Vörn ESB-sinna í Bretlandi: við vitum ekkert um framtíð evrunnar

Andstæðingar aðildar Bretlands að Evrópusambandinu eru með öll tromp á hendi. Þeir hafa unnið umræðuna og ESB-sinnar hrekjast úr einu víginu í annað. Nick Clegg ráðherra frjálslyndra í ríkisstjórn íhaldsmanna segir ótímabært að ákveða hvort Bretland eigi að halda sér í ESB eða fara þaðan út á með framtíð evrunnar sé óljós.

Hér heima þvælist óbjörguleg framtíð gjaldmiðils ESB ekkert fyrir ESB-sinnum. Össur utanríkis og ,,sérfræðingarnir" í smáríkjastofnun Samfylkingar í Háskóla Íslands og í héraðsháskólanum á Bifröst telja evruna aðeins glíma við tímabundinn vanda.

Alvöru fræðimenn, t.d. Hans-Werner Sinn prófessor í hagfræði við háskólann í München og yfirmaður Ifo rannsóknastofnunarinnar, segir í grein að viðbrögð ESB við evru-kreppunni auki líkurnar á því að sambandið hrynji til grunna. Hér eru lokaorð greinarinnar

The assertion that the eurozone could be transformed into a United States of Europe is no longer convincing. The path toward joint liability is far more likely to lead to a deep rift within Europe, because turning the eurozone into a transfer and debt union that can prevent the insolvency of any of its members would require more central power than currently exists in the US.

Með evrunni for Evrópusambandið fram úr sér í samrunaþróun. Umræða síðustu missera og ára leiðir í ljós að aðeins tveir kostir standa eftir. Í fyrsta lagi að smíða nýtt ríki, Stór-Evrópu, til að bjarga evrunni og í öðru lagi að vinda ofan af evru-samstarfinu.

Þessir tveir kostir gera báðir ráð fyrir að hægt verið að bregðast með skipulegum hætti við evru-kreppunni. En það getur auðveldlega farið svo að einstök ríki evru-svæðisins verði fyrir slíkri ágjöf, t.d. fjármálamarkaða, pólitískri upplausn eða innanlandsóeirða, að ekki verði við neitt ráðið. Í því tilviki færi af stað atburðarás þar sem hvert ríki hugsaði um eigin hag og léti Evrópusambandið fara til fjandans.


mbl.is Dragi sig ekki frá Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Evrópumenn vakna, eftir allt er ríkið ég og þú og verðskuldar hollustu okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2012 kl. 15:01

2 identicon

Ekki reyna að skrifa þig frá einfaldri spurningu Páll:

Hverjir héldu um stjórnartaumana þegar Ísland gekk í EES - og hverjir voru í forsvari þegar Ísland gekk í Schengen?

Voru það ekki svik við þjóðina?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 16:05

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur annars vegar og hins vegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, Hilmar. Hvorugt var gott.

Páll Vilhjálmsson, 27.12.2012 kl. 16:34

4 identicon

Páll, þú ert skynsamari en svo að þú þurfir að sýna undir iljarnar.

Svaraðu einfaldlega spurningunni:

Voru það ekki svik við þjóðina?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 16:54

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hilmar, við vitum öll hvernig þetta gekk fyrir sig.  Það var öryggisventillinn (þáverandi forseti) sem brást varðandi EES.  Þrátt fyrir tugþúsunda áskoranir um að vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, skrifaði hún undir lög þingsins.

Schengen - það var okkur kjósendum að kenna að hafa ekki safnað undirskriftum.  Okkur til afsökunar þó; miðað við hið fyrra væri það einungis tímasóun.

Þannig lít ég á þessi tvö mál. 

Kolbrún Hilmars, 27.12.2012 kl. 17:18

6 identicon

Ef Hilmar er ekki kjáni veit hann að svarið færi eftir hver svaraði. Hverju heldur hann að Jón Bali eðalkrati svaraði? Nú eða það mikilvægara. Á að láta evrópusambands miðstýringarfrelsaða krata ráða áframhaldinu?

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 18:08

7 identicon

Vigdís Finnbogadóttir er og var and-lýðræðissinni.  Nú ætla samfýósarnir að reisa henni tröllvaxið minnismerki, mausoleum, samfýósaelítan sér um sína.

Aggi (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 19:52

8 identicon

Ágæti Páll. Þetta er í fimmta (5.) skipti sem ég spyr þig einfaldrar spurningar:

Hverjir héldu um stjórnartaumana þegar Ísland gekk í EES - og hverjir voru í forsvari þegar Ísland gekk í Schengen?

Voru það ekki svik við þjóðina?

Hingað til hefur þú farið undan í flæmingi og forðast að svara þrátt fyrir að hafa brigslað Sjálfstæðisflokknum um væntanleg svik, hugsanlega, á fyrra bloggi.

Einhver bilun virðist komin í Pál Vilhjálmsson í Evrópumálum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 19:55

9 identicon

Verð að viðurkenna að það kemur fyrir að ég fái aulahroll við lestur á ummælum hjá Páli varðandi EU, EFTA, ESA, EEA, Schengen etc.

Mætti halda að Ísland væri „Musterknabe“ álfunnar, fyrirmyndin, sem allir reyndu að stæla og litu upp til. Samt aðeins fá ár síðan að hér var allt í kalda kolum, total gjaldþrot.

Geir Haarde sendi urgent e-mail til IMF, please, come immediatly – strax, undireins -, no money left - blankir, staurblankir -, no Krona left, not even by buddy Dabby.

Hvernig væri að láta minna, smá „modesty“, „Bescheidenheit“?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 20:05

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Haukur, býrð þú ekki í Sviss?  Í öruggu skjóli frá ESB aðild, EES samningi og Schengen samkomulagi.  Hvort myndir þú styðja eða mótmæla ef Sviss skipti um skoðun og vildi upptaka allt þetta?

Hvað IMF snertir, þá vill svo til að Ísland á aðild að sjóðnum og hefur greitt sín aðildargjöld þangað og er í fullum rétti til þess að sækja um aðstoð ef þörf krefur.

Það gleymist mörgum, eða er þeim ókunnugt, hversu víðtæk félagsaðild Íslands er í hinum ýmsu alþjóðlegu samtökum.  Þess vegna komast sumir upp með að tala um hina skelfilegu "einangrun" Íslands gerist það ekki ESB þjóð. 


Kolbrún Hilmars, 27.12.2012 kl. 21:01

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þú ert gamansamur Haukur,en hvað gerir fólk þegar ræningjar hafa rúið það inn að skinni,?? Var einhver svona illa talandi/skrifandi á ensku í ráðherraliðinu,kannski ein með e’mail til esb, engin,björg-,no Ingibjörg escaped!!

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2012 kl. 21:14

12 identicon

Gott og vel Páll. "Hvorugt var gott" er eina svarið sem ég næ að kreista út úr þér í kvöld, enda þorir þú ekki að ganga lengra í afneitun þinni á DO.

Það er hins vegar fólgið nokkuð sannleikskorn í svarinu. Hvorki stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, né Sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks var gott - að maður nefni nú ekki Hrunstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Nú er það dagljóst að hörmungarstjórnarsamstarf Samfylkingar og VG ("norræna velferðarstjórnin") er nokkuð langt frá því að vera gott.

Getum við þá ekki sammælst um það, Páll, að búið sé að fullreyna að fjórFLokkurinn geti stjórnað landinu?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.12.2012 kl. 22:12

13 identicon

Það eina sem er búið að sannreyna Hilmar er að samstarf fjórflokkana gengur ekki, alltof mikilvæg mál fara í gegn í skjóli málamiðlana. Best væri að bara einn flokkur réði, flokkurinn minn

Annars held ég að hugmyndin um EES hafi ekki verið alslæm, það var bara útfærslan sem gekk ekki upp.

Björn (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband