Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Kennarar telja mínútur en þegja um starfsdaga
Varnarræða kennarans er réttnefni á smáprenti sem Félag grunnskólakennarar stendur fyrir og er dreift til almennings. Í ritlingnum er mæðulega kvartað undan misskilningi um kennarastarfið, einkum vinnutímann. Útskýrt er ítarlega að yfir veturinn vinna kennarar 42,86 stundir á viku sem færir þeim lengra jóla- og páskaleyfi en gengur og gerist.
Með sömu nákvæmni er sagt að 4,14 klukkustundir á viku getur skólastjóri ráðstafað kennara í viðtalstíma eða á fundi.
En þegar kemur að endurmenntun kennara sem stunduð er á starfsdögum yfir veturinn verður texti smáritsins myrkur. Orðið starfsdagur kemur ekki fyrir líkt og það sé bannorð. Foreldrar þurfa að ráða í eftirfarandi tilvitnun.
Kennarar fá ekki lengra sumarfrí en aðrir.
Kennurum er ætlað að skila 102 - 150 klst. á sumri í endurmenntun en eiga möguleika á að dreifa þeim tímum á vetrarmánuðina og vinna sér þannig inn fleiri sumarfrísdaga.
Já, einmitt. Þrátt fyrir að kennarar séu störfum hlaðnir yfir veturinn, 42,86 stundir á viku, þá tekst þeim (og hafa leyfi til) að finna vinnustundir til endurmenntunar sem svara til nærri mánaðarvinnu.
Og hvernig fara kennarar að því? Jú, þeir loka skólunum reglulega yfir veturinn og kalla það starfsdaga. Út á þessa svikamyllu fá kennarar tæplega þrjá mánuði í sumarfrí, einum og hálfum mánuði lengra frí en almennir launþegar eiga kost á. Þetta aukafrí er á kostnað foreldra sem þurfa að endasendast með börnin til vina og ættingja á starfsdögum kennara, eða þá að nota sína eigin orlofsdaga til að vera heima.
Í stað þess að telja mínútur og blekkja fólk með því að draga fjöður yfir óþægilegar staðreyndir ættu grunnskólakennarar að hysja upp um sig brækurnar og leggja fram tillögur til að efla grunnskólann.
Afnám starfsdaga þarf að vera í þeim tillögum. Foreldrar eru ekki til viðtals um annað.
Athugasemdir
Algjörlega sammála þessu hjá þér Páll.
Glanni (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 01:12
Á fundum við skólastjórn hef ég oft spurð hvers vegna starfsdagar. Mér var sagt meira en þrísvar að þetta er svona frá í tímanum áður. Nokkuð vegin hefðbundir dagar. :)
Erlendis þar sem ég er fæður og alin upp eru ekki til starfsdagar. Kennarar eru ekki og geta ekki verið í verkfall. Foreldraviðtöl fara fram að kvölði eftyr vinnu tíma flesta foreldra. Enda er þar úti í Slóveníu þrýstingur á kennarar og börn miklu meiri en hér. Afleiðing þess er að krakkar í 3. bekk læra ýmislegt sem íslenskir krakkar læra í 5. bekk. Ekki skal ég segja að slóvensk kerfi er betri nei. Krakkar á þrýstingi og með of þungar skóla töskur eru ekki það sem þjóðfélag leita að. Mér finst kerfi sem er ekki strangur eins og slóvenskur og ekki léttur eins og íslenskur það besta sem krakkar geta fengið út úr námi í grúnskólum.
Hvernig er það hér? Agaleysi heima til að byrja með, stutt kennsla og styttri skóla ár, sem gefur okkur seinna orðrétt sofanði stúdentar á HÍ. A.m.k eru þeir með labinar á borði ef þeir vakna nóg snema.
Ég vil helst strangari grúnskóla menntum sem fylgir meira vínnu fyrir kennarar. Samtímis geta krakkar fengið meira út úr grúnskólanum en ekki að eyða fyrstu 2 ár með einhverja náms leikir.
Andrés.si, 20.2.2007 kl. 02:03
- getur verið að ein lausnin feli í sér fleiri einkarekna grunnskóla þar sem laun kennara gætu tekið mið af auknum kröfum um árangur - og þar með þrýst á opinbert rekna skóla og kennarasamtök sem á stundum halda heimilinum í gíslingu í kjarabaráttu sem hefur verið á villigötum?
Ólafur Als, 20.2.2007 kl. 02:58
Sæll Páll
Það gætir aðeins misskilnings með starfsdagana hjá þér. Þeir eru ekki ætlaðir til endurmenntunar. Þeir eru notaðir í skólum til skipulagsstarfa, til þess að meta starf skólans og gera áætlanir til betrumbóta. Á hverjum vetri hafa skólar möguleika á 5 starfsdögum og nú er það þannig í allmörgum skólum setja menn gjarnan tvo starfsdaga inn á lögbundna frídaga nemenda, s.s. í jólaríi og páskafríi. Þá koma þrír starfsdagar á aðra daga.
Þá er líka rétt að vekja athygli þína á því að hvort sem starfsdagar eru notaðir eða ekki, þá eiga nemendur alltaf að fá jafnmarga daga í skóla. Dæmi eru um að skólar nota ekki starfsdagana en þá hætta þeir sem því nemur fyrr á vorin.
Endurmenntun eiga kennarar að sinna utan skólatíma á starfstíma skóla eða á sumrin eftir að bundnum störfum þeirra lýkur í skóla.
Vinna á starfsdögum er skipulögð af skólastjórnendum. Sjálfur hef ég starfað sem skólastjóri um árabil og tel það mikilvægt að kennarar og allt starfsfólk skóla hafi tíma til þess að móta stefnu og skipulag til heilla fyrir skólann og þar með nemendur.
Þá vil ég einnig leiðrétta það sem þú segir um sumarfrí kennara að það sé tæplega 3 mánuðir. Kennurum er skylt að starfa í skólanum að ýmsu sem skólastjórnendur ákveða 8 daga eftir skólaslit og fyrir skólasetningu. Það þýðir að ef skólaslit eru 10. júní þá vinna þeir áfram í 3 daga og eru þá búnir seinnipart 13. júní. Þeir koma svo aftur til starfa 15. ágúst. Margir vinna lengur en þetta við að ganga frá gögnum og kennslustofunni. Einnig er í júní og ágúst boðið upp á námskeið sem kennarar geta sótt. Þannig að sumarfrí kennara lítur all nokkuð öðruvísi út en þú segir.
Hafsteinn Karlsson, 20.2.2007 kl. 07:18
Það eru nákvæmlega svona skrif sem eru ástæðan fyrir því að svona "smáprent" var sent út. Til er fullt af fóllki, þú meðtalinn, sem skrifa/tala óárbyrgt um kennara og stöðu kennslu almennt í þjóðfélaginu. Þú skrifar í mjög niðrandi - neikvæðum tón um kennara eins og þeir séu sníkjudýr á samfélaginu. Sjálfur er ég ekki kennari en þekki þetta mál töluvert. Tek undir orð Hafsteins og rétt skal vera rétt.
Kennarar eru með lægri laun en samsvarandi stéttir og það þarf að leiðrétta það. Framtíðarskipan kennslu þarf síðan að huga að. Gera námið lengra (meistarpróf) og hækka laun kennara og auka gæði kennslu. Þetta gerist hins vegar ekki á einni nóttu.
Jóhann
Jóhann (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 08:42
Já það er alveg magnað þegar fólk sem hefur augljóslega aldrei kennt fer að skrifa um starfið. Maður sér ekki svona skrif um önnur störf en störf kennara. Með sömu rökum mætti skrifa svona um öll störf. Ég er ekki kennari, en ég prófaði það fyrir 10 árum og komst að því að þetta var allt of mikil vinna fyrir of lítin pening.
Í dag er ég hamingjusamur í 9-5 starfi (með sveigjanlegum vinnutíma) og þarf ekki að fara yfir ritgerðir eða próf á kvöldin. Ég mæti í vinnuna á morgnanna og fer heim seinnipartinn og geri svo bara það sem mig langar til að gera þar til ég fer að sofa. Þetta geta afskaplega fáir kennarar gert.
Og þegar ég skipti úr kennslunni og í þetta starf þá hækkaði ég strax töluvert í launum, en samt var ég enn að vinna hjá ríkinu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ég fæ borgað fyrir alla þá yfirvinnu sem ég vinn. Kennarar þurfa að eyða kvöldum og helgum í ýmsa vinnu sem þeir fá ekkert borgað extra fyrir.
Ef það yrði byrjað á því að borga kennurum eftir stimpilklukku þá held ég að kennarastarfið væri aðeins eftirsóknarverðara en það er í dag.
Hjörleifur
Hjörleifur (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 09:28
Já það er hart að þurfa að senda út bækling til að útskýra vinnutíma kennara en viðhorf eins og birtast í þínum skrifum eru því miður enn á lofti og þykja bara fín..foreldrar eru bara ekki til viðtals um nokkuð annað. Fínt má og í ljósi þess legg til að grunnskólakennarar hverfi til annara starfa og foreldrar og sveitarstjórnarmenn taki við.
Katrín, 20.2.2007 kl. 09:58
Hvers vegna er ekki hægt að hafa launatöflu kennara líkt og annara launþega sem skila sínum 8 - 10 tímum á dag 5 daga vikunar, starfsdagarnir hljóta að geta verið á þeim tíma þegar krakkarnir eru í sumarfríi. Af hverju þurfa kennarar að taka yfirvinnu út í fríi. Það hlýtur að vera hægt að borga kennurum mannsæmandi laun fyrir unna vinnu á þess að þurfa alltaf að vera að velta fyrir sér hvort hvort þeir séu að viina heima á kvöldin eða hvort þeir séu í frí þegar þeir ættu að vera í vinnunni. Allavegana skil ég alltaf minna í þessu öllusaman eftir því sem ég reyni að kynna mér það betur.
Maron Bergmann Jónasson, 20.2.2007 kl. 10:29
Miðað við skrif kennara hér að ofan er greinilegt að þeir hafa ekki góðan málstað hvað þá að foreldrar styðji kröfur þeirra. Að mínu mati og margra annara sem ég hef rædd við er ljóst að ef kennarar telji sig hlunfarna í launum þurfa þeir að taka til og færa til nútímans vinnutíma sinn sem eins og hann er í dag skapar pirring í þjóðfélaginu. Málið er að þeir kennarar sem ég hef rædd við um þetta eru ekki tilbúnir að að fórna frítíma sínum og benda réttilega á að hann sé kjarabundinn og allar breytingar á honum þyrfti að bæta í verulegum hækkunum launa. Það er bara þannig að það er ekki hægt að ætlast til þess að almenningur samþykki það að kennara fái markaðslaun fyrir færri tíma unna en þorri almennings þarf að leggja fram. Þar fyrir utan verða menn að átta sig á einu, þ.e að starf fyrir ríki og eða sveitarfélög er viss forréttindi þ.e ekki þarf starfsmaður að hafa áhyggjur af því að fyrirtækið fari á hausinn! Einnig eru lífeyrisréttindi veglegri en gengur og gerist hjá almenningi.
Ég hef mikið álit á kennarastéttinni í heild sinni en tel að fólk þurfi aðeins að taka eitt skref til baka og líta á málið heilstætt.
Ljóst er að kennarar þurfa að bæta ýmind sína, að senda bækling heim er að mínu mati ekki rétt aðferð. Að gera kjarasamning sem myndi sýna fram á að kennarar leggðu áherslu á bættan skóla og tilslakanir á vinnutíma starfsdögum ofl geng hóflegum launahækkunum væri rétta aðferðin.
Sem dæmi um slælega framistöðu varðandi ýmind eru starfsdagar sem nánast undantekningalaust þar sem þekki til eru settir á mánudaga eða föstudaga. Því miður lítur það út sem lenging á helgi í stað þess sem það á að vera....
Guðmundur (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 10:44
Jæja Páll......ég legg til að þú leggir fyrir þig kennslu í amk 2 ár og segir mér svo hvort þú sért sömu skoðunnar og þú ert núna!
Sjálf ætla ég að velja mér annað starf en kennslu, ég er búin að fá nóg af þessu bulli og ég vona að fleiri kennarar geri slíkt hið sama! Ég er sammála því að nú geta bara foreldrar, sveitastjórnarmenn og þú tekið við!!!
Herdís (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:09
Sæll Guðmundur
Það að setja starfsdaga á mánudag eða föstudag er gert vegna eindreginna óska frá foreldrum. Þannig að þeir eigi möguleika á að fara t.d. í sumarbústað með börnum sínum eða eitthvað slík.
Starfsdagar í skólum eru ekki frídagar kennara. Þeir eru þar að vinna eins og ég gat um í fyrri athugasemd undir stjórn skólastjórnenda að verkum sem teljast m.t.t. nútíma stjórnunarhátta eðlileg í fyrirtækjum og stofnunum - þ.e. að leggja mat á starfið, móta stefnu og gera áætlanir. Á þeim tíma sem börnin eru í skólanum er þetta óframkvæmanlegt. Allt eru þetta störf sem skólum ber að sinna og þau leiða til bætts skólastarfs.
Vissulega vilja kennarar breyta og einfalda kjarasamning sinn en það hefur því miður ekki náðst sátt um það. Það er auðvitað það sem menn eiga að einhenda sér í núna. Ég þekki mjög marga kennara sem vilja skýrari mörk vinnutíma og hætta þessari mínútutalningu sem er arfur fortíðar.
Nú eru hins vegar ekki í gangi viðræður um breyttan kjarasamning, heldur túlkun á ákvæðum síðasta samnings. Þær viðræður snúast um hversu mikið á að hækka launin núna skv. þessum kjarasamningi. Aðilar hafa ekki komist að samkomulagi þar um og því er þessi deila.
Hafsteinn Karlsson, 20.2.2007 kl. 11:11
Komið þið sælir Páll, Maron o.fl.
Þetta er ein af þessum stundum í lífinu sem maður verður orðlaus. Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki orð í mínum fórum eftir að hafa lesið bloggið og þau skrif sem spunnist hafa út frá því.
Ég er 34 ára gömul og hef starfað sem grunnskólakennari í 11 ár. Ég er í fullu starfi og grunnlaun mín á mánuði eru nákvæmlega 219.000,- fyrir skatta. Ég byrja að kenna kl. 8:10 á morgnana og er iðulega í skólanum mínum við vinnu til kl. 16 á mán. þri. og fim. á föstudögum er ég til kl. 17:00, en kemst stundum heim um 14:00 - 15:00 á föstudögum. Ég fer líka oft með bækur í poka með mér heim eða próf sem þarf að fara yfir. Það dunda ég mér við á kvöldin heima hjá mér KAUPLAUST, því kennarar fá ekki greidda yfirvinnu fyrir þessi störf. Sumarfríið mitt stendur yfir í tvo mánuði og stundum fer ég á námskeið í júni eða byrjun ágúst til þess að kynna mér nýungar í starfi ofl.
Það syrgir mig þegar svona fullyrðingum er hent fram, eins og Páll og fleiri gera hér, án þess að fólk hafi kynnt sér málin til hlítar. Maron, ég hef t.d. aldrei tekið yfirvinnutíma út í frí og mikið er þetta frábær hugmynd hjá þér að taka foreldraviðtöl á kvöldin, eftir vinnutíma foreldra, allra nema kennara !!!
Ef einhverjir vilja einfalda vinnutímaskilgreiningu kennara og gera hana einfaldari og auðskiljanlegri, eru það kennarar. Kennarar eru upp til hópa mjög vinnusamt fólk, sem er í þessu starfi vegna ánægjunnar sem það fær af því að umgangast börnin ykkar, kenna þeim og læra af þeim. Það eina sem við erum að biðja um eru mannsæmandi laun fyrir unna vinnu, rétt eins og allir aðrir vilja.
Guðbjörg Oddsdóttir
grunnskólakennari
Guðbjörg Oddsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 11:40
Sæll Hafsteinn,
hér skrifar þú af sanngirni og með sáttatóni. Hins vegar tel ég óvarlega farið með ýmsar túlkanir og niðurstöður, hvort heldur hjá þér eða ýmsum öðrum sem hafa tjáð sig hér að framan:
1) Ef miða á við nútíma stjórnunarhætti yrði ekki ásættanlegt að 5 heilir starfsdagar færu í mat, mótun og áætlanagerð og allt annað sæti á hakanum á meðan. Vitanlega er hægt að sinna þessu starfi, t.d. eftir kennsluviðveru barnanna, en dreifa starfinu á lengri tíma.
2) Gagnrýnin á mínútuáherslurnar eru langt frá því nýjar af nálinni. Kennarar hafa, ef eitthvað er, haldið fast í þær áherslur í gegnum árin. Gott er ef breyting er að verða þar á.
3) Sérhver gagnrýni á vinnutíma kennara er mætt með frásögn af samviskusama kennaranum sem vinnur á kvöldin og um helgar til þess að geta innt starf sitt fullnægjandi af hendi. Við, sem höfum komið nálægt kennslu, vitum að þessi mynd er ekki trúverðug. Hún á í besta falli við um óreyndan kennara á fyrsta eða öðru ári í starfi. Undantekningin er ekki reglan. Samnefnarinn í þessari umræðu er ofmetinn.
4) Allt mínútutalið og lýsingin á vinnuþrælkaða og sífellt óánægða kennaranum hefur skapað vantraust á milli heimila og skóla. Eina leiðin til þess að brúa það bil er að kennarar aðlagi vinnutíma sinn betur að þörfum heimilanna í landinu og hætti að vera hin eilífu fórnarlömb.
5) Er ekki kominn tími á að lýsa kennara sem er ánægður með hlutverk sitt og þá þjónustu sem hann er að veita - sem horfir framan í vinnuveitendur sína með reisn og krefst um leið góðra launa fyrir.
6) Fleiri einkareknir skólar gætu orðið til þess að bæta kjör kennara samhliða því að sníða starfið betur að vinnu foreldra og þörfum heimilanna og skapa betri sátt og meiri virðingu fyrir starfi kennarans. Kennarar þurfa á því að halda til þess að geta betur sinnt vinnu sinni með ungmennum þessa lands.
Ólafur Als, 20.2.2007 kl. 12:33
Þriggja mánaða sumarfrí? Þú býrð þessa staðreynd til. Þetta er það sama og Mikki Torfa var að gera á DV, það voru búnar til staðreyndir til að koma persónulegri skoðun á framfæri. Þegar bloggið er orðið eins vinsælt og þitt þá hlýtur þú að sjá sóma þinn í því að vera ekki að bera lygar inn á hvert heimili landsins.
e.s. Er til sjálfsagðari hlutur en að sjá um eigið barn þrjá daga á ári?Ketill (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:56
Heill og sæll Ólafur
Ég er þess fullviss að langflestir kennarar ganga til sinna starfa með bros á vör á hverjum degi. Skemmtilegri vinnustaðir en skólar eru vandfundnir og sú umbun sem fæst frá þakklátum nemendum er dýrmæt.
Því miður hafa kennarar lent í harðari kjaradeilum en flestar aðrar stéttir og það hefur sett mark sitt á líðan þeirra í starfi. Að þeim er vegið með ýmsum hætti, s.s. að þeir skili ekki ársverki til samanburðar við aðra, þeir víki sér undan störfum sínum (t.d. séu í fríi á starfsdögum), sinni ekki endurmenntun o.fl. mætti telja. Þeir hafa svo ekki verið ofhaldnir af launum sínum og það eitt að vera með háskólapróf og skila 150 þús. kr. mánaðarlega í heimilisbókhaldið hefur áhrif á sjálfsmyndina.
Kennara hafa í gegnum tíðina barist fyrir betri skóla fyrir nemendur. Þeir börðust fyrir einsetnum skóla, færri nemendum í bekk, minni kennsluskyldu o.s.frv. Fyrir þetta fóru þeir jafnvel í verkföll. Þetta skilaði þeim ekki hærri launum og ekki minni vinnu. En þetta skilaði nemendum aftur á móti betri kennslu, meiri umhyggju og betra umhverfi.
Því miður hafa kjaradeilur kennara oft snúist um annað en að hækka laun kennara. Auðvitað á að negla kennaralaunin einhversstaðar og sveitarfélögin verða þá bara að minnka þjónustuna við nemendur ef þau skortir pening. Þeir fá þá minni kennslu væntanlega.
Ég er hér Finnlandi um þessar mundir og hér byrja börn t.d. í skóla 7 ára, bekkir á yngri stigum eru með hátt í 30 nemendum, kennsla í list- og verkgreinum hefst ekki fyrr en um 10 ára aldurinn o.s.frv. Reyndar eru kennara á verri launum en á Íslandi.
Á síðustu áratugum hefur býrókratisminn í kringum skólahald stóraukist og ég veit ekki hvort það er skólastarfi endilega til góðs. Skólar eiga að móta stefnu, koma sér saman um flóknar skólanámskrár, stunda reglulegt sjálfsmat, standa fyrir þróunarverkefnum svo eitthvað sé nefnt. Það eiga að vera starfandi allrahanda teymi sem eiga að sinna ýmsum velferðarmálum nemenda. Það er í þetta allt sem starfsdagarnir eru nýttir m.a.
Í venjulegum grunnskóla er verið að kenna til þrjú, fjögur á daginn og ekki tími til vinnu af þessu tagi eftir það.
Ég vil að við einfaldlega beinum áherslunum í starfi kennaranna að skólastofunni. Starf þeirra snúist um kennslu og undirbúning. Auk þess þarf að gefa hverjum og einum skóla meira frjálsræði í hvernig þeir skipuleggja starf sitt og vinnu kennara. Ég hef miklu meiri trú á að það færi okkur betri lausn en einkaskólar sem sumir telja góða lausn. Ef að foreldrar vilja borga meira í skólastarfið, er eins hægt að gera það í gegnum skattakerfið heldur en að búa til sérstaka skóla sem aðeins efnafólk getur sent börnin sín í.
Hafsteinn Karlsson, 20.2.2007 kl. 13:03
Ótrúlegt... Þú talar um starfsdaga og hefur ekki hugmynd um hvað fer fram á þeim. Leitaðu þér upplýsinga áður en þú skrifar staðreyndirnar þínar niður fyrir aðra til að lesa. Það er ekki undarlegt að kennarar geti ekki starfað léleg laun, erfið vinna og atvinnurógur hver sem litið er.
Kristín (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:08
Ég
Sigtryggur Karlsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:44
Ég hélt að blaðamenn væru svo upplýst fólk ! Endilega komdu í kennslu, það vantar líka karlmenn í stéttina. Þú ferð í Kennó fyrst, nokkrar miljónir í námslán þar. Svo fáum við þig í kennslu og þú færð að vera með í þessari "svikamyllu", eins og þú orðar það svo fallega. Ef að maður gæti mætt í kennslu undirbúningslaust þá þyrftir þú ekkert að vera að rannsaka neitt áður en þú skrifar fréttirnar, þú bara skrifar. Er enginn undirbúningur hjá blaðamönnum ? Við gætum líka skipt, þú kennir myndlist og ég skrifa fréttirnar. Veit ekki alveg hvort að krakkarnir myndu samþykkja það en það mættir vel reyna....
með bestu kveðjum og vonum að þú sofir rótt þrátt fyrir þessa vitleysu í okkur kennurum !!
Margrét E. Long
Margret Einarsdottir Long (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 13:48
Sæll Hafsteinn;
get tekið undir með sumu af því sem þú segir en heldur er það þreytt pólitík að halda því fram að einungis efnafólk hafi ráð á ad senda börn sín í einkaskóla. Kennarar og samtök þeirra hafa staðið gegn hugmyndum um einkarekna skóla af ástæðum sem varða ekki kjarabaráttu né fagmennsku. þú stendur nær skrifræðinu en margur og hugmyndir um aukid sjálfræði skólanna hljóma vel. Tilurð einkaskóla gætu hjálpað á því sviði.
Að lokum vil ég bara segja að það hljómar klént að kynna kennara sífellt sem fórnarlömb. það hjálpar ekki í þeirra kjarabaráttu og þeir eiga miklu betra skilið.
Ólafur Als, 20.2.2007 kl. 14:11
Ég vil þakka Hafsteini Karlssyni fyrir alveg einstaka þolinmæði og þrautseigju við að svara því fólki sem vill misskilja eða alls ekki skilja um hvað vinnutími kennara snýst. Það er greinilegt að fjölmargir einstaklingar þurfa að hafa allt á hornum sér þegar minnst er á kennarastéttina. Eitthvað er það sem angrar þetta fólk en það verður að eiga það við sjálft sig hvað það er.
Ég er grunnskólakennari og ég hef alltaf haldið því fram að kennarastéttin þurfi ekki að standa í því ár eftir ár að skilgreina vinnutíma sinn. Það er ekki nema sárafáir einstaklingar sem hafa sjúklega þörf og ánægju af þessum sparðatíningi og skítkasti og megi þeir vel njóta.
Það er sífellt jag og nag um það að kennarar séu alltaf að svíkjast um í vinnunni, þeir vinni lítið og illa, séu lélegir starfsmenn og eiga ekkert betra skilið. Svona lagað væri einhvers staðar kallað hreint og klárt einelti.
Það er mun heilbrigðara þegar verið er að tala um kjör kennara að ræða um launin sem þeir fá fyrir þessa vinnu. Það spyr enginn hvað kennarar eru með í laun fyrir rúmlega 40 stunda vinnuframlag á mánuði. Þess vegna fagna ég því sem kemur fram hér fyrr hjá Guðbjörgu Oddsdóttur, þar sem hún sýnir svart á hvítu hvað hún fær greitt fyrir vinnu sína. 219.000- krónur fyrir skatt er það sem hún fær fyrir þessa vinnu sína. Þá spyr ég ykkur og alla hina: Eru þetta há laun? Er þetta OF MIKIÐ sem hún fær greitt fyrir vinnu sína, sé miðað við þá ábyrgð sem hún ber. Er þetta í einhverju samhengi við laun þeirra stétta sem kennarar miða sig við? Ef Guðrún hætti sem grunnskólakennari og gerðist leikskólakennari þá hækka laun hennar um 30.000 kr á mánuði. Hvað réttlætir þann launamismun? Um þetta snýst kjarabarátta kennara.
Í annað skítkast út í kennara sem hér kemur fram er ekki fleiri orðum eyðandi. Þau lýsa bara vanþekkingu þeirra sem það skrifa og jafnvel einhverjum undarlegum hvötum. Eitt er víst að fáar stéttir hér á landi hafa þurft að taka við slíkum sóðaskap.
