Stríðsástand í Samfylkingu lamar ríkisstjórnina

Ríkisstjórnin er ekki með neina stefnu vegna þess að kosningabarátta stendur yfir í Samfylkingunni, sem er ráðandi í stjórnarsamstarfinu. Frambjóðendurnir tveir sem takast á um formennskuna, Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason, standa fyrir gagnólíka pólitík.

Guðbjartur er jafnaðarmaður af gamla skólanum og hugur hans stendur til samstarfs til vinstri með VG og e.t.v. Framsóknarflokki. Árni Páll er frjálshyggjumaður að upplagi og harður ESB-sinni. Árni Páll á vísan stuðning samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins. Fyrsti, annar og þriðji kostur Árna Páls í stjórnarsamstarfi er Sjálfstæðisflokkur.

Á meðan kosningabaráttan stendur yfir í Samfylkingunni auglýsir ríkisstjórnin vanmátt sinn á alþingi með því að tapa atkvæðagreiðslum þar trekk í trekk. Ríkisstjórnin mun ekki ná vopnum sínum fyrir kosningar í vor. Sundurlyndið mun aukast, bæði á milli stjórnarflokkanna og innan þeirra. Það er fyllilega í samræmi við hvernig til ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. var stofnað vorið 2009. 


mbl.is Stærstu málin bíða ársins 2013
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist Jóhanna sé líka búin að týna búningsklefanum. Steingrímur er löngu búinn að því, enda helmingur liðsmanna flúinn burt. Nú neyðist hann til að hýrast með Jóhönnu í klefa. Nú er bara spurning hvort þeirra tapar störukeppninni.

Helgi (IP-tala skráð) 23.12.2012 kl. 12:14

2 Smámynd: Steinarr Kr.

Fyrsti annar og þriðji kostur Sjálfstæðisflokksins er ekki Samfylking. Sá hópur ýmisa flokksbrota er ekki stjórntækur og verður aldrei.

Steinarr Kr. , 23.12.2012 kl. 14:04

3 identicon

Þegar Geir H. Haarde myndaði illu heilli ríkisstjórn með Samfylkingunni, var ég frá fyrsta degi sannfærður um, að hún mundi ekkert gott gera, og Samfylkingin mundi svíkja, þegar verst gegndi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var fyrsta ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem ég var alla tíð alfarið á móti. Sé greining Páls rétt, sem hún líklega er, hlýt ég að óska Guðbjarti velfarnaðar, þótt því fari fjarri, að ég styðji pólitík hans.

Sigurður (IP-tala skráð) 24.12.2012 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband