Þriðjudagur, 25. desember 2012
Jólahald hjá Samfylkingunni
Ein hefð úr Alþýðubandalaginu lifir góðu lífi í Samfylkingunni. Illvígar deilur sem eru öllum óskiljanlegar nema innvígðum setja svip sinn á flokksstarfið.
Jólarifrildi Samfylkingarinnar er hvort heimilt sé að krefjast kvittunar á greiddu félagsgjaldi fyrir atkvæðaseðil í formannskjöri. Átökin um félagsgjaldið er á milli fylgismanna Guðbjarts og Árna Páls en þó er óglöggt hvorir vilja hvað.
Björn Bjarnason, sem er þaulvanur stjórnmálaskýrandi, á fullt í fangi með að varpa ljósi á innanflokkserjurnar. Lái honum hver sem vill.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.