Evrópa án ESB

Hann var rekinn út Hitlersæskunni vegna óhlýðni. Hann er þýskur Evrópumaður og finnur til samkenndar með öllum þjóðum álfunnar. En hann getur ekki samþykkt að Evrópa sé Evrópusambandið og að án sambandsins verði Evrópa ómerkilegri.

Rithöfundurinn Hans Magnus Enzensberger skrifaði nýlega bók sem heitir í lauslegri þýðingu Mjúka skrímslið í Brussel og afnám lýðréttinda í Evrópu. 

Þýska stórblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung gerir Enzensberger þann heiður og Evrópusambandinu þá skömm að birta spurningar og svör rithöfundarins sem ásamt völdum tilvitnunum draga stjórnmálamenn og ESB-kerfið sundur og saman í háði.

Enzensberger byrjar á því að spyrja hvers vegna gáfuð kona eins og Angela Merkel getur látið aðra eins vitleysu út úr sér: ,,falli evran, þá fellur Evrópa." Maður þarf ekki beinlínis að vera Einstein til að fatta að Evrópa stendur og fellur ekki með gjaldmiðli. Í tvö þúsund ár hafa ýmsir gjaldmiðlar verið notaðir í álfunni og enginn þeirra felldi Evrópu.

Tilvitnun í forsætisráðherra Luxemburg og talsmann evru-hópsins í Evrópusambandinu, Jean-Claude Juncker, varpar ljósi á þá Evrópu sem gæti fallið með gjaldmiðlinum: 

Við tökum ákvörðun og látum hana fréttast. Við bíðum og fylgjumst með hvort einhver djöfulgangur hefst. Ef engin andstaða er við ákvörðunina, vegna þess að fæstir skilja hana, þá höldum við áfram skref fyrir skref uns ekki verður aftur snúið.

Stjórnsýsla af þessu tagi getur tekið býsna margar rangar ákvarðanir áður en það rennur upp fyrir alþjóð að röð mistaka stefnir Evrópusambandinu fram af bjargbrúninni.

Evran mun ekki fella Evrópu. En hún mun fella Evrópusambandið. Nokkur munur þar á.

Gleðileg jól.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hans Magnus Enzensberger er intelligent og nokkuð góður rithöfundur. Þekktur fyrir sarcasm og gagnrýni, gagnrýnir allt á milli himins og jarðar.

“I can’t stay in line. It’s not in my character”, segir hann um sjálfan sig. Agalaus, virkar oft “geschwätzig”.

Ég mundi ekki  nenna að svara þessum 40 spurningum. Frekar banal.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.12.2012 kl. 14:10

2 Smámynd: hilmar  jónsson

ESB á daginn

ESB á kvöldin

ESB um jólin

Skelfileg eru gólin.

hilmar jónsson, 25.12.2012 kl. 14:16

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þannig er það bara Haukur,að oft ratast ,kjöftugum satt á munn, eða er ekki málshátturinn svona,? Mínum svefn-soðna heila ætl,eg að deila,með mikilmönnunum á þessari grund. Gleðileg Jól!

Helga Kristjánsdóttir, 25.12.2012 kl. 14:30

4 identicon

Hilmar Jónsson,

Andstyggð og háð á daginn

Andstyggð og háð á kvöldin

Andstyggð og háð um jólin

Skelfileg eru gólin.

Þú lest samt um jólin, Hilmar. Þetta er alveg skelfilegt, væri líka skelfilegt ef okkur yrði troðið inn í ESB fyrir Samfylkinguna. Veitir ekki af fyrir þig að fylgjast vel með skrifum þeirra sem hafa vit á málinu.

Ólafur J. (IP-tala skráð) 25.12.2012 kl. 14:50

5 identicon

"Hans Magnus Enzenberger og "Mjúka skrímslið".

 Nái Sahhryggðin markmiði sínu - eða frékar þau Jóskabuska og Steinbrjótur varðandi ESB., er eins víst og tvisvar þrír eru sex - að tveir menn munu skælbrosa í gröfum sínum.

 Nöfn ?

 Þarf þess ?

 jÚ, Adolf Hitler og Paul von Hindenburg !

 "Grátið með mér gullnir strengir" !!

