Laugardagur, 29. desember 2012
Spiegel: endur-þjóðríkjavæðing Evrópu
Ef Bretland fengi tilbaka valdheimildir frá Brussel gæti Evrópusambandið liðast í sundur, segir forseti leiðtogaráðs sambandsins, Herman van Rompuy. Ekki vitnar það um mikið sjálfstraust. Orð van Rompuy verða skiljanlegri í ljósi afhjúpunar í síðasta hefti fréttaritsins Der Spiegel.
Blaðamenn Spiegel skoðuðu síðasta fund leiðtogaráðs Evrópusambandsins ítarlega. Fundurinn var í desember. Blaðamennirnir undirbjuggu sig fimm mánuði fram í tímann með því að heimsækja nokkrar höfuðborgir Evrópusambandisns gagngert í þeim tilgangi að afla sér tengsla við ráðamenn.
Umfjöllun Spiegel er á tíu síðum og hefst með undirbúningsfundum fyrir leiðtogafundinn. Þar hittust m.a. þeir Mayer-Landrut, yfirmaður ESB-skrifstofu kanslaraembættis Angelu Merkel, og starfsbróðir hans hjá Hollande Frakklandsforseta, Philippe Léglise-Costa. Piotr Serafin, sem fer með málefni ESB hjá Donald Tusk forsætisráðherra Póllands, var einnig viðstaddur og er greinilega heimildamaður Spiegel.
Fundurinn var haldinn í einu dýrasta hverfi Berlínar, við Wannsee, og viðfangsefnið var Evrópusambandið eftir fimm til tíu ár. Toppembættismenn Frakka og Þjóðverja í ESB-málum voru sammála um að ekki kæmi til greina að flytja til Brussel valdheimildir á sviði skattamála og vinnumarkaðarins.
Til að undirbúa leiðtogafundinn útbjó Barroso forseti Evrópusambandsins ítarlega skýrslu um aukinn samruna ESB byggða á ræðu sem hann flutti Evrópuþinginu í september. Skýrsla Barroso var upp á 51 blaðsíðu. Van Romuy kom með sína útgáfu fimm dögum síðar og hún var upp á 15 síður með úþynntum hugmyndinum Barroso. Skýrsla van Rompuy fékk ekki hljómgrunn. Michael Link hjá þýska utanríkisráðuneytinu sagði ,,mest af þessu er vísindaskáldskapur."
Þegar búið var að fleygja á ruslahaugana stóru framtíðarhugmyndunum um samrunaþróun stóðu eftir aðgerðir til að takast á við evru-kreppuna, - sem er fyrst og fremst kreppa jaðarríkjanna í Suður-Evrópu. Spánverjar, ítalir og Frakkar gerðu sér vonir um að sérstök ákvörðun yrði tekin á leiðtogafundinum um að búa til höggdeyfi fyrir evru-ríki í vanda.
Þjóðverjar voru búnir að reikna út að höggdeyfir fyrir Suður-Evrópu myndi kosta um 80 til 100 milljarða evra. Hvorki Þjóðverjar né önnur Norður-Evrópuríki, s.s. Finnland, Austurríki og Holland vilja eyða meiri peningum í Suður-Evrópu. Merkel notaði ítrekað orðið ,,samkeppnishæfni" sem vísar beint í kröfu Norður-Evrópu um að ríkin sunnar í álfunni skeri niður ríkisútgjöld og lækki laun til að verða samkeppnishæf. Á móti töluðu Hollande, Monti frá Ítaliu og Rajoy sá spænski um ,,evrpópska samstöðu" en það er kurteist orðalag yfir meiri peninga frá norðri til suðurs.
Á leiðtogafundinum sjálfum spurði Merkel með þjósti hvort ætlunin væri að láta Evrópusambandið fá valdheimildir til að sækja sér skattfé. Það var þó sá sænski Reinfeldt sem var hvað hvassastur á fundinum í gagnrýni á tilburði Brussel til að sölsa til sín völd í skjóli evru-kreppunnar.