Með bestu kveðjum,
Jóhannes
grunnskólakennari
JBI (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 14:21
k
Helgi Pálsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 14:34
HÖMV. Því miður er sumt ekki svaravert öðruvísi en en svona: Skrif af þessu tagi koma frá einstaklingum en uppfylla allavega eitt af HÖMV rununni.
H=heimska
Ö=öfund
M=minnimáttarkennd
V=vanþekking
Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 14:35
Æ; Æ; Æ; Æ;
Enn erum við að hengja bakara fyrir smið. Ef það væri jafn auðvelt að fá foreldra til að koma í skóla barnanna til ýmisa funda og nokkrir ofangreindir vilja af láta, þá væri nú flott að leiða áfram foreldrastarf í skólum landsins. En það er nú ekki svo, því illmögulegt er að fá fólk til að taka þátt í störfum foreldrafélaga, mæta í foreldraviðtöl og bekkjarkvöld barnanna. Foreldrar upp til hópa ættu að skammast sín og vera þakklát fyrir það fórnfúsa starf sem fram fer í skólum landsins. GLEYMUM EKKI því að það erum við foreldrarnir sem berum ábyrgð á velferð barnanna, það erum við sem eigum að ala þau upp, skólarnir taka jú einnig þátt í uppeldinu, en ef viðhorf foreldra til skólana og þá kennarana er á svona lágu plani hvernig er þá viðhorf barnanna? Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Vonandi fara menn að átta sig á því að góð samvinna og virðing, skilar meiri árangri.
Jón Svavarsson foreldri
Jón Svavarsson, 20.2.2007 kl. 15:09
Ég svona velti því fyrir mer ef kennarajobbið er svona gott - af hverju eru svona fáir karlmenn í því. Ég hef alltaf talið að það sé vegna hærri launakjara annarsstaðar.
Ríkisstarfsmenn verða hins vegar að meta traustan lífeyrissjóð sinn til fjár. Þrátt fyrir hann þá finnst mér grunnskálakennarar ekki rétt metnir í launum. Það byggi ég á samanburði við stöðu grunnskólakennara mv. aðrar stéttir í Sviss og Portúgal sem ég hef haft tækifæri á að gera.
Jón Sigurgeirsson , 20.2.2007 kl. 18:13
Ég þakka athyglisverðar umræður. Kennurum finnst mörgum hverjum hart að sér sótt og er það skiljanlegt. Starfandi kennarar í dag þurfa að svara fyrir þróun og stöðu mála sem þeir bera ekki nema litla ábyrgð á.
Það stendur hins vegar upp á starfandi kennara að breyta núverandi ástandi. Smáprentið sem var tilefni bloggsins gefur ekki til kynna að kennarar séu að hverfa af þeirri braut sem hefur leitt starf þeirra í ógöngur.
Ég kenndi eina vorönn í grunnskóla fyrir tæpum tíu árum. Skólinn var í úthverfi borgarinnar, kennarar á sjötta tug, þar af um tíu karlmenn. Ég heyrði sögur frá karlmönnum sem sögðu að þetta væri ekki starf lengur eftir að tvísetningu skólanna lauk. Í gamla daga unnu menn tvöfalt starf, kenndu einum bekk fyrir hádegi og öðrum eftir hádegi. Sumir karlkennarana voru með aukavinnu, t.d. kenndu þeir á bíl.
Launin voru niðurlægjandi lág. Eftir að ég hætti voru gerðir kjarasamningar sem hækkuðu launin, ekki nærri nóg en þau hækkuðu þó, og kváðu jafnframt á um lengri viðveru kennarar. Þá sögðu karlkennarar mér að nú væri úti um aukavinnuna.
Á meðan ég var í starfi var mínútuhugsunin þegar orðin ríkjandi. Sumpart er það eðlilegt. Samfélagið borgar kennurum lág laun og þeir svara með þvermóðsku.
Mergurinn málsins er þessi: Kennarastarfið í grunnskólum hefur sett niður á síðustu áratugum. Til að endurreisa starf grunnskólakennara þarf hvorttveggja að koma til, breytt viðhorf kennara og aukinn skilningur samfélagsins á starfi kennara.
Kennarar og samtök þeirra hafa öll tök á að skapa sér sóknarfæri. Menntun barna er ofarlega í huga flestra foreldra og tillögur sem miða að eflingu grunnskólans, þar með taldan kennsluþáttinn, hafa hljómgrunn.
Smáprentið sem áður en vitnaði í er varnarræða fyrir óbreytt ástand. Kennarar ættu að íhuga að skipta því út fyrir sóknaráætlun.
Í lokin þetta: Ég hef persónulega jákvæða reynslu af kennurum og kennarastéttinni, bæði sem nemendi, samkennari og foreldri. Bloggið ber þó þess merki að starfsdagar kennara fara óskaplega í taugarnar á mér. Mér þykir leitt að sumir kennarar telji að ég geri lítið úr starfi þeirra. Ég biðst afsökunar á að hafa notað óviðurkvæmileg orð og orðasambönd eins og „svikamylla" og „hysja upp um sig brækurnar". Ætlunin var að vekja athygli brýnu hagsmunamáli grunnskólakennara og foreldra en ekki að smána kennarastarfið.
Páll Vilhjálmsson, 20.2.2007 kl. 18:17
Sæll Óskar og allir hinir.
Mig langar að benda á að grunnskólar eru ekki "pössunarpíur" fyrir foreldra eða aðra uppalendur. Þetta eru grunnskólar þar sem starfsfólkið ætti að geta mætt í vinnu og kennt. Því miður er það ekki alveg staðreyndin því mikið af tímanum starfsfólki skólanna fer í uppeldi og önnur vandamál sem tengjast gjarnan nemendum þeirra. Í júní á hverju ári má sjá skóladagatal hvers skóla (finnst oftast á heimasíðum skólanna) og ættu foreldrar/forráðamenn að geta ráðstafað þessum frídögum hjá börnunum langt fram í tímann.
Hér á undan kom fram að starfsdagar væru yfirleitt hafðir á föstudögum eða mánudögum og því liti þetta út eins og starfsfólk skólanna væri að lengja helgina hjá sér. Yfirleitt eru þessar dagsetningar teknar í samráði við foreldrafélögin og hafa þau reyndar oft mest um þessa daga að segja. Í skólanum sem mitt barn er í er starfsdagur á morgun, öskudaginn og er það gert með tilliti til barnanna. Að börnin geti hlaupið í búðir og sungið eins og svo margir kannast við.
Ég tel að margir ættu að skoða kosti og galla kennarastarfsins og sjá hvort kennarar séu eingöngu að vinna sína vinnu sem ætti þá að vera að kenna. Ef kennari þíns barns getur það er það frábært en mjög líklega sinnir hann miklu fleiri hlutverkum heldur eingöngu kennslunni, t.d. uppeldisfræði, sálfræðingi, námsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi svo eitthvað sé nefnt.
Guðmundur (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 18:23
Þetta er nú að verða gamal söngur hjá kennurum.Það vil svo til að ég þekki þrjá kennara mjög vel og veit sitt lítið um þeirra hagi.Þau kynni sem ég hef haft af vinum mínum í kennara stéttini eru þau ,að launin eru frekar lág ,enn vinnan mun minni en gengur og gerist.Fjanda kornið það vinnur enginn kennari frá 8 til 4 hvern dag vikunar upp í skóla.Sjá elsti á fáein ár eftir í kennslu og hann kvartar mest yfir því hve lýtið hann má í raun kenna,því með auknum aldri minnkar vinnuskildan en launin halda sér...veit einhver um hvar slík steypa viðgengst á vinnustað sem ekki heitir skóli.'Eg hef rætt við þennan öldung um laun og kjör í hans tíð,og hann vill meina að með auknum fjölda kvenna ínn í stéttina komu þau viðhorf að betra væri að fá fleiri frídaga en hærri laun enda voru stór hluti kennara kvennfólk sem ekki var aðal fyrirvinnan.Laun hefðu þvi ekki hækkað í takt við aðrar stéttir,sem höfðu sviðuð laun þegar hann úrskrifaðist...svona er þetta barasta.Stimpil klukka í skólana ætti að draga fram raunvinnutíma kennara.....en það vilja þeir ekki ...hví..?Fyrir nokkrum árum sendi móðir sem vann hjá mér börn sín 2 til móður sinnar vegna starfsdaga í skóla en fékk frí hjá mér og fór langa helgar-ferð til Bútapestar..og viti menn hverjum mætti hún svo í vélini ,jú kennurum í sama skóla og börnin hennar sóttu á leið í skemmtiferð.......Eitt vekur athygli mína,en það er tímaseting svara frá kennurum hér að ofan,eiga menn ekki að vera í vinnu á þessum tíma,spyr sá sem ekki veit....
ófeigur (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:05
Þarf ekki að setja upp stimpilklukku til að taka af allan vafa um vinnutíma kennara. Einnig að þeir skili sama dagafjölda í vinnu eins og aðrir. Þeir geta þá notað þessa daga sem nemendur eru ekki til að undirbúa næsta ár.
Reynir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:36
Sæl öllsömul.
Mig langaði nú bara aðeins að koma hérna inn í. Hef svolítið tekið eftir hvað sumir eru duglegir að alhæfa um kennarastarfið. Ekki þó að ég ætli að fara að alhæfa neitt á móti.
Nú er ég ekki kennari sjálf en þekki til nokkurra og get ekki sagt annað en að þetta sé flest mjög samviskusamt fólk og vinnusamt.
Hér fyrir ofan las ég að einn skrifar að kennarar séu yfirleitt komnir heim til sín kl. 2 á daginn! Jæja það er gott að hann er með vinnutíma allra kennaranna á hreinu! Þeir sem ég þekki til eru flestir með lengri vinnutíma en það. Eins finnst mér allt í lagi að athuga það að það getur verið munur á því hversu miklum tíma (aukatíma) kennari þarf að fórna í að fara yfir próf og undirbúa verkefni. Á meðan einn 8 ára bekkur er með 16 börn er annar með 25 börn, einn með hátt í 30 12 ára börn o.s.frv.. Einn kennari getur verið með 8 ára börn en samt verið að eyða miklum tíma í yfirferð og undirbúning vegna fjölda, ég tala nú ekki um þegar hann er kominn með sama fjölda í unglingadeild. þetta er s.s. ein ástæða þess að mér finnst mega draga úr alhæfingum þegar kemur að vinnutíma og vinnusemi.
Það er einnig talað um hvernig margir kennarar sinni meira starfi en eingöngu kennara, þ.e. einnig sem uppalanda og ráðgjafa. Ég held að það sé að mörgu leyti rétt og ekki má gera lítið úr þeim tengslum sem oft verða til þarna á milli, kennarar koma heim með bros allan hringinn þegar nemandi tekur miklum framförum og grætur þegar erfiðleikar koma upp hjá þeim.
Eins og fyrr segir þá er ég ekki kennari og hef ekki persónulega reynslu af kennslu en þarna eru börnin okkar dag eftir dag, 5 daga vikunnar og meginþorra ársins. Þarna fer stór hluti menntunnar og þroska þeirra fram og finnst mér persónulega fáránlegt að fólk þurfi að standa í stappi til að fá mannsæmandi laun fyrir að leiða þau í gegnum þessi ár á meðan aðeins lítill hluti foreldra sér það nógu mikilvægt að einu sinni mæta á foreldrakvöld og fundi sem að börnunum snúa. Mér finnst að meta ætti þessi störf eftir því hversu mikið við metum menntun og heilbrigði barnanna okkar.
Takk fyrir.
Ásta (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:40
Sælir Ófeigur og Reynir
Ég vil nú sýna ykkur þá virðingu að svara því sem þið segið þarna, þó mörgum þyki svona innlegg varla svaraverð. Það er mjög algengt á vinnustöðum að störfum sé breytt þegar aldurinn færist yfir. Svo hefur einnig verið í skólum og nú geta kennarar valið um að fá létt af sér svolítilli kennslu og unnið þá önnur verk í staðinn, nú eða haldið áfram í fullri kennslu óski þeir þess. Í engum tilfellum minnkar vinnuskyldan nema þá að menn minnki við sig vinnu og fái þá lægri laun. Það er ekkert óeðlilegt við þetta og í raun er þetta fyrirkomulag sem þekkist víða á vinnustöðum.
Niðurlægjandi tal um konur og að þær hafi ekki viljað hærri laun heldur fleiri frí þegar þeim fjölgaði í kennarastétt er algjörlega úr lausu lofti gripið og á sér enga stoð í raunveruleikanum. Auk þess hefur skólaárið lengst og skóladögum fjölgað. Frídögum hefur fækkað. Þeir sem eldri eru en tvævetur muna að lögbundin frí voru á 1. des. og öskudag auk þess sem alltaf var gefið svokallað mánaðarfrí í þeim mánuðum sem ekki voru önnur frí. Á þessu dögum mættu kennarar þó í vinnu. Öllum þessu frídögum hefur fækkað og nú eru eftir þessir svokölluðu starfsdagar sem almennt eru þrír utan lögbundinna frídaga nemenda. Stundum ákveða kennarar m.a.s. að fækka þessu starfsdögum með því að vinna í staðinn á kvöldin eða um helgar.
Fullyrðingar um að kennarar vinni ekki frá 8 til 16 í skólunum eru algjörlega ósannar sem og að þeir skili ekki sama dagafjölda í vinnu og aðrir. Ég hef starfað sem skólastjóri í stórum skólum á höfuðborgarsvæði á annan áratug og á þeim tíma hefur vinnuaðstaða kennara í skólum breyst mjög til hins betra. Áður var mjög þröngt um og oft ekki annað afdrep til undirbúnings og úrvinnslu kennslu en kaffistofan, auk þess sem tölvubúnaður fyrir kennara var af mjög skornum skammti í skólunum. Þá töldu menn oft betra að vinna þessa vinnu heima, þar sem þeir höfðu komið sér upp vinnuaðstöðu og keypt sér búnað til að sinna þessari vinnu. Nú vilja flestir kennarar ljúka undirbúningsvinnunni á vinnustaðnum og það er oft setið lengur en til 16. Stundum er komið aftur um kvöldið eða á laugardögum.
Ég hef gefið mér góðan tíma til að taka þátt í þessari umræðu í dag og vona að þeim tima hafi verið vel varið. Ég vona að menn séu nokkru upplýstari og innlegg mín hafi svarað einhverjum spurningum. Bara til upplýsingar fyrir hinn óskráða ófeig þá er ég sem stendur í leyfi frá störfum og er að nýta mér það til að fara rækilega ofan í skólastarf á Íslandi og víðar. Ég er t.d. í Finnlandi um þessar mundir en finnskir nemendur hafa staðið sig afar vel í alþjóðlegum könnunum á undanförnum árum. Eina helstu ástæðuna fyrir velgengni sinni telja Finnar að sé hin mikla virðing sem borin er fyrir kennarastarfinu í þjóðfélaginu.
Ég mun nú ekki ræða þetta mál frekar hér en vísa á bloggið mitt ef menn vilja eiga frekari viðræðu við mig um skólamál.
Með kveðjum góðum - Hafsteinn
Hafsteinn Karlsson, 20.2.2007 kl. 21:52
Ef að kennari er óánægður í starfi vegna þess að hann telur að launin séu of lág eða hvað annað sem hann er óánægður með þá segir hann einfaldlega upp störfum,þannig er það í öllum öðrum störfum.
það er ekki gott að hafa fáa óánægða kennara sem eiga að sinna börnunum en gera það ekki eða illa vegna óánægu í starfi.
Hitt er annað mál og það er að sumir kennarar sem eru snillingar í að búa til óánægu meðal samkennara sinna.Það kallast múgæsing,auðvitað vilja allir hærri laun ,nefnið mér einhvern launþega sem ekki myndi þiggja það.
Glanni (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 00:34
Ekki get ég setið á mér, þessar umræður eru svo fyndnar. Gott er að sjá að pirringur pistlahöfundar er umtalsvert minni í athugasemd en í orginal pistli. En mér finnst líka mjög fyndið að þessir 3-5 dagar á ári þar sem hann hefur góða og gilda ástæðu til þess að vera með barni/börnum sínum af því að kennararnir geta ekki passað fyrir hann skuli fara í taugarnar á honum. Þar kristallast hinn íslenski hugsunarháttur kynslóðarinnar sem öllu ræður: Setjum börnin í geymslu og gamla fólkið líka þannig að við getum unnið og grætt peninga. Þú afsakar vonandi Páll hvað ég er hvass, en svona upplifi ég þetta tuð um starfsdaga skólanna, sérstaklega þegar á eftir fer að foreldrar séu ekki til viðtals um annað en að fella þá niður. Skýlaus krafa um að þurfa ekki að vera með börnunum sín. Ef þú ert pirraður yfir því að þurfa að taka þér frí úr vinnunni máttu líka gjarnan íhuga af hverju það er. Getur það verið vegna þess að atvinnulífið er ekki beint það sveigjanlegasta þegar kemur að foreldrum? Gæti það hugsanlega verið eðlilegri krafa foreldra, að vera ekki til viðtals um annað í sínum kjaraviðræðum en að fá frí til þess að vera með börnum sínum þegar skólarnir sinna skyldum sínum til innra starfs og skipulagningar?
Tryggvi Már Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 09:24
Eitthvað er honum Hafsteinn mikið niður fyrir hér að ofan.Byrjar á að ásaka mig fyrir niðurlægjadi tal um kvennfólk og þá væntanlega kvennkennara.Þessu vísa ég beint heim til föðurhúsana,það sem ég var einnfaldlega að gera var að vísa til ummæla kennara sem þekkir nokkuð til þessara mála og sem hefur gegnum tíðina komið að kjaramálum þessara stéttar.Hann segir að það hafi verið lögð alltof milkil áhersla á að minnka vinnuframlag kennara í stað hærri launa,svo einnfalt er það nú.Það er ekkert niðurlægjandi við það....Síðan vælir Hafsteinn yfir því að oft sé störfum breytt þegar aldur færist yfir,það er allt gott og blessað en hvar annarstaðar en hjá kennurum minnkar vinnuframlag um t.d. 50% án þess að laun lækka....Síðan talar Hafsteinn um að vinnuaðstaða kennara hafa batnað svo mikið að nú starfi þeir nær einngöngu í skólunum,fínt og blessað og upp með stimpilklukkurnar,þær ættu þá að sanna fullyðringar Hafsteinns ekki satt.
'Ofeigur (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 15:50
Ég kom með innlegg í þessa umræðu hér fyrr og hafa töluverðar umræður bæst við síðan. Sem betur fer er þessi umræða aðeins farin að lyftast á hærra plan en samt eru nokkrir sem halda sig við sama heygarðshornið og tuða áfram í kennurum. Þeir eru greinilega ekki að setja sig inn í málin og þeirra umfjöllun sýnir alveg fádæma grunnhyggni og mér liggur við að segja fávisku.
Hér eru nokkur innlegg fyrir þá sem vilja leggja metnað sinn í að setja sig inn í umræðuna á vitrænum grundvelli. Einn bendir á þá frábæru lausn að ef kennarar eru 'óánægðir í starfi vegna þess að launin eru lág þá segja þeir upp störfum'. Þessi ummæli sýna alveg fádæma grunnhyggni skrifarans og eru algerlega úr takt við þessa umræðu og raunveruleikann. það er alls ekki það sama að vera óánægður í starfi og að vera óánægður með launin sín.
Ég leyfi mér að fullyrða að meirihluti kennara er ALLS EKKI óánægður með starf sitt. Það eru ákveðin forréttindi að fá tækifæri að vinna með ungu fólki og það njóta ekki allir þeirra forréttinda. Það að vinna með þessu unga fólki 8 tíma á dag lungann úr árinu gefur mörgum manninnum þá lífsfyllingu sem hann óskar sér. Kennarastarfið getur verið alveg jafn skemmtilegt og gefandi eins og hvert annað starf. Það fer eftir einstaklingnum sjálfum hvernig hann upplifir starf sitt, hvort honum finnst það ánægjulegt eða ekki. Það er nefnilega fullt af kennurum sem vilja starfa við kennslu. Það gleymist allt of oft í umræðunni að kennsla er lifibrauð þúsunda manna alveg eins og aðrar atvinnugreinar.
Að vera óánægður með þau laun sem maður fær fyrir vinnu sína er allt annar handleggur en að vera óánægður með starfið. Hvað kennara varðar þá hafa þeir verið óánægðir með launin sem þeir fá fyrir þessa vinnu. Enn og aftur eru þeir sem hér eru að jagast út í kennara og starf þeirra að detta í þá gryfju að agnúast út í vinnutímann. Það er eins og þeir skilji ekki það sem um hann hefur verið sagt hér að ofan, eða þá að þeir hafi ekki lesið það vegna áhugaleysis. Það hefur enginn þessara aðila kommenterað á það hvað þeim finnst um þau laun sem Guðbjörg Oddsdóttir kennari fær fyrir vinnu sína, 219.000- kr. á mánuði FYRIR SKATT. Þetta eru mun lægri laun en þær stéttir fá sem kennarar miða sig við. Um það snýst óánægja kennara með laun sín. Svona til upplýsingar þá eru þetta eru lægri laun er ræstitæknir í peningastofnun fær fyrir 50% starf!
Hvað varðar eftirlaun kennara þá er það greinilegt að þeir sem eru að tjá sig um þau vaða þar í villu og svima. Kennarar hafa ekki meiri eftirlauna- eða lífeyristéttindi en aðrar starfstéttir. Lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna var breytt fyrir nokkuð löngu síðan. Áður fyrr voru lífeyrisréttindi kennara meiri en annarra á þann hátt að þeim voru tryggð ákveðin laun eftir að þeir náðu starfslokaaldri og þeir gátu hætt að vinna þegar samanlagður lífaldur og starfsaldur náði samtals 95 árum. Það er búið að leggja niður en þau réttindi voru ekki af þeim tekin sem voru búinir að vinna sér þau inn.
Þessi réttindi kennara hafa alla tíð verið dragbítur á kjarabaráttu kennara og í hvert skipti sem samið var við ríkið um launaliði kjarasamnings þá var bent á þetta atriði, að lífeyrisréttindin væru á við marga launaflokka og þess vegna ættu þeir ekki að fá hærri laun. Þegar þessi réttindi vour afnumin voru launataxtarnir ekki leiðréttir nema að litlu leyti.
Hitt atriðið sem hefur verið hvað mestur dragbítur á launaleiðréttingu kennara er þegar grunnskólinn var fluttur frá ríki til sveitarfélaga. Sveitarfélögin sáu ofsjónum yfir þeim peningum sem ríkið samdi við þá um að fá til reksturs skólanna og stóðu í þeirri trú að nú yrðu til nóg af peningum fyrir sveitarfélögin að moða úr. Svo var aldeilis ekki. Í fyrsta lagi hafði ríkið trassað að halda við öllum þeim byggingum og tækjakosti sem að skólunum snéru. Fór mjög mikill hluti rekstrarfjárins frá ríkinu í að endurnýja byggingar og tækjakost skólanna. Í öðru lagi þá áttuðu sveitarfélögin sig ekki á því að það sem eftir var af peningunum var allt of lítið til að geta greitt starfsfólki skólanna þau laun sem þeim bar samkvæmt þeirri launastefnu sem ríkið hafði fylgt. Þar var fyrst og fremst um að ræða sífellt stærra bil milli þeirra og viðmiðunarstéttanna. Þetta hefur aldrei verið leiðrétt en ríkið hefur þó viðurkennt að þeir peningar sem sveitarfélögin fengu í upphafi til að reka skólanna var allt of lág. Þessi upphæð hefur verið hækkuð en því miður hefur mestur hluti hækkunarinnar farið í rekstur fasteigna og viðhald.
Svona í lokin er vert að benda á óbilgirni ríkisins hvað varðar þessa launadeilu kennara við sveitarfélögin. Fram kom á Alþingi fyrir stuttu gagnrýni stjórnarandstöðunnar á mennamála- og forsætisráðherra. Þar var þeim legið á hálsi fyrir að beita sér ekki fyrir því að leysa þessa deilu því það væri þeirra. Í svari forsætisráðherra kom fram sú skrítna 'írónía' að þessi deila stæði algerlega upp á sveitarfélögin, ekki ríkið. Það er kaldhæðni örlaganna að það var ríkisstjórnin sem setti lög á kennara í síðasta verkfalli en ekki sveitarfélögin. Upp á hvern stendur þetta þá? Mér er spurn.
Læt þetta nægja og bendi á orð Hafsteins Karlssonar hér að ofan að þeir sem vilja fylgjast með vitrænni umræðu um kjaramál kennara að fara inn á bloggið hans.
Jóhannes grunnskólakennari.
jbi (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:33
Óskaplegur fýla er þetta einatt útí kennar í herra Páli. Undan hverju klæjar þig svona ? Varðandi þessa Baugsmiðla þráhyggju, þá eru þeir sjálfsagt ekki verri en þeir sem haldið er úti af Valhallarhyskinu! Vantar ekki bara eitthvað uppá hjá þér í lífinu, það er eins og óhamingjan og önuglyndið leki af öllu þínu skrifi. Eða ertu bara svona rosalega "fyndinn"?
Önugur (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 17:19
Jóhannes er mjög svo skelegur í riti sínu hér að framan,og vitnar að sönnu í kennarann Guðbjörgu Oddsdóttir sem virðist eiga afar bát þessa dagana sökum vinnu sinnar.'I fyrstu þolraun talar Guðbjörg um "grunnlaun", krónur 219,er hún tilbúinn að standa við það að hún fá enga viðbót við þá upphæð,leggst ekkert á þau fyrir hinn ýmsu störf innan þess sem kallast kennari,mig minnir nú annað.Hún viðurkennir að hún hafi helmingi lengri sumarfrí en aðrir launþegar og er það vel,því kennarar hafa þráttað fyrir það lengi.Lífeyrirs réttindi kennara hafa hækkað um leið og launahækkanir verða innan stéttarinnar,Jóhannes segir að það sé afnumið.....Guðbjörg ræðir um vinnutíma sinn sem ósköp mikinn frá 8.10-16 mán,þrið,og fimmtudaga og sé svo búinn ca 14 á föstudögum eða 15.Uppúr stendur að kennarar hafa mun lengri sumarfrí en aðrir,munn minni vinnskildu við aukin aldur án þess að minnka í launum,hafa eftir 11 ára vinnu grunnlaun uppá 219 þús sem segir okkur ekkert um raunveruleg laun,því miður..það er eins og kennarar geti bara ekki rætt hve raunlaunin þeirra eru né vinnuframlag svo maður tali nú ekki um öll fríin.Þegar ég veit það og sé á svart á hvítu þá er ég tilbúinn að ræða sanngjör laun fyrir 40 stundavinnuviku hjá kennurum.En meðan þessi endalausi feluleikur kennara með sín fínu réttindi ,sem við öll vitum að þeir hafa ,koma aldrei upp á yfirborði þá fá kennara ekki þá samúð sem þeir vilja.
ófeigur (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 17:56
Það er gaman að lesa þessa umræðu sem fer fram hér á síðunni þinni. Ég er stoltur kennari og veit hvernig þetta allt gengur fyrir sig í skólanum mínum. Þess vegna tel ég að þú ættir að koma og kynna þér málin áður en þú skrifar svona aftur. Ég hef lesið kjarasamning minn og veit nákvæmlega hvernig þetta allt virkar og bið þig að skoða hann og gagnrýna okkur eftir það. Bæklingurinn sem slíkur er hluti af herferð kennara til að kynna þér hvernig þetta allt virkar og ef þú hefur ekki áhuga á að vita hvernig þetta gengur fyrir sig þá bara hendir þú honum, gott mál. Það er nefnilega allt of algengt að fólk hendi fram sprengjum án þess að kynna sér málin fyrst.
Þessa dagana eru við í baráttu vegna greinar 16.1 í kjarasamningi okkar en ég ætla ekki fjölyrða um það hér og þú getur skoðað það um leið og þú ferð í gegnum samninginn okkar.
Að lokum langar mig að koma söguna sem afi sagði mér einu sinni um bóndann sem vann svo lítið, hann þurfti bara að fara í fjósið á morgnanna og á kvöldin og svo var hann alltaf í frí.
Góðar stundir
Viddi Fásk
Viddi (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 18:16
Æ Æ Æ Ófeigur minn.
Það er einmitt þetta sem við kennarar eigum við að etja, hroka og fávísi þeirra sem leggja okkur í einelti. Akkúrat það sem kemur fram í þessu innskoti þínu. Þú hefur annað hvort ekki lesið það sem kennarar hafa verið að benda á í þessum umræðum eða að þú skilur alls ekki það sem verið er að tala um. Enn ertu að jagast í vinnutímanum, löngu sumarfríi, stuttum vinnudegi og vinnusvikum. Um það ætla ég ekki að ræða frekar, það er nóg búið að fjalla um og útskýra hér að ofan.
Svo bíturðu höfuðið af skömminni þegar þú ferð að langlokast um 219.000- króna mánaðalaun fyrir skatt. Orðrétt segirðu ´Það segir okkur ekkert um raunveruleg laun.' Í almennri umræðu um laun launþega er aldrei talað um annað en umsamin laun fyrir þann vinnutíma sem samið er um. Annað er bara bull. Það er ekki samanburðarhæft á milli starfsgreina og starfsmanna að hve miklu leyti hver einstaklingur hefur kost á yfirvinnu eða öðrum vinnu- og launatengdum liðum. Það að bera saman laun eins verkamanns sem hefur enga möguleika á yfirvinnu eða aukagreiðslum og verkamanns sem hefur möguleika á 40 tímum í yfirvinnu á mánuði er algjör firra. Þar er frekar verið að bera saman vinnustaði en laun einstakra starfsmanna. Þetta lítur út eins og viðkomandi viti ekki muninn á eplum og appelsínum.
Annað í þessu er ekki orðum á eyðandi en það er hjá okkur kennurum eins og mörgum öðrum í þessu lífi að 'hver hefur sinn djöful að draga'. Þessi viðhorf og besserwissaháttur.
Jóhannes grunnskólakennari
jbi (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:14
Mig langar til þess, sem móðir tveggja kennara og amma kennarabarna, að það komi skýrt fram að á starfsdögum kennara eru kennarar í fullu starfi í skólanum við ýmsa skipulagningu og fundi. Kennarar þurfa því líka að finna pössun fyrir sín eigin börn utan skólans þessa starfsdaga sem oftar en ekki reynast langir.
Mig langar líka til þess að það komi fram að í dag eru börn saman í bekkjardeildum alveg óháð andlegum og líkamlegum þroska þeirra. Þetta þýðir að kennari þarf að undirbúa námsefni hvers dags miðað við mismunandi getu nemenda og gefur auga leið að slíkt krefst mikils undirbúnings og vinnu, að ekki sé nú talað um alla fundina sem eru vegna þeirra barna sem eiga við einhvers konar vandamál að etja. Mér finnst svo margir halda að í dag geti kennari undirbúið námsefni eins og var gert hérna áður fyrr þegar allir í bekknum voru á sama stað í bókinni og hægt var að fara yfir næsta kafla eða kenna næstu aðferð í stærðfræði. Það er öðru nær.
Það að kennarastarfið er yfirleitt unnið af mikilli hugsjón (aðrir tylldu engan vegin í þessu starfi) á ekki að verða til þess að þeir séu bæði lítilsvirtir og hlunnfarnir í launum.
Ég hef oft sagt við mínar dætur sem báðar eru kennarar af hugsjón. Af hverju í ósköpunum ertu að eyða svona miklum tíma heima í vinnu sem þú færð ekkert borgað fyrir (það er nefnilega ekkert greitt fyrir eftirvinnu hjá kennurum). Svarið sem ég fæ er á þá leið að í skólastarfinu sé ekki hægt að standa frammi fyrir hóp af börnum án þess að vera búin að útbúa námsefni fyrir hvern og einn. Sumir séu mjög andlega vanheilir aðrir mjög skarpir og svo allt þar á milli.
Þeir sem ganga lengst í því að niðurlægja kennara, gera lítið úr vinnuframlagi þeirra og finnst ástæðulaust að þeir hafi mannsæmandi laun, ættu að kynna sér betur í hverju störf kennara eru fólgin áður en þeir dæma.
Að það skuli vera blaðamaður sem skrifar þennan pistil á síðuna sína undrar mig mjög og ég les með mikilli varúð það sem kemur frá honum framvegis.
rj (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 21:04
Jóhannes hin vitri hefur talað,guð sé lof..með sinni velstiltri samræðulist þar sem ekki ber á hroka,fávísi og sjúklegum besserwisserskapppppp.Ef Jóhannes heldur að svona skrif hér að ofan hjálpi til í kjaradeilum kennara og sveitafélaga þá er það ekki góðsviti.Það er stutt í gamla grátkökinn,um að allt þjóðfélagið stundi einelti á kennurum og að þeim vanti samúð,því kennara eiga svo bátt.Og ekki má gleyma því að allir kennarar elska starfið sitt,en launin eru bara svo fjandi lág,og engin virðing borinn fyrir kennurum.Ekki má gleyma öllum þeim sem niðurlægja kennara í hvert sinni sem þeir draga kjaramálahlut kennara í efa.Að fólk yfir höfuð skuli voga sér að vera ekki kennurum sammála,er allgjörlega óskiljanlegt.Það sem kennarar verða að fara að gera sér ljóst að svona framganga með blöndu af móðursýki og sjúklegu vantrausti í allt og alla sem ekki eru þeim sammála og hafa vissar efasemdir hvernig staðreyndum er fram haldið.'Astæða þess að ég dreg í efa að Guðbjörg Oddsdóttir fái aðeins útborgað ca.218.999 er að það hefur marg oft komið fram að meðallaun kennara eru mun hærri,en allger þögn er um þá hluti.Jóhannes reynir á frekar klúðurslegan hátt að skilja milli grunnlauna og óskilgreynda grunnlauna.Og aftur stagast ég á því að laun okkar elskulegu Guðbjargar er í sen meir enn hinn áætluðu grunnlaun fyrir skatta.Það eru einnfaldlega til staðar smurningsliðir sem viljandi eða óviljandi er sleppt.Og i guðsbænum farið þið nú að legga orðunum eins og einelti,fávísi,hroka,niðurlæging og önnur gífuryði á hilluna,þessi orð gefa umræðuni leiðinda svip.
'ofeigur (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 16:07
Páll.
Komdu nú með launaupphæð sem þú telur sanngjarna fyrir kennarastarf frá 8 - 16.
Ég vill líka benda þér á að ég tel þá líka vera sanngjarna kröfu að ALLIR kennarar fái vinnuaðstöðu í skólahúsnæðinu, svona til að vinna aðra vinnu.
Svo vill ég líka finna út hvað þér finnst eðlilegt að kennarar kenni margar 40 mínútna kennslustundir á þessum tíma. Við erum sennilega að tala um möguleika á 42 kennslustundum í vikunni.
Svo vill ég líka vita hvað þér finnst að ég sem skólastjóri eigi að hafa mikinn tíma til að funda með mínu fólki, þú sem hefur inn í skóla komið veist að þar er ríkjandi vinnuplan sem heitir stundatafla, þigg þínar ábendingar í því.
Ekki væri nú verra að vita hvað þér finnst að kennarar eigi að gera í vinnunni. T.d. - eiga þeir að fara yfir verkefni, standa í foreldrasamskiptum, kynna sér nýjungar, búa til próf, fara yfir próf, undirbúa kennslu og samþættingu kennsluefnis.
Starfsdagar pirra þig. Hvers vegna? Ekki útaf því að kennarar vinni ekki þá daga, því get ég lofað. Kennarar skila nær allir 8 - 16 vinnu á slíkum dögum, því þá er undirbúningstími þeirra og heimavinna felld að hluta inn í vinnudaginn. Þannig að þú vilt frekar frá kennsludaga? Er það kannski vegna þess að þá þarf að finna aðrar leiðir til að hafa ofan af fyrir börnum þínum. Starfsdagar eru dagar þar sem skipulag skólans og verkefnavinna starfsfólks fer fram.
Þú sem náðir því að vinna hálfan vetur í grunnskóla veist náttúrulega allt um það að kennarar eru aðallega uppteknir við að kenna. Annars ert þú að lýsa öðrum veruleika en ég veit til, eftir 13 ára starf í skóla.
Bíð spenntur eftir því að heyra þínar hugmyndir.
Treysti því að þú sért ekki einn af þeim hverúlöntum sem tuðar bara upphátt, MJÖG hátt, án þess að vita forsöguna.
Þegar kjarasamningar kennara voru settir í þennan farveg var verið að koma til móts við kröfur, aðallega samfélagsins, um aukið þróunarstarf, aukin samskipti við heimilin, meiri upplýsingaskyldu auk lengingar skólaárs og skóladaga.
Vinnutímarammi kennara er umsamin af tveimur aðilum, margt í þeirra samningum koma frá þeim tíma þar sem vinnuveitendur tímdu ekki að borga í laun, en buðu upp á sveigjanleika í störfum.
Út frá þessu þarf að vinna. Alhæfingar og dónaskapur hjálpar engum. Ég hef t.d. aldrei skilið hvers vegna flugmenn eru með hærri laun en kennarar. Þeir vinna í ca. 10 mínútur á dag, setja svo á Auto-pilot. Viddi Eiðamaður talaði um bóndann. Snilld strákur!
Ég held nefnilega að það sé bara kominn tími á að vita hvaða peninga er verið að tala um. Get vottað það að margir kennarar sem ég þekki eru að fá útborgað vel undir 200 þúsundum. Yfirvinna meðtalin, langt undir! Ég er sannfærður um það að ef að sveitarfélögin sýna fram á það að þeir séu til í að greiða verulega betur fyrir vinnutíma milli 8 og 16 munu menn taka því.
Vandamálið verður þá að mínu viti það að þar með er enginn sveigjanleiki gefinn fyrir vinnu umfram það. Það þýðir þá að mjög margt mun tapast, því undirbúningur og úrvinnsla kennslunnar eru í dag orðinn stórir þættir starfsins, af eðlilegri og sjálfsagðri kröfu foreldra.
Ekki viljum við að skólinn verði bara dagvistarstofnun barna, þar sem hágæða kennsla og öflug nýsköpun skiptir engu máli?
Hvar lærðu útrásarsnillingarnir okkar að lesa og skrifa? Maður þorir eiginlega ekki að tala um reikninginn.
Páll. Tillögur takk. Er í ágætri aðstöðu til að koma upplýsingunum áfram!
Magnús Þór Jónsson, skólastjóri í Snæfellsbæ.
Magnús Þór Jónsson, 22.2.2007 kl. 19:16
Ég var nú alveg ákveðin í að fara ekki að blanda mér í umræðuna, enda græðir maður ekkert annað en magasár á því að rökræða við fólk sem vill ekki hlusta á nein rök. En Ófeigur minn, ég skal með glöðu geði bjóða þér heim í kaffi og leyfa þér að fletta í gegnum launaseðlana mína. Grunnlaunin mín sem grunnskólakennari eru 204.703 kr. og jú það er rétt hjá þér að ég er einnig að fá greidda yfirvinnu fyrir ákveðin verkefni sem ég sinni aukalega (er það ekki það sem þú kallar svo smekklega smurningslið?) og ég er því að fá hina svimandi háu upphæð 219.925 kr. fyrir skatt! Útborgað gerir þetta 160.963 kr. En þessu trúir þú örugglega ekkert frekar en þú trúir öðrum rökum sem hér hafa verið borin fram - enda er erfitt að trúa því hvað kennarar eru í raun og veru að fá lág laun. Eins og ég segi, þú mátt alveg kíkja til mín í kaffi og skoða launaseðlana mína eins og þeir leggja sig - manst bara að hringja á undan svo ég verði örugglega heima til að taka á móti þér :)
Kær kveðja,
Sigurrós Jóna Oddsdóttir grunnskólakennari
Sigurrós Jóna Oddsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 23:51
Ég þakka Sigurrósu fyrir hennar innlegg í þessa umræðu og vonandi skýrir það betur fyrir þeim sem ekki þekkja um hvað málið snýst þegar verið er að tala um kjaramál kennara.
Það var og er ekki ætlun mín að vera með persónulegt skítkast í þessari umræðu. En það er miður ef einhverjir eru að beina henni á þá braut.
Ég þakka fyrir 'hlý' orð í minn garð frá ófeigi en miðað við það sem hann er að setja hér fram þá stend enn við það að hann hefur lítið sem ekkert lesið það sem komið hefur fram í þessari umræðu. Ég verð að viðurkenna að ég veit bara ekki hverjir þessir 'smurningsliðir' eru sem hann fjasar um frekar en aðrir kollegar mínir.
Margir láta glepjast þegar verið er að tala um meðallaun kennara. Í tölum hins opinbera kemur alltaf fram að þegar verið er að tala um meðallaun kennara þá eru þar talin með laun stjórnenda sem hækka meðaltalið verulega.
Ég þakka fyrir að vera kallaður vitur og er alveg viss um það að alla vega veit ég veit meira um kennarastarfið, kaup, kjör og réttindi þeirra en ófeigur. Ennþá dregur hann í efa að kennarar séu að gefa upp 'rétt' laun og hann trúir ekki þeim kennurum sem segja hvað þeir eru með í laun. Hvernig á að vera hægt að halda uppi vitrænni umræðu um launamál kennara þegar slíkt er gert. Það er mjög einfalt að fara inn á heimasíðu Kennarafélagsins og lesa þar launatöflurnar og kjarasamninginn. Það er allt þar svart á hvítu uppi á borðinu og slóðin www.ki.is er opin allan sólarhringinn.
Hvað 'gífuryrðin' varðar þá geta þau gefið umræðunni 'leiðinda svip' en þegar þeir sem sífellt stinga höfðinu í sandinn halda sífellt áfram og einhverja hluta vegna afneita staðreyndum þá virka þessi orð á þá sem gífuryrði.
Með bestu kveðjum, Jóhannes grunnskólakennari
jbi (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 19:35
Mér finnst alltaf skemmtilegustu bréfin sem innihalda tölur, hér á þessari síðu laun. Guðbjörg Oddsdóttir upplýsir að hún hafi 219.000 í grunnlaun, gott fyrir aðrar stéttir í landinu að vita það, en hún hefur ekki upplýst hvað hún hafi að meðaltali á mánuði í heildartekjur. Allt tal um að eini raunhæfi samanburður stétta á milli séu grunlaunin tel ég rangt. Horfið á allt fólkið í verslunar og þjónustugeiranum þar sem opið er fram á kvöld nærri 7 daga í viku. Þetta eru ekki nokkrar manneskjur sem vinna svona vinnutíma, nei þúsundir og ég get fullyrt það hér að þetta fólk hugsar ekki um "grunnlaun" þegar launaseðillinn kemur, heldur hvað fékk ég útborgað.
Mig langar hérmeð til að biðja hina ágætu Guðbörgu að upplýsa okkur hin hver voru heildarlaun hennar fyrir kennslustörf á s.l. ári. Hún er nýbúin að fá í hendur launaseðil s.l. árs svo það ætti ekki að vera vandamál. Svo væri gaman að Guðbjörg upplýsti okkur hin, sem þurfum að kaupa okkur fæði daglega á hinum frjálsa markaði, hvað hún kaupi nú t.d. smurt rúnstykki á eða e-ð slíkt á hennar vinnustað. Annars ef Guðbjörg vill ekki upplýsa okkur um heildarlaun sín, þá má ekki gleyma því að mér gefst tækifæri í ágúst n.k. að upplýsa um þau hér á þessari síðu, svo ekkert er nú að fela.
Annars vil ég taka það fram að ég tel kennara vinna mjög þýðingarmikið starf en ég held að ég geti fullyrt að það eru hundruðir skoðana á því hvað séu "réttlát" laun fyrir svona starf, nokkuð sem aldrei finnst út úr meðan meðalmennskan ræður ríkjum í faðmlagi kennara og ríkis, sem virðist vera heilagt í augum flestra í starfinu. Meta kennarar það einskis að fá því framgegnt ?
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.