Sunnudagur, 6. janúar 2013
Frakkar vilja Pussy Riot í stað Depardieu
Frakkar krefjast stúlknanna í Pussy Riot sem Pútín Rússaforseti ofsækir í stað leikarans Gerard Depardieu sem fær hæli í Rússlandi vegna hárra skatta í Frakklandi.
Þjóðverjarnir á Welt segja frá þessum kröfum Frakka sem er hluti af netsamræðu þarlendra um skattaflótta Depardieu og dekri Pútíns við þann franska.
Eftir áratugi í Evrópusambandinu gefa ríkir Frakkar lítið fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralag ef skattur til að standa undir Stór-Evrópu er 75%. Þá er betra að búa í landi Gúlagsins.
Depardieu kemur sér fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Greifinn lætur ekki bjóða sér slíkt,75% fyrir bullið.
Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2013 kl. 22:46
Mikið er ég feginn að Egill Helgason er ekki kominn til Rússíá og farinn að blogga á rússnesku. En hann færi létt með það að læra hana.
Hef orðið skelfingu lostinn oftar en einu sinni í sjónvarps góni mínu hér erlendis. Myndir af Agli birtast allt í einu í sambandi við landflótta, skatta, Putin og ég veit ekki hvað. En til allra hamingju kom þó í ljós að hér var ekki okkar Egill á ferðinni, heldur Gérard Depardieu.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 04:50
Eru þeir líkir í útliti,? Hvaða hamingja fylgdi þeirri frétt að ,,okkar,, Egill er ekki flúinn til Rússlands. Við erum nú ekki komin í Esbéið Haukur og mótspyrnan er að verða ansi kröftug. Værum við komin í eiturbrasið biðu okkar hér að greiða niður skuldir Stór-Evrópu. Eins og ruddar þessa apparats hafa hegðað sér,gæti ég vel ímyndað mér að þeir færu fljótlega að virkja auðlyndir okkar rústa öllu hér í eigin þágu,flytja rafmagn til meginlandsins,við mættum nota lýsið. --- En ég get vel unnt þér þess að létta yfir missýn þinni,sjarmatröllið franska aflar sinna tekna með hæfileikum sínum,því ætti hann að una því að 3/4 renni beint í uppihald Esb.
Helga Kristjánsdóttir, 7.1.2013 kl. 05:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.