Brusselelítunnar.
Athugasemdir
Hugmyndin hefur þegar mistekist,þótt reynt sé að endurlífga hana með lífvænlegum leifum kúgaðra. Breski humorinn tekur á því.
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2013 kl. 12:05
mistekist,er dauð....
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2013 kl. 12:09
Þýskur draumur verður að martröð.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.1.2013 kl. 12:25
þetta er ákveðið viðhorf. þ.e.a.s. að sjá hið vonda í Evrunni og telja, sem sagt, að lönd í Evrópu muni hverfa aftur til sérsvæða varðandi gjaldmiðil o.s.frv.
Að mínu mati er þetta mikið þröngt viðhorf og höfnun á þeirri staðreynd að heimurinn breitist og þróast. Jú jú, oft er erfitt í nútíma að sjá fyrir þróun til framtíðar. þá verður oft að líta til nokkurra atriða.
Í þessu tilfelli verður að líta á Jörðina þróunarlega síðustu 100 ár eða svo. þróunin hefur verið svo ör og stórtæk að einsdæmi er Jarðsögulega. Við erum að tala um einstæða samgöngu- og samskiptatækni. Fyrir einstaklingnum er öll Jörðin undir.
þessu fylgir svo veldismargföldun í samskiptum fólks yfir svæði.
Ef ofangreint er haft í huga, þá er bara eðlilegt þróunarlega séð að ákv. svæði sameinist um gjaldmiðil. Kostirnir eru svo yfirgnæfandi. Ábatinn og hagræðið svo mikið.
Eða á Ísland kannski að taka upp marga gjaldmiðla? Einn fyrir Vestmannaeyjar og annan fyrir RVK.?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2013 kl. 13:54
Mér er það algjörlega óskiljanlegt af hverju er verið að blanda Hegel inn í umræðu um stórveldisdrauma þýskra.
Á þá kannski með sömu rökum að segja að stórveldis nýlendudraumar breskra hafi verið hegelskir? Eða kýs þessi Oborne að kalla þá húmíska?
Að öðru leyti er greinin eftir þennan Oborne ekki alvitlaus.
Grein hans væri hins vegar betri ef hann hefði sleppt því að hampa breskum H gegn þýskum H. Stundum er betra að þekkja takmörk sín svo forðast megi keldurnar, bæði andlegar og vitsmunalegar.
Kannski þessi Oborne hafni því næst að allt fram streymi endalaust og að ekkert sé fast, sem Heracleitos sagði réttilega og Hegel byggði sína heimspeki að miklu leyti á, en alls ekki stöðluðu reglugerðarfargani.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.1.2013 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.