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 25.12.2012 kl. 16:00

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Vá hvað fólk er bilað! Ég þreytist ekki á að benda dómsdagspámönnum á að í ESB eru 27 ríki. Um 550 milljónir manna. Halda menn að það væru ekki a.m.k. eitt ríki gengið þaðan út eða 2 ef að horfunar væru svona svartar. Og að minnstakosti 1 ef ekki 2 hætt eða að hætta með evruna ef að staða hennar væri svona vonlaus? Það er alltaf hægt að finna sérlundaða rithöfuna færðimenn sem styðja svona dómsdagsspár en þær reynast í 99,9% tilfella rangar. En ég gæti minað mér skoðun í dag t.d. á að Ásatrú tæki yfir önnur trúarbrögð og örugglega fundið einhvern sérvitring í heiinum sem styddi það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.12.2012 kl. 16:28

7 identicon

Ásatrú gæti aldrei tekið yfir heiminn, Magnús Helgi, af þeirri ástæðu að flestir ásatrúarmenn í heiminum eru nýnazistar. Finnir þú ásatrúarmann í til dæmis Þýskalandi eða Bandaríkjunum eru um 97% líkur á að þetta sé kynþáttahatari af ýktustu gerð. Flest ásatrúarfélög í heiminum hleypa heldur ekki inn lituðu fólki. Okkar ásatrúarfélag hér með sitt umburðarlyndi er jafn skrýtið í heimi ásatrúarmanna almennt, og hommamoskan nýja í París er í heimi Islam.

Garðar (IP-tala skráð) 25.12.2012 kl. 19:06

8 identicon

PS: Ég er ásatrúarmaður. Og ég mæti hatri og fordómum víða um heim því fólk heldur ég hljóti að vera nýnazisti.

Garðar (IP-tala skráð) 25.12.2012 kl. 19:07

9 identicon

@MHB:

Atvinnuleysi innan ESB ríkjanna er nú að meðaltali 11,6% en var 10% fyrir ári síðan. Atvinnuleysi á Spáni og Grikklandi hjá þeim eru undir 25 ára er yfir 50%. Glæsilegt?

ESB skiptir sér kinnroðalaust af innanríkismálum landa og beitti okkur t.d. kúgun í sambandi við Icesave, þá gat framkvæmdastjórnin ekki einu sinni farið eftir eigin reglum.

Framkvæmdastjórnin spáir 0,1% hagvexti á öllu svæðinu á næsta ári. Glæsilegt?

Skuldastaða ríkja innan ESB heldur áfram að versna vegna þess að efnahagslíf þeirra stækkar ekki. Margir flýja frá svæðinu, sérstaklega frá Írlandi og Grikklandi sem aftur þýðir minni skatttekjur viðkomandi landa.

ESB er skrifræðisbákn og endurskoðendur fást ekki til að samþykkja ársreikninga framkvæmdarstjórnarinnar. Framkvæmdastjórnin vill auka fjárframlög til sín en leggur jafnframt að aðilarríkjum að þau spari. Sér enginn hræsnina í þessu? 

Við erum heldur ekkert á leiðinni að taka upp evru á næstunni. Kannast aðildarsinnar ekki við Maastricht skilyrðin?

Hvað er það í pakkanum sem við þurfum að kíkja á? Atvinnuleysið? Lítinn hagvöxt? Skrifræðisbáknið? Svo er bandalagið ekkert sérstaklega lýðræðislegt, ekki gleyma því! Kannast þú ekki við þau fjölmörgu tilvik þar sem kosið er þar til rétt niðurstaða fæst? Nú er ekki fráleitt að Bretar gangi úr bandalaginu fljótlega. Bíddu bara.

Helgi (IP-tala skráð) 26.12.2012 kl. 10:32

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bretar hafa áratugum saman verið á varðbergi gagnvart totalitaranisma, eða alræðisstefnu.  

Láti þeir af því verða að ganga úr ESB er aðalástæðan sú að þeir telja sambandið stefna í þá átt.

Því má ekki gleyma að Verkamannaflokknum (Labour Party) er jafnilla við kommúnisma og fasisma. 

Kolbrún Hilmars, 26.12.2012 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband