Mánudagur, 7. janúar 2013
Konur sem yfirgefa fallna eiginmenn
Dæmi eru um að fallnir útrásarauðmenn og meðhlauparar sem komust í álnir siðlausa áratuginn missi eiginkonur sínar þegar silfrið þrýtur. Kokkáluðum íslenskum einu-sinni-ríkum-og-eftirsóttum huggun harmi gegn er að fyrirbrigðið er ekki séríslenskt, - ekki frekar en græðgi.
Christian Wulff var þartil fyrir skemmstu forseti Þýskalands. Hann missti embættið vegna spillingar. Þýskir fjölmiðlar segja núna frá fallegu eiginkonunni sem treysti sér ekki lengur að standa við hlið fyrrum forseta.
Sjálfsbjargarviðleitni sterkara kynsins er óumdeild.
Athugasemdir
Póstmódern er þetta kallað Páll. Postmodernity eða tækifærisföt.
Kveðjur til þín - og gleðilegt (?) -en að minnsta kosti - nýtt ár
Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2013 kl. 23:15
"Wenn das man gut geht".
"Aus dem artigen Christian sei ein feuriger Lebemann geworden. Gewandt im Small Talk, präsent auf allen Partys. Was für ein Wandel! Wenn das man gut geht. So redeten sie damals in Niedersachsen."
Þýskan getur verið skemmtileg, Páll.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 23:21
Gunnar Rögnvaldsson, 7.1.2013 kl. 23:26
Þessi Hayek, þarna, Gunnar, það er varla Friedrich von Hayek.
Er það kannski hún Salma Hayek?! Útleggið þá hennar meintu sjálfsbjargarviðleitni og pragmatisma (og tækifærisfötin mega fylgja með ).
Jón Valur Jensson, 8.1.2013 kl. 02:40
Gleðilegt nýtt ár Jón Valur;
Dettur, hugdettur; What we think, we become
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 8.1.2013 kl. 03:45
Já, Meryl Streep er flott þarna sem Maggy Thatcher, afar sannfærandi í hlutverkinu og mynd hennar fyrst nánast eins og fyrirmyndin. Og þarna segir hún ágæta hluti, þótt ekki hafi ég getað skrifað upp á alla hennar stefnu.
Gleilegt ár, Gunnar!
Jón Valur Jensson, 21.1.2013 kl. 00:19
Gleðilegt !
Jón Valur Jensson, 21.1.2013 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.