Reinfeldt gagnrýndi þá lensku leiðtogaráðsfunda að setja saman texta sem væri samþykktur án þess að fyrir lægi hvernig ætti að skilja þann texta - öll útfærslan væri eftir. Hann sagði að Evrópusambandi hefði þegar þær valdheimildir sem nauðsynlegar væru til að berjast gegn kreppunni en þyrfti að nýta þær betur. Þá benti hann viðstöddum á að evran væri ekki gjaldmiðill Evrópusambandsins. Ný skoðanakönnun í Svíþjóð sýndi aðeins níu prósent (já 9 prósent) stuðning við upptöku evru. Þýsku blaðmenn Spiegel voru svo nærgætnir að nefna það að Svíum líðst að brjóta þá kvöð sem er á ESB-ríkjum að taka upp evru þegar formleg skilyrði eru uppfyllt. Aðeins Danir og Bretar búa við varanlega undanþágu frá evru.
Leiðtogafundurinn skilaði engu marktæku. Blaðamenn Spiegel fá far með Juncker forsætisráðherra Lucemburg og talsmanni þeirra 17 ríkja af 27 ESB-ríkjum sem búa við evru. Juncker ætlar að hætta sem talsmaður evru-ríkja.
BMW Junckers þýtur í gegnum Evrópu sem tapað hefur sínu innra samhengi. Leiðtogafundurinn sýndi að stóra vandamál álfunnar er endur-þjóðríkjavæðing. Hvert þjóðríki hugsar um sig, hvort heldur það eru Pólverjar, Þjóðverjar eða Frakkar.
Í lok úttektar Spiegel á fundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir frá samkeppni Frakka annars vegar og hins vegar Þjóðverja að safna að sér bandamönnum til að fá sínu framgengt í Evrópu.
,,Ein bisschen klingt das wie früher, als es noch Kriege gab in Europa." (Þetta hljómar eins og á fyrri tíð þegar enn voru stríðsátök í Evrópu).
Ekki í boði að endurheimta völd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Athyglisvert. Juncker er talsmaður smáþjóðar sem alltaf lenti milli steins og sleggju þegar stórveldin börðust. Þeirrar smáþjóðar sem sá hag sínum best borgið eftir WW2 með því að sameinast minni nágrannaþjóðum og mynda BeNeLux á fríðartíma.
Ætli hertogadæmið Luxembourg sé einnig að undirbúa brottför úr ESB?
Kolbrún Hilmars, 29.12.2012 kl. 17:26
Michael Link hjá þýska utanríkisráðuneitinu,hefur fellt dóm yfir 51,ar blaðsíðu skýrslu forseta Esb.Barroso og síðan samantekt van Rumpui upp á 15bls. Er það hól eða vandlæting þegar hann kallar hana að mestu vísindaskáldkap. Hvað ætli þeim íslenska finnist,??
Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2012 kl. 17:41
Hinn íslenski ræður ekki við svo neikvæða hugsun yfir brusselska dýrðarríkið. Kæmi ekki á óvart að Luxembourg vildi komast út, eins hrikalegt og það verður fyrir það litla ríki með nánast núll vægi að endurheimta fullveldið. Spyrjið bara Ásmund.
Elle_, 29.12.2012 kl. 21:00
Samkvæmt fréttum í vikunni eru þrjú smáríki; San Marino, Monaco og Andorra (sem ekki tilheyra ESB) að íhuga aðild að EFTA.
Gæti verið að þarna sé að myndast samstarfsvettvangur allra smáríkja Evrópu, svona til hliðar við ESB? Hugsanlega er Luxembourg, að tjaldabaki, einnig að íhuga að ganga í lið með hinum smáríkjunum?
Yrði það ekki fríður hópur; Liechtenstein, Ísland, Sviss, Noregur, San Marino, Monaco, Andorra, Luxembourg?
Kolbrún Hilmars, 29.12.2012 kl. 22:40
Jú, það yrði flottur hópur lítilla, frjálsra og fullvalda og sjálfstæðra ríkja. Og hryllileg niðurlæging fyrir Brusselveldið. Og Össur og co. (Ásmundur meðtalinn).
Elle_, 29.12.2012 kl. 23:59
Guð blessi Bretland. Bestu þakkir fyrir þátt þeirra í að ráða niðurlögum Þjóðverja í heimsstyrjöldunum tveimur og megi þeir verða verkfæri til að frelsa heiminn undan oki þeirra enn á ný.
Það nálgast. (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 04:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.