Mánudagur, 7. janúar 2013
ESB-umsóknin er pólitískt hryðjuverk
Stjórnvöld í lýðræðisríki eiga að endurspegla þjóðarviljann í stærstu málum. Hvort þjóð ætli inn í Evrópusambandið eða standa utan er meðal stærstu pólitísku álitamála.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. sótti um aðild Íslands að Evrópusambandinu þótt það lægi fyrir að ekki væri þjóðarmeirihluti fyrir umsókninni. Umsóknin fékkst aðeins samþykkt á alþingi fyrir svik þingmanna VG sem höfðu nýfengið umboð frá almenningi til að halda Íslandi utan ESB.
Umboðslausa ESB-umsóknin hefur hrakist fyrir veðri og vindum í bráðum fjögur ár. Ekkert bólar á samningi og svokallaðar viðræður í skötulíki.
ESB-umsóknin heldur íslenskum stjórnmálum í herkví. Framferði ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum flokkast ekki undir stjórnmál í venjulegum skilningi þess orðs. ESB-umsóknin er pólitískt hryðjuverk sem bitnar á þjóðinni og samskiptum Íslands við umheiminn.
Rangt að draga ESB á asnaeyrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skilningur sumra á lýðræði er rannsóknarefni..
Jón Ingi Cæsarsson, 7.1.2013 kl. 08:44
Mikið er það gott og mikið fagnaðarefni að Samfylkingarspeninn Jón Ingi Cæsarsson skuli hér viðurkenna það og átta sig á því að skilningur hans á lýðræði er verulega brenglaður og hreint rannsóknarverkefni.
Gunnlaugur I., 7.1.2013 kl. 10:54
Það er vissulega rétt Jón Ingi. Það væri vissulega þarft að rannsaka hvers vegna þjóðin var svipt lýðræðislegum rétti sínum til að ákveða hvort sækja ætti um aðild að ESB.
Gunnar Heiðarsson, 7.1.2013 kl. 10:55
Já hann er dálítið skrýtin skilningur ESB sinna á lýðræði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2013 kl. 11:23
Átakanlegt skilningsleysi 3/4 í andsvörum hér að ofan, er dapurlegt, og er lýsandi fyrir þær ógöngur sem lýðræði á Íslandi hefur ratað í.
Þið eruð ekki fólkið, bara svo það sé á hreinu.
Nýja Ísland er nefnilega svo vel útbúið, að óþarfi er að spyrja aðra en þessi 30% lattelepjandi lopatrefla í 101 Reykjavík og vannabí 101 lattelepjandi lopatrefla í öðrum óæðri póstnúmerum, sem fara með lýðræðið á Íslandi fyrir hönd 1001 Brussel.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 11:55
ESB umsóknin ER pólitískt hryðjuverk. Icesave VAR efnahagslegt hryðjuverk sem þjónaði því hlutverki að beina athygli almennings frá pólitíska hryðjuverkinu.
Ætlar einhver að kjósa gjörningsmenn beggja hryðjuverkanna í apríl n.k.?
Kolbrún Hilmars, 7.1.2013 kl. 18:42
Hvað hafið þið 5 síðustu og Páll á móti svona lýðræðislegum gjörningsmönnum? Hið mikla lýðræði ætti að koma fram við rannsókn Jóns Inga og co.
Elle_, 7.1.2013 kl. 22:01
Við síðustu þingkosningar voru þrír flokkar sem voru með það á stefnuskrá sinni eða í það minnsta í landsfundarsamþykkt að sækja um aðild að ESB og bera aðildarsamning síðan undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta oru Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Borgarhreyfingin sem síðar varð Hreyfingin að 3/4 hlutum til. Þessir flokkar fengu meirihluta í kosningunum samtals. Þingmenn tveggja af þessum flokkum kusu síðan með öðrum hætti eftir kosningar. Hafi það verið svik við kjósendur VG að einstaka þingmenn flokksins kusu með aðildarviðræðum þrátt fyrir stefnuskrá flokksins í kosningunum þá á það ekki síður við breytta stefnu þingmanna Framsóknarflokksins og Borgarhreyfingarinnar samanborið við kosningastefnuskiránna.
Fyrir utan það að þeir flokkar sem höfðu það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB fengju samtals meirihluta í þingkosningunum þá hefur frá kosningum oft mælst meirihlutastuðningur fyrir því að klára aðildarviðræður og kjósa síðan um samningin í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er því út í hött að tala um að Alþingi hafi ekki haft umboð til að sækja um aðild. Þetta var gert samvkæmt leikreglum lýðræðisins og var samþykkt með meirihluta atkvæða á Alþingi. Það er ekki í anda lýpræðis að ætla síða að skiptast á að halda viðræðum áfram og stöðva þær í hvert skipti sem skoðanakannanir sýna meirihlutastuðning við að stöðva þær. Það er heldur ekki hægt að ætlast til að hinn samnigsaðilinn elti slíkt. Það er einfaldlega eðlileg leið að klára þær samningavðræður sem farið er af stað með og taka síðan afstöðu til niðurstöðunnar þegar hún liggur fyrir. Það er því eðlileg leið að klára viðræðurnar og kjósa síðan um niðurstöðuna.
Gleymum því ekki að í dag eru í gangi alls konar flökkusögur um það hvað af aðild fellst sem ekki á sér neina stoð í rauveruleikanum. Þar er hægt að nefna fullyrðingar eins og að við missum fiskveiðiauðlindina og jafnvel fleiri auðlindir ef við göngum í ESB. Það er einfaldlega kjaftæði. Það eru líka í gangi fullyrðingar um að aðild muni rústa sjávarútvegi og landbúnaði. Það er ekkert sem bendir til þess. Það eru líka í gangi fullyrðingar um að við missum sjálfstæði og fullveldi við að ganga í ESB. Staðreyndin er hins vegar sú að ESB er einfaldlega samstarfvettvangur 27 sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja í Evrópu sem hafa ákveðið að taka sameiginlegar ákvarðanir um sameiginlega hagsmuni. Þær geta hvenær sem er ákveiðið að hætta þátttöku í þessum samstarfsvettvangi og sagt sig úr ESB. Þessar fullyrðingar standast því ekki skoðun.
Því er það svo að ef við færum að kjósa núna um það hvort við ættum að halda þessum viðræðum áfram þá er hætt við að afstaða margra kjósenda færi eftir því hversu vel andstæðingum ESB tekst að fá þá til að trúa þessu bulli.
Það eru ekki aðildarviðræðurnar sem eru að kljúfa þjóðina eða tefja störf Alþingis. Það eru engir þingmenn í samninganefndinni. Það eru því þeir sem eru alltaf að sólunda tíma Alþingis með kröfu um að þessum viðræðum skuli hætt sem eru að tefja störf Alþingis. Það eru því þeir sem eiga helst skikið þá umsögn að þeir séu að "fremja pólitísk hryðjuverk" ef menn vilja nota þau orð en ekki þeir sem vilja að við förum þá eðlilegu leið að klára dæmið og taka síðan afstöðu.
Sigurður M Grétarsson, 8.1.2013 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.